Jörðin

Tilraunadýr loftslagsins

Hnattræn hlýnun er stærsta tilraun sem líffræðingar hafa orðið vitni að. Því hvað mun gerast þegar hnötturinn hitnar um tvær gráður? Stráfalla tegundir eða munu þær ná að aðlagast? Það er ekki vitað, en verður það eftir eina öld? Og margar tegundanna eru að leita sér nýrra búsvæða eða laga sig að hærra hitastigi.

BIRT: 04/11/2014

Við vitum að jörðin hefur hitnað síðustu 100 ár og sú þróun mun halda áfram að líkindum næstu 100 ár. Óvíst er hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir plöntur og dýr. Hverjir lifa af og hvaða tegundir deyja út? Líffræðingar eiga erfitt með að segja fyrir um það, enda er samspil dýra og plantna afar flókið þar sem margvíslegar aðstæður skipta máli. Því er mikilvægt að þekkja kröfur tegunda til búsvæða þeirra eins og t.d. hversu miklar hitastigssveiflur þær geta þolað og hvaða öðrum dýrum og plöntum þessar tegundir dafna best með.

 

Það er vonlaust verkefni að safna saman allri þekkingu um allt að 30 milljón tegundir hér á jörðu. Þess í stað er unnt að horfa aftur í tímann og sjá hvað hefur gerst. Því loftslagið hefur breyst mun meira og langtum hraðar mörgum sinnum áður. Fyrir 56 milljón árum steig meðalhiti jarðar t.d. um 7° C og steingervingar sýna að mörg hinna stærri hryggdýra hurfu. En svo dramatísk er framvindan ekki alltaf.

 

Síðustu ísöld lauk skjótt fyrir um 14.700 árum. Í borkjörnum frá innlandsís á Grænlandi má sjá að hitastigið rauk á fáeinum árum upp um 10 gráður. Margir fuglar fljúga óra vegu milli varpstöðva og vetrarsetustöðva og þeir ættu að verða illa úti vegna loftslagsbreytinga. En svo virðist sem flestir fuglar hafi þolað viðlíka breytingar. Mörg stærri spendýr í Evrópu og Ameríku dóu hins vegar út eftir síðustu ísöld. En vísindamenn eru ekki einhuga um hvort þetta stafi af breyttu loftslagi eða hvort þeim hafi verið útrýmt af steinaldarmönnum.

 

Sumir lifa af með því að flytja

 

Rannsóknir á fjölmörgum steingerðum tegundum benda til að meginhluti þeirra hafi lagað sig að loftslagsbreytingum með því að breyta útbreiðslu sinni. Þegar hlýnaði héldu þessar tegundir í átt til heimsskautanna, en þegar kólnaði, aftur að hitabeltinu. Þetta er það mynstur sem má þegar greina víðsvegar á hnettinum og eins það mynstur sem menn hafa að tilgátu þegar leitast er við að segja fyrir um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar.

 

Þar sem ekki er unnt að framkvæma tilraunir með allar fuglategundir á einu meginlandi verða vistfræðingar þess í stað að leitast við að öðlast yfirsýn með tölvulíkönum. Því miður eru þau oft einföld í sniðum og gera ekki ráð fyrir því sem er kennimark lífsins, nefnilega þróun. Flest tölvulíkön meðhöndla tegundirnar eins og billjarðkúlur sem er ýtt til um yfirborð jarðar með hitabreytingum.

 

Aðrar búast til varnar

 

Tegundir samanstanda af lifandi verum og í stað þess að flytja burt geta þær búist til varnar á sínum heimaslóðum. Í Evrópu er að finna fjölmörg krabbadýr og froskdýr með takmarkaða útbreiðslu umhverfis Miðjarðarhaf. Sum þeirra eiga nána ættingja sem hafa dreifst norður á bóginn yfir mun stærri svæði. Menn hafa verið uggandi yfir afdrifum svo lítilla stofna og ætlað að þeir muni deyja út í hitanum meðan hreyfanlegri ættingjar þeirra gátu haldið í norðurátt.

 

En kannski eru það einmitt suðlægu tegundirnar sem spjara sig til lengri tíma. Þær hafa þegar lagað sig að loftslagsbreytingum í Suður-Evrópu frá lokum síðustu ísaldar. Það voru hinir kviku ættingjar sem þurftu að flýja norður á bóginn. Kannski skortir þær nú á dögum þá eiginleika sem þarf til aðlögunar þegar ekki er unnt að flýja norðar heldur verður að læra að lifa við hitann.

 

Það eru heldur ekki allar tegundir sem verða að bregðast skjótt við. Í Evrópu hafa menn um áraraðir gert tilraunir með gróðursetningu á ólíkum tegundum af skógartrjám og í ljós hefur komið að flestar tegundir geta spjarað sig án vandkvæða á norðlægari slóðum en náttúruleg útbreiðsla þeirra bendir til. En annaðhvort geta þær ekki spornað við staðbundnum tegundum eða þá að þær hafa ekki enn þurft að láta reyna á alla möguleika sína.

 

Einangrun er verri en hitabylgja

 

Eftir nokkra áratugi verður það allt önnur náttúra sem blasir við okkur: Gamlir kunningjar verða horfnir og nýjar tegundir komnar í stað þeirra. En hið síðarnefnda krefst þess að tegundir geti flutt sig um en einangrist ekki í litlum vinjum umluktum siðmenningu manna.

 

Komist t.d. salamandra ekki úr sínu gamla vatnsbóli til annars nýs vegna þess að of langt er á milli þeirra verður hún annað hvort að vera þar sem hún er og laga sig að nýjum aðstæðum eða láta lífið. Þetta er þegar mikið vandamál þar sem einungis er að finna litla afmarkaða vasa af upprunalegri náttúru, oft með miklu millibili. Því er mögulegt að þeir tímar muni koma þar sem fjöldi tegunda mun minnka verulega. Ekki endilega vegna hitans heldur vegna þess hve menn hafa dreifst víða með tilheyrandi skorti á náttúrulegum búsvæðum.

 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is