Var forfaðir háhyrninga landdýr?

Elsti forfaðir hvala, Pakicetus, er talinn vera ættfaðir háhyrninga þrátt fyrir að hann hafi hvorki lifað í sjó né getað synt.

Dýr

Lestími: 2 mínútur

Ævaforn forfaðir háhyrninga – og annarra hvala – var ekki sjávardýr heldur fjórfætlingur sem lifði á landi.

 

Elsti frumhvalurinn nefnist Pakicetus og var hann uppi fyrir um 50 milljón árum við bakka fljóta og í vötnum á Norður-Indlandi nærri norðurströnd Tetishafs þar sem nú er Pakistan.

 

Dýrið var kjötæta á stærð við úlf og var með langa, granna fætur og hófa. Pakicetus varði drjúgum hluta tímans í grunnu vatni þar sem dýrið aflaði sér fæðu.

 

Pakicetus er talinn ættfaðir hvalanna vegna einkennandi uppbyggingar gagnaugabeinsins sem núna er einungis að finna hjá hvölum.

Ættfaðir hvalanna líktist úlfi og gat ekki synt. Með tímanum náði Pakicetus þó að tileinka sér þetta vota umhverfi.

Steingervingafundir sýna að augun sátu ofarlega á höfðinu, rétt eins og hjá krókódílum og flóðhestum. Staða þeirra þýðir að dýrið gat horft undir vatnsyfirborðinu þrátt fyrir að það væri á kafi upp að herðakambi.

 

Líklega gat Pakicetus ekki synt en eftir nokkurra milljóna ára þróun löguðu frumhvalirnir sig að meiri viðveru í vatni en voru einnig áfram á landi. Hali þeirra var langur en án sporðs núlifandi hvala og notuðu þeir líklega útlimina til að synda. Á einhverjum 15 milljón árum þróuðust dýrin síðan í að lifa einvörðungu í vatni, líkt og t.d. háhyrningar gera.

 

 

Birt 28.07.2021

 

 

Ritstjórn

 

 

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is