Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Öflugasti sjónauki veraldar, James Webb, hefur nú fundið fjarlægustu þyrilþoku sem nokkru sinni hefur greinst.

BIRT: 04/07/2024

Vetrarbrautin er heimili jarðarinnar og sólkerfisins alls ásamt nokkur hundruð milljarða stjarna, þar sem plánetur gætu sem best leynst á brautum.

 

Þetta heimili okkar, Vetrarbrautin, er gríðarlega stór stjörnuþoka sem varð til fyrir meira en 13 milljörðum ára, ekki svo mjög löngu eftir Miklahvell.

 

Stjörnufræðingar eru hins vegar ekki alveg vissir um hvernig sú svokallaða bjálkaþyrilþoka sem Vetrarbrautin er og hefur þróast frá því hún myndaðist og til nútímans.

 

Nú hefur hópur stjörnufræðinga fundið stjörnuþoku frá því snemma á dögum alheimsins sem kynni að geta aukið þekkingu okkar.

 

Í gegnum öflugasta sjónauka veraldar, James Webb, greindu stjörnufræðingarnir fjarlægustu þyrilþoku sem hingað til hefur sést, eins konar tvíburasystur Vetrarbrautarinnar frá því í bernsku alheimsins sem speglar sjónaukans náðu nú að greina.

 

Stjörnuþokan hefur fengið heitið CEERS-2112 og tilvist hennar sýnir að stjörnuþokur á borð við Vetrarbrautina voru til fyrir 11,7 milljörðum ára eða strax eftir um 15% af tilvistartíma alheimsins.

 

Þetta kemur nokkuð á óvart því stjörnufræðingar hafa álitið að alheimurinn hefði þurft að hafa náð um helmingi af núverandi aldri áður en unnt væri að greina stjörnuþokur líkar Vetrarbrautinni, einfaldlega vegna þess að fram að þeim tíma hefðu stjörnuþokur verið mun óreiðukenndari.

 

Þetta er reyndar ekki eina kenningin sem vísindamenn segja að þarfnist endurskoðunar eftir uppgötvun CEERS-2112.

Þyrilþokur eru fjörugar

Í þyrilþokum eins og Vetrabrautinni okkar myndast flestar stjörnurnar og eru þyrilvetrarbrautir hvikulli en aðrar stjörnuþokur. Stjörnufræðingar hafa flokkað stjörnuþokur í þrjár tegundir út frá hugmyndum Edwin Hubble.

Þyrilþokur

Mikið er af gasi og ryki í örmum þyrilþoka. Þar geta nýjar stjörnur myndast og því eru þyrilþokur mjög kraftmiklar.

Óreglulegar þokur

Þessi tegund stjörnuþoka hefur ekkert fastmótað form og snýst oft um stærri stjörnuþokur. Í þeim eru mun færri stjörnur en í öðrum tegundum stjörnuþoka.

Sporvöluþokur

Þetta eru stærstu stjörnuþokurnar sem stjörnufræðingar vita um. Í sporvöluþokum eru margar stjörnurnar mjög gamlar.

Þyrilþokur eru fjörugar

Í þyrilþokum eins og Vetrabrautinni okkar myndast flestar stjörnurnar og eru þyrilvetrarbrautir hvikulli en aðrar stjörnuþokur. Stjörnufræðingar hafa flokkað stjörnuþokur í þrjár tegundir út frá hugmyndum Edwin Hubble.

Þyrilþokur

Mikið er af gasi og ryki í örmum þyrilþoka. Þar geta nýjar stjörnur myndast og því eru þyrilþokur mjög kraftmiklar.

Óreglulegar þokur

Þessi tegund stjörnuþoka hefur ekkert fastmótað form og snýst oft um stærri stjörnuþokur. Í þeim eru mun færri stjörnur en í öðrum tegundum stjörnuþoka.

Sporvöluþokur

Þetta eru stærstu stjörnuþokurnar sem stjörnufræðingar vita um. Í sporvöluþokum eru margar stjörnurnar mjög gamlar.

Í miðju stjörnuþokunnar er nefnilega eins konar bjálki úr milljörðum stjarna, áþekkur þeim sem er að finna í miðju Vetrarbrautarinnar.

 

Áður álitu stjörnufræðingar að það taki milljarða ára að þróa lögun stjörnuþokunnar þannig að slíkur bjálki geti myndast. Uppgötvun CEERS-2112 sýnir hins vegar að það virðist geta gerst á einum ármilljarði eða jafnvel enn skemmri tíma.

 

„Þetta þýðir að við þurfum að endurskoða sumar af kenningum okkar um myndun stjörnuþokna og þróun þeirra,“ segir Alexander de la Vega, einn af vísindamönnunum að baki þessari rannsóknar í fréttatilkynningu.

 

Rannsóknin að baki þessarar uppgötvunar hefur verið birt í hinu viðurkennda vísindatímariti Nature.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Luca Costantin/CAB/CSIC-INTA, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.