LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR
Samkvæmt rússneskri hefð er það Babúska sem kemur með jólagjafirnar. Sagan segir að hún hafi hafnað boði þriggja vitringa fyrir tvö þúsund árum um að ferðast til Betlehem og í refsingarskyni hafi hún verið dæmd til þess að ráfa um hvíldarlaus í leit sinni að Jesúbarninu. Jólin í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eru haldin 7. janúar og þann dag færir hún rússneskum börnum gjafir.
Frosti afi var jólaveinninn
Jólin sköpuðu tiltekinn vanda í augum kommúnistanna þegar nýrri þjóðfélagsskipan var komið á í kjölfar byltingarinnar 1917. Allt það sem bara þótti minna á trú skyldi afnumið úr lífi Sovétmanna og fyrir vikið voru jólatré sett á bannlista og gerð var tilraun til að láta Babúsku lúta í lægra haldi fyrir Frosta afa (Ded Moroz).
Ded Moroz hafði verið hluti af rússnesku hefðinni frá því löngu fyrir byltingu en var nú gerður að aðalpersónunni í veraldlegu jólunum sem færð voru til gamlárskvölds.
Frosti afi þótti hæfa vel nýjum aðstæðum með því að hafa á sér afar takmarkað kristilegt yfirbragð en hann bæði reykti og drakk vodka, auk þess sem hann var yfirleitt með hina ungu fallegu Snegurichka í eftirdragi, þ.e. Snæstúlkuna.
Jólasveinninn sigrar Babúsku
Sovétmenn gleymdu hins vegar Babúsku ekki svo glatt. Jólatréð breyttist í nýárstré og Babúska lifði áfram í meðvitund þjóðarinnar. Þegar Sovétríkin voru opinberlega leyst upp 26. desember 1991 sneri Babúska aftur og sömu sögu er að segja af jólagjöfunum.
Ekki leið á löngu áður en hún fékk að finna fyrir verulegri samkeppni frá jólasveini Vesturlandanna sem hélt innreið sína í rússneskt þjóðfélag, ásamt öðrum bandarískum áhrifum.
Frosti afi og aðstoðarstúlkan hans Snæstúlkan, koma hér fram á Jolkahátíð í Lýðræðishöllinni í Austur-Berlín, jólin 1976.
Birt: 12.12..2021
Hans Henrik Fafner