Skrúfan er viðkvæmasti hluti vitvéla sem starfa í vatni. Hún getur auðveldlega skemmst eða setið föst í þangi. Vísindamenn við Bathháskóla í Englandi hafa nú leyst þennan vanda og sækja fyrirmynd sína til svokallaðra hníffiska á Amasónsvæðinu.
Þessir fiskar nota bylgjuhreyfingar í afar löngum kviðugga til að synda. Neðansjávarvitél vísindamannanna í Bath, sem fengið hefur nafnið Gymnobot, nýtir sömu aðferð.
Tækið er hannað til að rannsaka og mynda sjávarlífverur skammt undan ströndum þar sem miklar grynningar eru. Tilraunir með Gymnobot hafa sýnt að hreyfanlegur uggi neðan á stífum skrokki kemst mun betur frá snertingu við sjávargróður en venjuleg skrúfa. Tilraunirnar sýna líka að tækið lætur betur að stjórn og þarf að auki minni orku.