Maðurinn

Þess vegna leggst kórónuveiran misjafnlega á fólk

Enn er ekkert bóluefni til gegn kórónuveirunni. Ónæmiskerfið er því eina vörnin. Og þótt aldur skipti miklu varðandi gagnsemi þess, er ýmislegt hægt að gera til að bæta það.

BIRT: 23/04/2020

Enn er ekkert bóluefni til gegn kórónuveirunni. Ónæmiskerfið er því eina vörnin. Og þótt aldur skipti miklu varðandi gagnsemi þess, er ýmislegt hægt að gera til að bæta það.

Þann 16. mars var bandarísk kona, Jennifer Haller, sú fyrsta utan Kína sem var bólusett gegn covid-19.

Það er þó enn langt í land með að bóluefni fái viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda og flestir sérfræðingar spá að það muni taka eitt til eitt og hálft ár.

Fram að þeim tíma máttu reikna með að sýkjast ef þú á annað borð verður fyrir smiti. Síðan tekur ónæmiskerfið til við að reyna að vinna bug á sýkingunni.

Einkennin ráðast af ónæmiskerfinu

Ef þú tilheyrir hópi hinna ungu og sterkbyggðu gætir þú nánast eða alveg sloppið við einkenni. Fólk í þessum hópi tekur yfirleitt ekki eftir sýkingunni. Stærð hópsins er óviss en gæti verið allt að 25% allra þeirra sem smitast.

Á hinum enda skalans er fólkið sem lendir á gjörgæslu og í lífshættu þrátt fyrir allar tilraunir heilbrigðisstarfsfólks. Það ræðst af ónæmiskerfinu hve alvarleg einkennin verða.

Það er sérstakt prótín á yfirborði veirunnar sem opnar henni leið inn í líkamsfrumur þar sem hún notar afritunartækni frumunnar til að afrita RNA-erfðamengi sitt og fjölfalda þannig sjálfa sig.

Tvær varnarlínur ónæmiskerfisins

Næst á eftir heilanum er ónæmiskerfið flóknasta kerfi líkamans. Það er byggt upp af hundruðum frumugerða og boðsameinda. Meira en 8.000 gen standa að baki þessu kerfi.

Segja má að varnargarðarnir séu tveir. Í fremstu víglínu er hið meðfædda og almenna ónæmiskerfi en hinn sérhæfði hluti – sá hluti ónæmiskerfisins sem lærir og aðlagast – bíður þar að baki.

Myndband: Sjáðu ónæmiskerfið ráðast á veirur

Til meðfædda ónæmiskerfisins teljast m.a. svonefndar átfrumur. Þær ráðast á aðskotabakteríur og líka þær líkamsfrumur sem hafa sýkst af veirum.

Til sérhæfða ónæmiskerfisins teljast B- og T-frumur. Þessi hluti ónæmiskerfisins lærir að þekkja skaðvalda og gerir okkur ónæm fyrir sjúkdómum sem við höfum fengið áður.

Bóluefni nýta þessa lærdómshæfni og kennir hinum sérhæfða hluta ónæmiskerfisins að þekkja sjúkdóma sem við höfum aldrei fengið. Mikilvægasti þátturinn varðand styrk ónæmiskerfisins er aldurinn.

Aldur er umsemjanlegur

Fram að 60 ára aldri eða svo virkar ónæmiskerfið í flestum tilvikum vel og ræður við venjulegar sýkingar svo sem inflúensu og nú nýju kórónaveiruna. En eftir það veiklast ónæmiskerfið með hækkandi aldri.

Ónæmiskerfið er þó ekki endilega í fullu samræmi við aldurinn. Sumt sextugt fólk hefur ámóta sterkt ónæmiskerfi og fertugir en hjá öðrum samsvarar það öllu heldur 80 ára aldrinum.

Styrkur ónæmiskerfisins ræðst að hluta til af genunum en að stærstum hluta getum við ráðið þessu sjálf.

Topp 3-listi vísindanna: Yngdu ónæmiskerfið

Ónæmiskerfið eldist með þér en ekki endilega í sama takti. Hér koma þrjú helstu ráð vísindamanna til að halda ónæmiskerfinu ungu og frísku.

1. Hreyfing: Margar rannsóknir hafa sýnt ákveðna fylgni við hreyfingu, t.d. 10.000 skref á dag og frískt ónæmiskerfi.

2. D-vítamín: Rannsóknir sýna að D-vítamín á þátt í að draga úr áhættu á öndunarfærasýkingum. En hér skipta skammtastærðir máli og því þarf að hafa samráð við lækni.

3. Bætibakteríur: Mjólkursýru- og bífídógerlar viðhalda heilbrigði þarmaflórunnar og það gagnast ónæmiskerfinu. (Mjólkursýrugerlar eru t.d. í súrmjólk og báðar gerðirnar eru í vissum fæðubótarefnum).

Aldrei of seint

Í leit sinni að skýringum á mismunandi öflugu ónæmiskerfi hafa vísindamenn borið kennsl á ýmsa áhættuþætti sem geta valdið því að ónæmiskerfið sé eldra en fæðingarár þitt segir til um.

Margir þessara áhættuþátta eru klassísk lífsstílsvandamál: Of lítil líkamleg áreynsla, óhollt mataræði, of mikið áfengi, reykingar og ofþyngd.

En við öllu þessu getur þú brugðist. Og það er aldrei of seint að byrja. Og við bætist að þú bætir líkurnar á góðum viðbrögðum ónæmiskerfisins við covid-bóluefninu – þegar það kemur.

Genin ráða áhættunni að hluta

Auk þess sem ástand ónæmiskerfisins skiptir höfuðmáli, benda rannsóknir í Kína og BNA til þess að mismunur í genamengi manna hafi áhrif á hæfni okkar til að vinna bug á nýju kórónuveirunni.

Þessi munur birtist m.a. í blóðflokknum sem ræðst af erfðum. Fólk í blóðflokki A virðist frekar eiga alvarleg veikindi á hættu en fólk í blóðflokki 0 virðist síður í hættu en aðrir.

Til viðbótar skiptir kynið máli en covid-sjúkdómurinn leggst oftar þungt á karla en konur. Enn er óvíst hvers vegna þetta er svona en hluti skýringarinnar gæti falist í því að lífstílssjúkdómar eru algengari hjá körlum en konum.

Hnerraðu í olnbogabótina

Veirufjöldinn sem þú færð í þig við smit getur mögulega ráðið miklu um það hversu alvarlega þú veikist.

Þannig hafa rannsóknir á inflúensufaraldrinum 1918-19 sem almennt er nefndur spænska veikin, bent til þess að dánartíðnin væri hærri meðal þeirra sem fengu í sig stærri smitskammta.

Þetta gildir að líkindum líka um kórónuveiruna SARS-Cov-2 sem veldur Covid-19. Fáir þú t.d. hnerra beint í andlitið er líklegt að veikindin verði alvarlegri en ef þú smitast af tiltölulega fáum veirum af hurðarhúni og snertir síðan andlitið.

Beint samhengi milli smitmagns og þróunar veikindanna hefur reyndar ekki verið sannað en læknar telja mjög sennilegt að þannig sé í pottinn búið.

Tölfræði fyrir Ísland

[coronar countries=”Iceland”]

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is