Vetrarbrautin er heimili jarðarinnar og sólkerfisins alls ásamt nokkur hundruð milljarða stjarna, þar sem plánetur gætu sem best leynst á brautum.
Þetta heimili okkar, Vetrarbrautin, er gríðarlega stór stjörnuþoka sem varð til fyrir meira en 13 milljörðum ára, ekki svo mjög löngu eftir Miklahvell.
Stjörnufræðingar eru hins vegar ekki alveg vissir um hvernig sú svokallaða bjálkaþyrilþoka sem Vetrarbrautin er og hefur þróast frá því hún myndaðist og til nútímans.
Nú hefur hópur stjörnufræðinga fundið stjörnuþoku frá því snemma á dögum alheimsins sem kynni að geta aukið þekkingu okkar.
Í gegnum öflugasta sjónauka veraldar, James Webb, greindu stjörnufræðingarnir fjarlægustu þyrilþoku sem hingað til hefur sést, eins konar tvíburasystur Vetrarbrautarinnar frá því í bernsku alheimsins sem speglar sjónaukans náðu nú að greina.
Stjörnuþokan hefur fengið heitið CEERS-2112 og tilvist hennar sýnir að stjörnuþokur á borð við Vetrarbrautina voru til fyrir 11,7 milljörðum ára eða strax eftir um 15% af tilvistartíma alheimsins.
Þetta kemur nokkuð á óvart því stjörnufræðingar hafa álitið að alheimurinn hefði þurft að hafa náð um helmingi af núverandi aldri áður en unnt væri að greina stjörnuþokur líkar Vetrarbrautinni, einfaldlega vegna þess að fram að þeim tíma hefðu stjörnuþokur verið mun óreiðukenndari.
Þetta er reyndar ekki eina kenningin sem vísindamenn segja að þarfnist endurskoðunar eftir uppgötvun CEERS-2112.
Þyrilþokur eru fjörugar
Í þyrilþokum eins og Vetrabrautinni okkar myndast flestar stjörnurnar og eru þyrilvetrarbrautir hvikulli en aðrar stjörnuþokur. Stjörnufræðingar hafa flokkað stjörnuþokur í þrjár tegundir út frá hugmyndum Edwin Hubble.
Þyrilþokur
Mikið er af gasi og ryki í örmum þyrilþoka. Þar geta nýjar stjörnur myndast og því eru þyrilþokur mjög kraftmiklar.
Óreglulegar þokur
Þessi tegund stjörnuþoka hefur ekkert fastmótað form og snýst oft um stærri stjörnuþokur. Í þeim eru mun færri stjörnur en í öðrum tegundum stjörnuþoka.
Sporvöluþokur
Þetta eru stærstu stjörnuþokurnar sem stjörnufræðingar vita um. Í sporvöluþokum eru margar stjörnurnar mjög gamlar.
Þyrilþokur eru fjörugar
Í þyrilþokum eins og Vetrabrautinni okkar myndast flestar stjörnurnar og eru þyrilvetrarbrautir hvikulli en aðrar stjörnuþokur. Stjörnufræðingar hafa flokkað stjörnuþokur í þrjár tegundir út frá hugmyndum Edwin Hubble.
Þyrilþokur
Mikið er af gasi og ryki í örmum þyrilþoka. Þar geta nýjar stjörnur myndast og því eru þyrilþokur mjög kraftmiklar.
Óreglulegar þokur
Þessi tegund stjörnuþoka hefur ekkert fastmótað form og snýst oft um stærri stjörnuþokur. Í þeim eru mun færri stjörnur en í öðrum tegundum stjörnuþoka.
Sporvöluþokur
Þetta eru stærstu stjörnuþokurnar sem stjörnufræðingar vita um. Í sporvöluþokum eru margar stjörnurnar mjög gamlar.
Í miðju stjörnuþokunnar er nefnilega eins konar bjálki úr milljörðum stjarna, áþekkur þeim sem er að finna í miðju Vetrarbrautarinnar.
Áður álitu stjörnufræðingar að það taki milljarða ára að þróa lögun stjörnuþokunnar þannig að slíkur bjálki geti myndast. Uppgötvun CEERS-2112 sýnir hins vegar að það virðist geta gerst á einum ármilljarði eða jafnvel enn skemmri tíma.
„Þetta þýðir að við þurfum að endurskoða sumar af kenningum okkar um myndun stjörnuþokna og þróun þeirra,“ segir Alexander de la Vega, einn af vísindamönnunum að baki þessari rannsóknar í fréttatilkynningu.
Rannsóknin að baki þessarar uppgötvunar hefur verið birt í hinu viðurkennda vísindatímariti Nature.