Heilsa

Unglingadrykkja gerir varanlegan  skaða á heila

Of mikil drykkja getur m.a. truflað þann hluta heilans sem gerir okkur kleift að þekkja andlit og orð.

BIRT: 02/12/2024

Það er oft kallað „blakkát“ (blackout) þegar drykkja máir minningar gærkvöldsins.

 

Hættan er mest ef áfengismagn í blóði verður 1,6 prómill eða meira og þegar mikið er drukkið á skömmum tíma þannig að áfengismagnið vex hratt.

 

Margt ungt fólk kannast við þetta og nú segja vísindamenn að fyrirbrigðið breyti byggingu heilans í unglingum.

 

Viðvörunin kemur í kjölfar bandarískrar rannsóknar á áfengisnotkun unglinga og þróun heilans.

 

Um sex ára skeið fylgdust heilasérfræðingar hjá Michael E. De Bakey VA-lækningamiðstöðinni í Houston með þúsundum ungmenna á aldrinum 12-24 ára.

 

Minnið skaddast

Þá sem drukku oftast og mest og sögðust hafa lent í minnisleysi tóku þeir til sérstakrar rannsóknar.

 

Heilaskannanir ungmenna í þessum hópi sýndu að áfengið truflar ekki einungis margvíslega heilastarfsemi á drykkjukvöldinu, heldur einnig til lengri tíma.

 

Vísindamennirnir segja hættu á að svona mikil drykkja skaddi taugabrautir til og frá heilastöðinni drekanum til langframa.

 

Þetta kemur sér illa því drekinn sér um að flytja minningar úr skammtímaminni til langtímaminnis.

Misnotkun á áfengi skapar gat í heila

Alkóhólískur heili

Vísindamenn tóku eftir gati í heilanum þegar þeir skönnuðu 72 ára gamla konu með áfengisfíkn. Heilbrigður heili er fullur af svokölluðu hvítu efni en hér var gapandi gat.

Viðmiðunarheili

Minni holrúm finnast venjulega á nokkrum stöðum í heilanum. Þar myndast svokallaður mænuvökvi sem verndar viðkvæman vef heilans gegn m.a. miklum þrýstingsmun.

En þetta var ekki allt og sumt: Þessi mikla áfengisneysla hafði líka varanleg, hamlandi áhrif á þær heilastöðvar sem annast sjónminni og þar með t.d. nám með lestri.

 

Þessar sömu heilastöðvar gera okkur líka kleift að þekkja bæði andlit og orð.

 

Vísindamennirnir segja í rannsókninni að þegar allt kemur til alls hafi áfengið þannig skaðleg áhrif bæði á nám og hæfni til að mynda félagstengsl.

HÖFUNDUR: Af Simon Clemmensen

Shutterstock,© Marlene Oscar Berman & Susan M.M. Ruiz

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

Lifandi Saga

Auschwitz: Úr lestinni í gasklefana

Maðurinn

Hvers vegna þolir sumt fólk ekki glúten?

Náttúran

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Heilsa

Hafið auga með snemmbærum krabbameinseinkennum

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.