Menning og saga

Tungumálið barst að austan

Hvers vegna er sagt „ný“ á íslensku , „neu“ á þýsku og „new“ á ensku? Ef marka má fræðimenn er skýringarinnar að leita hjá stríðsmönnum sem flykktust yfir Evrópu fyrir 3.000 árum. Þeir höfðu ekki einvörðungu með sér ný vopn og hjólið, heldur að sama skapi það tungumál sem við tölum í dag.

BIRT: 18/10/2022

Líf Bretanna sem sendir voru til starfa á Indlandi var ekki ávallt jafn áhugavert. Fyrir vikið vöktu fyrirlestrar Williams Jones dómara sífellt mikla hrifningu. Þetta fimmtudagskvöld árið 1786 hugðist hann gera dularfullan uppruna tungumálanna að umræðuefni sínu.

 

William Jones hóf erindi sitt á að lýsa yfir undrun sinni yfir því hve mörg indversk orð minntu á evrópsk orð.

 

Hann tók sem dæmi enska orðið „brother“ sem hann sagði vera nánast alveg eins á sanskrít. Íbúarnir í Suðaustur-Asíu notuðu orðið „bhratar“ yfir bróður.

 

„Tungumálið sanskrít, hversu gamalt sem það svo kann að vera, er með dásamlega uppbyggingu: Fullkomnara en gríska, auðugra en latína. Líkindin með báðum þessum tungumálum eru þó greinileg. Í sannleika sagt eru þau svo mikil að enginn fræðimaður gæti rannsakað tungumálin þrjú án þess að ætla að þau væru öll sprottin af sama meiði“, segir Jones.

 

Jones var ekki sá fyrsti sem rak augun í þessi líkindi en fyrirlestur hans átti engu að síður eftir að valda straumhvörfum og hann er af mörgum álitinn vera upphafsmaður nútíma málvísinda í dag.

Við getum þakkað William Jones m.a. Grimmsævintýrin. Tveir auðjöfrar sem höfðu lesið um Jones pöntuðu árið 1812 verk þar sem gömlum þýskum þjóðsögum var safnað saman. Jakob og Wilhelm Grimm söfnuðu þessum munnmælunum í bók.

Þegar ræða hans birtist á prenti tveimur árum síðar vakti hún gífurlegan áhuga vísindamanna víðs vegar um heim sem fýsti að rannsaka tilgátuna um sameiginlegan forföður evrópskra tungumála. Það er hins vegar fyrst núna, á okkar dögum sem vísindamenn telja sig hafa fundið rétta svarið. Sú tilgáta sem best hefur verið rökstudd gefur til kynna hreykna hirðingja, jamnaja-þjóðflokkinn sem streymdi yfir Evrópu fyrir á að giska 5.000 árum.

 

Tungumálið varð til á gresjunum

Árið 2007 grófu fornleifafræðingar upp kuml, nærri ánni Dnepr í miðhluta Úkraínu en um var að ræða haug frá tímum jamnaja-menningarinnar. Þegar moldinni hafði verið mokað burtu fundu vísindamennirnir vel varðveitta, langlimaða beinagrind. Gröfin tilheyrði háttsettum meðlimi jamnaja-þjóðarinnar, því vitað er að einungis fyrirfólk var grafsett með svo viðhafnarmiklum hætti.

 

Í vesturhluta Evrópu jarðsettu íbúar á bronsöld þá látnu í stórum fjöldagröfum en sá siður að notast við einstaklingsgrafir var aðeins farinn að láta á sér kræla. Málvísindamenn geta fylgt framgöngu jamnaja-þjóðflokksins með því að rannsaka haugana sem smám saman voru reistir með stöðugt styttra millibili í vesturhluta Evrópu.

Jamnajar lögðu Evrópu undir sig um 3.000 árum f. Kr.

DNA-rannsóknir hafa aukið skilning vísindamanna á því hversu hratt jamnaja-menningin og indóevrópsku tungumálin sem henni tilheyrðu, breiddust í vesturátt. Tekin hafa verið sýni úr beinum og tönnum sem fundust í 101 jamnaja-gröf víðs vegar í Evrópu.

3300 f. Kr. – rússnesk/úkraínsku gresjurnar

Jamnajar lifðu upprunalega á gresjunum norður af Svartahafi og Kaspíahafi. Flestir þeirra voru hirðingjar sem áttu tamda hesta og héldu nautgripi. Aðrir voru akurræktendur með fasta búsetu. Fyrirfólk var jarðsett í haugum sem nefndust „kurgan“.

3000-2900 f. Kr. – Rúmenía og Búlgaría

Þegar fram liðu stundir reikuðu jamnajar í vesturátt. Vísindamenn vita enn ekki fyrir víst hvað olli því. Árið 1979 fundu fornleifafræðingar jamnaja-gröf frá um 3000 árum fyrir Krist. Ofan á haug einum í þorpinu Plachidol var að finna tvær súlur og í gröfinni hvíldi kona með tvö vagnhjól úr tré.

2800-2700 f. Kr. – Þýskaland

Vísindamenn greinir á um hversu mikið ofbeldi fylgdi innreið jamnaja í Mið-Evrópu. Fundist hefur gröf í Eulau nærri Leipzig í Þýskalandi sem hefur að geyma foreldra með tvö börn sem öll báru þess merki að hafa verið fórnarlömb grimmilegrar árásar með lagvopnum og kylfum.

2700-2500 f. Kr. – Norðurlönd

Sex beinagrindur sem fundist hafa í Danmörku bera greinileg ummerki um jamnaja-erfðavísa. Elsta beinagrindin er frá því um 2670 fyrir Krist.

 

Þá hafa alls átta beinagrindur sem eiga rætur að rekja til jamnaja, einnig fundist í Svíþjóð. Elsta gröfin hefur verið gerð um 2540 f. Kr. Þá hafa vísindamenn einnig fundið sannanir þess að jamnajar hafi lifað í suðurhluta Noregs og í suðvesturhluta Finnlands.

2300 f. Kr. – England

Jamnajar námu ekki staðar þegar þeir komu að Ermarsundi. Breskir fornleifafræðingar stunduðu uppgröft í Amesbury í grennd við Stonehenge árið 2002 og grófu þar upp bogaskyttu með handleggjahlífar og gullna hringa í hárinu. DNA-rannsóknir leiddu í ljós að bogmaðurinn væri af ætt jamnaja og ætti rætur að rekja til Alpanna.

3300 f. Kr. – rússnesk/úkraínsku gresjurnar

Jamnajar lifðu upprunalega á gresjunum norður af Svartahafi og Kaspíahafi. Flestir þeirra voru hirðingjar sem áttu tamda hesta og héldu nautgripi. Aðrir voru akurræktendur með fasta búsetu. Fyrirfólk var jarðsett í haugum sem nefndust „kurgan“.

3000-2900 f. Kr. – Rúmenía og Búlgaría

Þegar fram liðu stundir reikuðu jamnajar í vesturátt. Vísindamenn vita enn ekki fyrir víst hvað olli því. Árið 1979 fundu fornleifafræðingar jamnaja-gröf frá um 3000 árum fyrir Krist. Ofan á haug einum í þorpinu Plachidol var að finna tvær súlur og í gröfinni hvíldi kona með tvö vagnhjól úr tré.

2800-2700 f. Kr. – Þýskaland

Vísindamenn greinir á um hversu mikið ofbeldi fylgdi innreið jamnaja í Mið-Evrópu. Fundist hefur gröf í Eulau nærri Leipzig í Þýskalandi sem hefur að geyma foreldra með tvö börn sem öll báru þess merki að hafa verið fórnarlömb grimmilegrar árásar með lagvopnum og kylfum.

2700-2500 f. Kr. – Norðurlönd

Sex beinagrindur sem fundist hafa í Danmörku bera greinileg ummerki um jamnaja-erfðavísa. Elsta beinagrindin er frá því um 2670 fyrir Krist. Þá hafa alls átta beinagrindur sem eiga rætur að rekja til jamnaja, einnig fundist í Svíþjóð. Elsta gröfin hefur verið gerð um 2540 f. Kr. Þá hafa vísindamenn einnig fundið sannanir þess að jamnajar hafi lifað í suðurhluta Noregs og í suðvesturhluta Finnlands.

2300 f. Kr. – England

Jamnajar námu ekki staðar þegar þeir komu að Ermarsundi. Breskir fornleifafræðingar stunduðu uppgröft í Amesbury í grennd við Stonehenge árið 2002 og grófu þar upp bogaskyttu með handleggjahlífar og gullna hringa í hárinu. DNA-rannsóknir leiddu í ljós að bogmaðurinn væri af ætt jamnaja og ætti rætur að rekja til Alpanna.

Jamnaja-menningin myndaðist á gresjunum norður af Svartahafi og Kaspíahafi, milli ánna Dnepr og Úral. Leirmunir sem hafa fundist gefa til kynna að veiðimenn frá Síberíu og akurræktendur frá Anatólíu, þar sem nú er Tyrkland, hafi freistað gæfunnar á frjósömum gresjunum einum 7.000 árum fyrir Krist. Þegar fram liðu stundir runnu menningarheimarnir tveir í einn og forfeður jamnaja urðu til.

 

Á gresjunum sem virtust vera takmarkalausar að stærð, var að finna heilu hjarðirnar af villihestum á beit en þá veiddu jamnajar sér til matar. Ef marka má fræðimenn á okkar tímum töluðu „gresjubúarnir“ eins konar „indóevrópsku“, tungumálið sem Jones taldi liggja til grundvallar bæði evrópskum og indverskum tungumálum, á borð við m.a. hindí.

 

Þegar hitastigið á gresjunum fór lækkandi um 4.000 árum fyrir Krist reikaði hluti þeirra yfir Búlgaríu út fyrir Svartahaf og lagði á Bospórussund og áfram til Anatólíu. Ein kenningin segir þá hafa orðið forfeður fornþjóðarinnar Hittíta sem faraóar Egyptalands háðu síðar meir blóðuga bardaga við.

Árþúsundum saman voru þjóðflokkar á ferð gegnum Evrópu í leit að bráð, frjósömum landbúnaðarjörðum eða beitilandi fyrir dýr sín.

Evrópa byggðist í þremur þjóðflutningabylgjum

Afríski fólksflóttinn

Beina- og vopnafundur hefur leitt í ljós að nútímamennirnir (Homo sapiens) komu til Evrópu frá Afríku fyrir einum 45.000 árum. Þar héldu þeir áfram fyrra líferni sem veiðimenn og safnarar. Fyrstu Evrópubúarnir stunduðu veiðar á antílópum, úruxum og öðrum stórum villidýrum og lifðu sem hirðingjar í ein 30.000 ár.

 

Akurræktendur í Anatólíu

Fyrir um það bil 8.000-9.000 árum lutu veiðimenn og safnarar í lægra haldi fyrir þjóðflokkum sem höfðu tekið sig upp frá Anatólíu (þar sem nú heitir Tyrkland). Þeir sem þátt tóku í þessari annarri þjóðflutningabylgju tóku sér fasta búsetu og fóru að rækta jörðina og halda húsdýr. Akurræktendur áttu auðveldara með að brauðfæða börnin sín sökum þess að hægt var að geyma korn og aðra uppskeru langtímum saman. Þeir gátu enn fremur slátrað nokkrum kindum, geitum eða grísum þegar neyðin var mest.

 

Jamnajar koma

Svonefndri bændasteinöld lauk fyrir á að giska 5.000 árum þegar hirðingjaþjóðflokkurinn jamnajar yfirgaf rússnesku og úkraínsku gresjurnar og hélt í vesturátt. Þau höfðu meðferðis beitt bronsvopn og tungumálið sem flestir Evrópubúar í dag tala eitthvert afbrigði af.

Ættflokkarnir sem eftir urðu héldu áfram þróun sinni á gresjunum norður af Svartahafi og aðlöguðust kaldara loftslagi. Í stað þess að slátra einungis húsdýrunum þegar þá skorti kjöt gerðu jamnajar sér grein fyrir að dýrin gátu gagnast þeim á margvíslega aðra vegu.

 

Þeir spenntu uxa fyrir sleða og plóga, auk þess að mjólka kýr, kindur og geitur og búa til osta og smjör úr mjólkinni.

 

Um 4.000 árum fyrir Krist tókst gresjuhirðingjum þessum enn fremur að rækta upp fé með sérlega þykkan feld og ullin var kembd, spunnin og að lokum ofin í fatnað.

 

Vagnar opnuðu heiminn

Þróunin á sviði búskapar var helsta ástæðan fyrir velgengni jamnaja síðar meir, ef marka má hinn viðurkennda fornleifafræðing Andrew Sherratt (1946-2006) við háskólann í Cambridge. Með aðstoð ferfætlinganna gátu íbúarnir á gresjunni einbeitt sér að öðru en stöðugri fæðuöflun og fyrir bragðið gafst þeim kostur á að stækka yfirráðasvæði sín.

 

Þeir fengu að sama skapi ráðrúm til að gera tilraunir með málmsmíði, fyrst með kopar og síðar meir brons.

Jamnajar lögðu sína látnu til hinstu hvílu í gröfum sem ætlaðar voru einum manni. Hinn látni var lagður á bakið með beygða fætur en síðan var líkið skreytt með gulbrúnum lit.

Fornleifafræðingar telja jamnaja hafa verið í hópi þeirra sem fyrst notuðu vagna með hjólum undir og kerrur þeirra sem dregnar voru af uxum gerðu þeim hægara um vik með að færa sig úr stað en öðrum samtímamönnum þeirra.

 

Fræðimenn telja tímabilið 3300 f. Kr. til 2600 f. Kr. hafa verið blómaskeið jamnaja-menningarinnar en með því er átt við að á þessum árum hafi þessir gresjubúar lagt heiminn að fótum sér. Kerrur sem dregnar voru af uxum gerðu fólkinu kleift að hafa meðferðis það mikið magn birgða að engin hætta væri á að þeir syltu og þá þyrsti á meðan þeir ráku búfénaðinn sífellt lengra frá árdölunum.

 

Tjöld og fatnaður úr ull komu í veg fyrir að jamnajar frysu í hel úti á opnum sléttunum, fjarri skjóli árdalanna. Fornleifafræðingar geta rakið ferðir jamnaja næstu aldirnar á eftir.

 

Jamnajar grófu þá látnu þar sem þeir fóru um og fornleifafræðingar hafa fundið hvern hauginn á fætur öðrum með beinum og erfðaefni í sem fært hafa sönnur á að jamnajar fluttust lengra í vesturátt með hverju árinu sem leið.

 

Fólksflutningarnir voru ráðgáta

Jamnajar hafa fengið heiti sitt af orðinu „jama“ sem táknar gröf á rússnesku. Íbúarnir voru tiltölulega dökkir á hörund og brúneygðir. Próteinrík fæða þeirra gerði það að verkum að bein og tennur voru sterkleg og þeir voru hávaxnari en aðrar þjóðir Evrópu.

Auk jamnaja hafa einstaka aðrir þjóðflutningar einnig sett mark sitt á tungumálin í Evrópu. Fyrir einum 4.000 árum flutti þjóðflokkur frá Úralfjöllum finnsk-úgrísku málin með sér til Ungverjalands, Eistlands og Finnlands.

Jamnajar gengu í ofnum ullarfatnaði, báru skartgripi og vörðu sig með öxum, stríðskylfum og rýtingum úr kopar og bronsi. Fornleifafræðingar hafa jafnframt fundið hringa úr gulli og silfri í gröfum þeirra sem gefa til kynna að bæði karlar og konur hafi fléttað hár sitt.

 

Tiginmannlegar grafargjafir, m.a. 70 lítra bronsker, eru til marks um að þeir hafi lotið höfðingjastjórn, því svo verðmætar gjafir hafa þýtt að allir íbúar samfélagsins hafi gefið þær í sameiningu.

 

Jamnajar voru að sama skapi leiknir leirkerasmiðir sem útbjuggu leirker með snúruskreytingum. Ker þessi voru vel til þess fallin að geyma mjöð sem jamnajar drukku á tyllidögum. Fræðimenn greinir á um hvers vegna fyrstu jamnaja-hóparnir yfirleitt tóku upp á því að yfirgefa heimkynni sín.

 

Jarðsýni hafa leitt í ljós að kólna tók á gresjunni, jafnframt því sem loftslagið varð þurrara og margir skógar hurfu og því er vel hugsanlegt að jamnajar hafi verið í leit að betra beitilandi fyrir búfénað sinn eða hafi einfaldlega verið orðnir of margir til þess að landið gæti brauðfætt alla íbúana.

 

Konurnar heilluðust af hávöxnum stríðsmönnum

Hvort jamnajar lögðu ný landsvæði undir sig með ofbeldi eða samlöguðust upprunalegu íbúunum á friðsamlegan máta, eru fræðimenn ekki á einu máli um.

„Þangað sem erfðavísar berast í stórum stíl, má gera ráð fyrir því sama um tungumál“.

Erfðafræðingurinn John Novembre, BNA.

Fornleifafundir gefa til kynna að þeir hafi verið komnir að mynni Dónár í Rúmeníu á árunum 3000 til 2900 f. Kr. og hafi síðan fylgt ánni í vesturátt í gegnum þau landsvæði sem nú kallast Rúmenía, Serbía og Ungverjaland.

 

Viðamikið evrópskt rannsóknarverkefni sem unnið var árið 2015 undir stjórn Morten Allentoft, prófessors við Kaupmannahafnarháskóla, snerist um að rannsaka DNA-erfðaefni í 101 beinagrind jamnaja-þjóðflokksins en beinagrindur þessar höfðu fundist víðs vegar í Evrópu.

 

Elsta beinagrindin sem fannst í Þýskalandi, stafar frá því kringum 2750 fyrir Krist á meðan sú elsta sem fannst í Danmörku leiddi í ljós að jamnajar voru komnir alla leið til Norðurlanda í kringum 2670 f. Kr. Um það bil einni öld síðar voru jamnajar einnig komnir til Svíþjóðar, Suður-Noregs og suðvesturhluta Finnlands.

 

Fundist hafa tífalt fleiri beinagrindur karla en kvenna í Evrópu og þykir sú staðreynd benda til stríðsreksturs. Tölurnar gefa til kynna að nær eingöngu hafi verið ungir karlar á ferð og sennilega í þeim tilgangi að taka þátt í stríði.

 

Í nokkrum gröfum frá þessu umskiptatímabili milli steinaldar og bronsaldar hafa fornleifafræðingar fundið bændur með mölvaðar höfuðkúpur sem kunna að hafa stafað af höggum eftir stríðskylfur jamnaja.

Nautakerrur ruddu brautina fyrir ferðir Jamnaja til Evrópu.

Fornleifafræðingar hafa á hinn bóginn ekki fundið neinn vígvöll með mörgum látnum og samskipti hirðingjanna og bændasamfélagsins kunna því eins að hafa átt sér stað með friðsamlegu móti, með verslun og hjónaböndum milli þjóðflokkanna.

 

Alls 60% Evrópubúa í dag jamnajar

Óháð því hvort um var að ræða stríð eða ást, þá skildu þessir hávöxnu, dökku menn eftir sig varanleg ummerki um erfðamengi Evrópubúa. Talið er að allt að 60% Evrópubúa eigi rætur að rekja til jamnaja og að jamnajar hafi enn fremur fært afkomendum sínum nýtt tungumál.

 

Líkt og bandaríski erfðafræðingurinn John Novembre við háskólann í Chicago segir:

 

„Þar sem erfðavísar ferðast í miklu magni þykir sennilegt að hið sama gildi um orð“.

 

Til skamms tíma töldu margir vestrænir fræðimenn að jamnajar ættu velgengni sína því að þakka að þeir voru reiðmenn og börðust á hestum. Nýleg rannsókn sem gerð var í Hollandi rennir hins vegar ekki stoðum undir þá kenningu. Árið 2021 rannsökuðu Hollendingar allar hrossabeinagrindur sem fundist hafa frá því tímabili er jamnajar komu úr austri.

 

Ekkert hrossanna stafaði frá gresjunum og því er óhugsandi að um riddaralið hafi verið að ræða. Stríðsmennirnir eru hins vegar taldir hafa verið gangandi við hliðina á uxakerrum sínum. Þegar hestar voru fyrst tamdir á rússnesku gresjunum höfðu jamnajar þegar verið búsettir í stórum hlutum af Evrópu í ein 800 ár.

Í evrópskum málum er heitir margra hluta í grundvallaratriðum það sama - sérstaklega orð sem fólk notaði einnig fyrir þúsundum ára.

Tungumál jamnaja setur mark sitt á nánast öll Evrópumálin

Ef við rétt gjóum í enska, franska og íslenska orðabók komumst við fljótt að raun um að mörg orð minna hvert á annað. Þetta er vegna þess að þau eiga öll rætur að rekja til tungumáls jamnaja sem einnig lagði grunninn að latínu og sanskrít.

 

Nú á dögum tala flest allir Evrópubúar mál sem er sprottið af jamnaja-innrás, þ.e. indóevrópskt tungumál. Þó svo að mikill munur sé á t.d. grísku, íslensku, frönsku og rússnesku á okkar dögum getur málvísindafólk greint skyldleika tungumálanna.

 

Ástæðan er sú að framþróun upprunalega indóevrópska tungumálsins hefur gengið í gegnum reglulegar hljóðbreytingar, t.d. er h í nútímafrönsku nú þögult, þó svo að ritmálið gefi til kynna að það hafi eitt sinn verið borið fram.

 

Með því að bera saman gömul rit á ýmsum tungumálum geta fræðimenn beitt þekkingu sinni á hljóðfræði til að endurgera orðið sem jamnajar notuðu, áður en tungumálin þróuðust hvert í sína átt.

Fimm orð sem koma frá jamnajum.

* Þýðir að hljóðan þessar jamnaisku orða er skv hugmyndum kennimanna.

Ein tilgátan segir að jamnajar hafi verið í minnihluta á mörgum landsvæðum en hafi engu að síður orðið að hinni drottnandi stétt í Evrópu sem margir hafi reynt að líkja eftir. Brátt hafi margir aðrir verið farnir að mæla á tungu innrásarmannanna sem hafi verið nútímalegt, alþjóðlegt mál og sem falið hafi í sér upphefð að ráða yfir.

 

Síðari tíma þjóðflutningabylgja frá upprunalandi jamnaja flutti með sér sama mál þangað sem nú eru Indland og Íran, þar sem íbúarnir hafi einnig tileinkað sér það sem vísindamenn kalla indóevrópskt tungumál.

 

Þökk sé textum sem varðveist hafa á forngrísku, latínu og sanskrít geta málfræðingar gert sér í hugarlund hvernig tungumálið sem jamnajar töluðu hljómaði. Með því að bera forngríska orðið yfir móður, þ.e. méter, saman við latneska orðið mater, svo og matar á sanskrít telja vísindamenn að jamnajar hafi notað orðið „méhter“ yfir móður.

 

Talhljóð þróast með kerfisbundnum hætti og fyrir vikið geta málvísindamenn endurgert hljóðin í skyldum tungumálum, áður en leiðir þeirra skildi og þau urðu að sérstökum tungumálum. Sem dæmi eiga ameríska og enska enn margt sameiginlegt, því ekki eru liðin nema 230 ár frá því að undirritun sjálfstæðisyfirlýsingarinnar greindi málin að. Þegar fram líða stundir er þó viðbúið að um verði að ræða tvö ólík tungumál.

Enn er allt á huldu um uppruna Baska og tungumálið sem þeir tala.

Basneska er síðasta fornmál Evrópu

Vilji einhver vita hvernig evrópska hljóðaði áður en jamnaja bar að garði þurfa þeir hinir sömu að ferðast til Baskalands, ef marka má málvísindamenn. Á norðurhluta Spánar og í suðvesturhluta Frakklands er talað tungumál sem sérfræðingar furða sig enn á hvaðan sé upprunnið.

 

Basneska felur ekki í sér áhrif frá jamnajum og ef undan eru skilin fáein latnesk tökuorð, líkist það engum öðrum málum. Allt bendir til þess að um sé að ræða síðasta forindóevrópska tungumálið.

 

Hversu framandleg basneska er sést best af fyrstu tölustöfunum. Baski sem telur upp að tíu segir: Bat, bi, hiru, lau, bost, sei, zazpi, zortzi, bederatzi, hamar.

 

Hugtök yfir áþreifanlega hluti eru einnig afar furðuleg, samanborið við nágrannatungumálin frönsku og spænsku. Á frönsku hljómar setningin „hafið er stórt“ la mer est grande og á spænsku la mar es grande. Baski myndi á hinn bóginn segja

 

„itsasoa handia da“.

Jamnaja-málið varð að 200 tungumálum

Tungumál jamnaja hefur að sama skapi þróast í margar afar ólíkar áttir og þau 200 tungumál sem töluð eru í Evrópu í dag virðast í fljótu bragði ekki eiga margt sameiginlegt.

 

En líkt og William Jones upplýsti á 18. öld tala nánast allar Evrópuþjóðir í dag afbrigði af sama tungumálinu sem fyrir hartnær 5.000 árum barst frá gresjum Rússlands og Úkraínu.

Lesið hér meira um jamnaja-menninguna

Jean Manco: Ancestral Journeys: The Peopling of Europe from the First Venturers to the Vikings, Thames & Hudson Ltd, 2013

Birgit A. Olsen: Tracing the Indo-Europeans, Oxbow Books, 2019

 

Karin Bojs: Min europæiske familie i de sidste 54.000 år, Lindhardt og Ringhof, 2020.

HÖFUNDUR: Bjørn Bojesen

© National Library of Wales, James Posselwhite, Shutterstock,© Andy Maano,© XVodolazx,© Ateneum, Albert Edelfelt,© Ernst Platz,© Izurutuza

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

Lifandi Saga

Topp – 10: Fáránlegustu stríð sögunnar

Maðurinn

Svona má þekkja sjálfsdýrkanda

Tækni

Hversu mikið menga flugeldar?

Alheimurinn

Tíu atriði sem þú vissir ekki um sólina

Glæpir

Góðgerðarsamtök stýrðu undirheimum Berlínar 

Alheimurinn

Vetrarbrautin – Stjörnuþokan okkar

Alheimurinn

Hvers vegna er mestan landmassa að finna á norðurhveli jarðar?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is