Hvort á maður að velja lestölvu sem ekki þarf að hlaða nema örsjaldan, eða skjá sem nota má til að horfa á bíómynd en tæmir rafhlöðuna á tveimur tímum. Þessi valkvíði hverfur innan skamms á vit fortíðarinnar.
Ný lófatölva, Notion Ink Adam á nú að veita iPad frá Apple harða samkeppni. Skjárinn verður búinn þeim sérstæða eiginleika að geta ýmist nýst sem HD-skjár fyrir bíómyndir eða sparneytin lestölva sem leyfir 160 tíma bóklestur áður en rafhlaðan tæmist.