Alheimurinn

Þess vegna getum við aldrei séð endamörk alheimsins: Geimurinn vex í burt frá okkur

Með tímanum verða æ fleiri stjörnuþokur ósýnilegar stjörnufræðingum því alheimurinn þenst út. Í framtíðinni mun ljósið frá fjarlægum stjörnum einfaldlega aldrei ná til okkar. Sama hversu góða sjónauka við munum þróa, verður alheimurinn stöðugt dekkri.

BIRT: 21/10/2024

Það tekur um fimm mínútur að lesa þessa grein og á þessum stutta tíma hafa 18 milljónir stjarna horfið sjónum okkar. Þær eru einfaldlega ekki lengur innan sjónsviðs okkar og snúa aldrei aftur. Við munum því aldrei vita hvað verður um þær í framtíðinni.

 

Ástæðan er sú að alheimurinn þenst út og hefur gert síðan í Miklahvelli fyrir 13,8 milljörðum ára og undanfarin sjö milljarðar ára hefur hraðinn aukist.

 

Sérhver rúmmetri í geimnum vex einfaldlega að stærð og á löngum vegalengdum þýðir að hlutir fjarlægjast hvor annan hraðar en á ljóshraða.

 

Þess vegna missa stjörnufræðingar sjónar á stöðugt fleiri og fjarlægum stjörnuþokum. Ljósið sem við sjáum frá þeim hefur verið á leiðinni til okkar í milljarða ára – en þar sem þokurnar færast í burt hraðar en ljósið mun ljósið sem þær gefa frá sér á þessari stundu aldrei ná til okkar.

Alheimurinn skiptist í hringi

Þensla alheims skapar þrjú mikilsverð mörk sem skipta sköpum hversu langt stjörnufræðingar geta séð núna og í framtíðinni. Þau útskýra hvers vegna við getum aldrei sé enda alheims.

13,8 milljarðar ljósára: Við munum sjá stjörnuþokurnar eins og þær eru einmitt núna

Innan 13,8 milljarða ljósára þenst geimurinn út hægar en ljóshraði. Ljós frá stjörnuþokunum getur þannig náð til okkar og í framtíðinni munu afkomendur okkar einungis sjá það ljós sem stjörnuþokurnar senda frá sér einmitt núna. Fræðilegt geimfar sem ferðast á ljóshraða getur náð út til allra stjörnuþoka á þessu svæði.

Fjöldi stjörnuþoka: 66 milljarðar

46 milljarðar ljósára: Við getum einungis séð gamalt ljós frá stjörnuþokunum 

Mörkin fyrir sýnilegan alheim eru við 46 milljarða ljósára. Stjörnuþokur fyrir innan þessa fjarlægð eru sýnilegar okkur því að þær hafa áður sent frá sér ljós sem nær fram til okkar. Framtíðarljós frá þeim mun þó aldrei ná til okkar þannig að ef við myndum greina ljós þeirra í milljarði ára gætum við ekki séð neina þróun. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: Tvö þúsund milljarðar

61 milljarður ljósára: Ljós stjörnuþokanna er ennþá á leiðinni

Ystu mörk þess hversu langt við getum séð inn í framtíðina ná til 61 milljarðs ljósára. Stjörnuþokur í þessari fjarlægð eru ósýnilegar því fyrsta ljósið sem þær sendu frá sér hefur ekki enn borist til jarðar. Kynslóðir framtíðar munu þó einungis sjá stjörnuþokurnar þegar ljós þeirra nær á endanum til okkar á jörðu. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt

Yfir 61 milljarð ljósára: Ekkert ljós mun nokkru sinni ná til okkar

Allt sem er núna í meira en 61 milljarðs ljósára fjarlægð getum við aldrei nokkurn tímann vitað nokkuð um. Útþensla alheims hefur þegar tekið fram úr ljósinu frá þessum fyrirbærum og það mun því aldrei ná til okkar. Þar sem ekkert kemst hraðar en ljósið hafa þessi fjarlægu fyrirbæri ekkert vægi í okkar hluta alheims. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt

Alheimurinn skiptist í hringi

Þensla alheims skapar þrjú mikilsverð mörk sem skipta sköpum hversu langt stjörnufræðingar geta séð núna og í framtíðinni. Þau útskýra hvers vegna við getum aldrei sé enda alheims.

13,8 milljarðar ljósára: Við munum sjá stjörnuþokurnar eins og þær eru einmitt núna 

Innan 13,8 milljarða ljósára þenst geimurinn út hægar en ljóshraði. Ljós frá stjörnuþokunum getur þannig náð til okkar og í framtíðinni munu afkomendur okkar einungis sjá það ljós sem stjörnuþokurnar senda frá sér einmitt núna. Fræðilegt geimfar sem ferðast á ljóshraða getur náð út til allra stjörnuþoka á þessu svæði. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: 66 milljarðar

46 milljarðar ljósára: Við getum einungis séð gamalt ljós frá stjörnuþokunum 

Mörkin fyrir sýnilegan alheim eru við 46 milljarða ljósára. Stjörnuþokur fyrir innan þessa fjarlægð eru sýnilegar okkur því að þær hafa áður sent frá sér ljós sem nær fram til okkar. Framtíðarljós frá þeim mun þó aldrei ná til okkar þannig að ef við myndum greina ljós þeirra í milljarði ára gætum við ekki séð neina þróun. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: Tvö þúsund milljarðar

61 milljarður ljósára: Ljós stjörnuþokanna er ennþá á leiðinni

Ystu mörk þess hversu langt við getum séð inn í framtíðina ná til 61 milljarðs ljósára. Stjörnuþokur í þessari fjarlægð eru ósýnilegar því fyrsta ljósið sem þær sendu frá sér hefur ekki enn borist til jarðar. Kynslóðir framtíðar munu þó einungis sjá stjörnuþokurnar þegar ljós þeirra nær á endanum til okkar á jörðu. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt.

Yfir 61 milljarð ljósára: Ekkert ljós mun nokkru sinni ná til okkar

Allt sem er núna í meira en 61 milljarðs ljósára fjarlægð getum við aldrei nokkurn tímann vitað nokkuð um. Útþensla alheims hefur þegar tekið fram úr ljósinu frá þessum fyrirbærum og það mun því aldrei ná til okkar. Þar sem ekkert kemst hraðar en ljósið hafa þessi fjarlægu fyrirbæri ekkert vægi í okkar hluta alheims. 

 

Fjöldi stjörnuþoka: Óþekkt.

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© G. Hüdepoh/ESO, Shutterstock/Nasa

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.