Alheimurinn

Úr geimnum til jarðar

Geimrannsóknir kosta milljarða á milljarða ofan af skattfé borgaranna, en þessir peningar hverfa þó ekki bara út í tómið. Margt af því sem nú auðveldar okkur daglegt líf var upprunalega hannað fyrir geimfara og geimferðir. Hjá geimferðastofnunum er meira að segja fólk í vinnu við að úthugsa hvernig nýta megi hugmyndir úr geimrannsóknum þannig að þær komi okkur öllum til góða.

BIRT: 04/11/2014

Hvað eiga lending geimfars á Títan og poki af kartöfluflögum sameiginlegt? Ekki neitt er auðvitað fyrsta svarið sem manni dettur í hug. Staðreyndin er þó sú að þýsku geimiðnaðarfyrirtæki tókst að tengja þetta tvennt saman. Hjá Hyperschall Technologie Göttingen starfa menn við það dagsdaglega að þróa stærðfræðilíkön um hegðun geimskipa við lendingu t.d. á Títan, stærsta tungli Satúrnusar og nota m.a. til þess öflug vindgöng. En dag einn fékk eigandi fyrirtækisins, Georg Koppenwallner, afar óvenjulega fyrirspurn frá evrópsku geimferðastofnuninni, ESA: Getið þið þróað aðferð til hraðari og betri pökkunar á kartöfluflögum?

 

Hjá fyrirtækinu tóku menn þessari áskorun og afraksturinn varð pökkunarvél sem er allt að 50% hraðvirkari en aðrar. Sömu stærðfræðilíkönin og notuð voru til að reikna lendingu geimfars, reyndust einnig nothæf til að reikna út hvernig unnt er að fá steiktar kartöfluflögur til að lenda mjúklega í poka og án þess að brotna. Frá vísindalegu sjónarhorni gilda sömu lögmál í báðum tilvikum. Til að geimfar eða kartöfluflaga nái mjúkri og öruggri lendingu, þarf að reikna heppilegasta lendingarhraða og taka jafnframt tillit til loftstrauma sem geta haft hér áhrif.

 

Á síðasta ári fékk Hyperschall Technologie Göttingen aðlögunarverðlaun ESA fyrir uppfinningu þessarar pökkunarvélar og þetta er aðeins eitt lítið dæmi um það hvernig geimrannsóknir og geimtæki hafa komið að góðum notum við ýmis afar jarðbundin verkefni.

 

Skattpeningar aftur til jarðar

 

 

Sögur af svipuðum árangri eru fjölmargar og allt á þetta upphaf sitt að rekja aftur til ársins 1962 þegar NASA setti á fót svonefnt „Tækninýtingarverkefni“ eða „Technology Utilization Program“ sem ætlað var að færa geimtæknina niður á jörðina í formi aðlögunar. Tilgangurinn var að nýta þá gríðarlegu þekkingu og tækninýjungar sem urðu til í geimvísindageiranum og búa þannig um hnútana að þeir milljarðar dollara sem t.d. var varið í Apollo-verkefnið gætu komið víðar að gagni.

 

Hjá NASA slógu menn hér tvær flugur í einu höggi. Annars vegar var stofnuninni tryggður pólitískur velvilji og skilningur, en hins vegar fengu skattborgararnir, sem auðvitað borguðu brúsann, vissu fyrir því að peningarnir þeirra hyrfu ekki bara upp í himinblámann með eldflaugunum, heldur sneru aftur í formi nýrrar tækni sem gæti auðveldað fólki daglegt líf og jafnvel bjargað mannslífum.

 

Aðlögunarverkefnið skilaði miklum og augljósum árangri. Allt frá því að þessu verkefni var hleypt af stokkunum hefur NASA kynnt að meðaltali 50 nýjar uppfinningar á ári og árlega gefur stofnunin út prentað tímarit undir heitinu „Spinoff“ eða „Aðlögun“ þar sem getið er um nýjustu uppfinningarnar. Eftir þessari bandarísku fyrirmynd stofnaði ESA sitt eigið aðlögunarverkefni, TTPO (Technology Transfer Programme Office), árið 1991. Þetta verkefni hefur fram að þessu skilað af sér meira en 200 uppfinningum.

 

Geimurinn krefst nýjunga

 

Sumar nýjungar úr geimtækninni eiga sér augljóst notagildi á jörðu niðri, en aðrir nýtingarmöguleikar, t.d. flögupökkunin, liggja ekki í augum uppi. En bæði á vegum NASA og ESA starfa fjölmargir kynningarfulltrúar sem m.a. fara milli fyrirtækja og bjóða þeim ákveðnar uppfinningar sem þróaðar hafa verið í sambandi við geimferðir, en geta líka nýst í öðrum tilgangi.

 

Á þennan hátt hefur geimferðatæknin fyrir löngu unnið sér sess í daglegu lífi fólks og dæmin um það spanna allt frá hleðsluborvélum til fjarskiptahnattanna sem trúlega eru stærsta gjöf geimaldarinnar til mannkyns.

 

Mikilvægur drifkraftur í þróun geimtækninnar hefur verið þörfin fyrir að gera allt sem léttast og bæta virkni hlutanna um leið. Nýjar kynslóðir samsettra efna sem bæði eru léttari og sterkari en málmar, hafa verið þróaðar til geimferða en mörg slík efni eru jafnframt nýtt í öðrum iðnaði, t.d. í flugvélaskrokka eða tennisspaða. Mikill hiti og kuldi og öflug geislun hafa líka leitt af sér margvísleg þolin efni, sem brunaþolin klæðisefni og klæðisefni sem veita góða einangrun. Slík efni eru nú m.a. notuð í svefnpoka og skíðagalla.

 

Þær miklu kröfur sem gera þarf til alls þess sem sent er út í geiminn, veldur því að geimtækniiðnaðurinn er meðal þeirra sviða sem á síðustu áratugum hefur skilað mestum tækniframförum á fjölmörgum sviðum. En um leið og þessar uppfinningar verða hluti af hversdagslífi okkar, er auðvelt að gleyma því að þær eru ættaðar utan úr geimnum.

 
 

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

Lifandi Saga

Loðvík 14 og Versalir:  Í glæsihöllinni ríkti fnykur

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

Lifandi Saga

Loðvík 14 og Versalir:  Í glæsihöllinni ríkti fnykur

Náttúran

Af hverju kemur búmerang til baka?

Læknisfræði

Búðu þig undir næsta faraldur: Sveppirnir koma – Ekki tilbúið

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

3

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

4

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

5

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

6

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

3

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

4

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

5

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

Alheimurinn

Togsegl fjarlægir geimrusl

Lifandi Saga

Hver var starfi geisjunnar?

Náttúran

Eru hýenur skyldar köttum?

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Alheimurinn

Stjarna sem blikkar gegnum ský

Náttúran

Breiðnefurinn er sannkallað furðudýr

Maðurinn

Hvers vegna er líkamshitinn nákvæmlega 37 gráður?

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Vísindamenn vita nú meira um sérstaka hæfni hvalsins til að gera við skemmt erfðaefni.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is