Maðurinn

Tilfinning í gervihönd

LifeHand er tengd taugakerfinu og tilfinningar því eðlilegar

BIRT: 04/11/2014

Gervihönd sem bæði hefur tilfinningar og sýnir viðbrögð eins og eðlileg hönd. Þessari framtíðardraumsýn hafa vídindamenn hjá háskólasjúkrahúsinu Campus Bio-Medico í Róm og þýsku stofnuninni Fraunhofer-Gesellschaft komist stóru skrefi nær. Höndin gerir notandanum kleift að finna fyrir hlutum og yfirborði sem hann snertir og hefur skilað góðum árangri í prófun hjá 26 ára gömlum Ítala, Pierpaolo Petruzziello, sem missti vinstri höndina í bílslysi.

 

LifeHand var tengd við taugakerfið í handlegg Petruzziellos með 4 rafóðum, aðeins 10 milljónustu úr millimetra að þykkt og hann varð eftir það fær um að stýra höndinni með heilaboðum. Sjálfur segir Petruzziello að 95% af hugarskipunum hans hafi skilað sér rétt út í gervihöndina. Hann gat t.d. tekið upp hluti með því að hugsa sér að hann tæki um hlutina með vinstri hendi og hann fann sömuleiðis fyrir snertingunni. LifeHand var þó ekki fest á handlegg hans, heldur einungis tengd við taugarnar. Tilraunin stóð heldur ekki yfir nema í mánuð, vegna skamms líftíma rafóðanna. Ofan í kaupið er bæði dýrt og vandasamt að skipta rafóðunum út. Sumir vísindamannanna að baki LifeHand vinna þess vegna nú að annarri gervihönd, SmartHand, sem ætlað er að verða ekta gervilimur.

 

SmartHand er þróuð í samstarfi við háskólann í Lundi í Svíþjóð og vísindamennirnir reikna með að um þrjú ár líði áður en reynslan af LifeHand og SmartHand muni vonandi leiða af sér nýja áfasta gervihönd sem aflimaðir geti upplifað næstum sem sína eigin hönd.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.