Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Árið 1967 fengu slökkvilið heimsins nýtt vopn í baráttunni við umfangsmikla skógarelda. Sjóflugvélin Canadair CL-215 gat lent á vatni og fyllt tanka sína með vatni á nokkrum sekúndum.

BIRT: 25/06/2024

Í næst stærsta landi heims, Kanada kvikna um 8.000 skógareldar árlega, oft á mjög afskekktum svæðum. Þess vegna þróaði flugvélaframleiðandinn Canadair nýja gerð flugvélar á 7. áratugnum.

 

Canadair CL-215 var fyrsta flugvélin í heiminum sem var sérstaklega hönnuð til slökkvistarfa.

 

Verandi sjóflugvél gat hún sótt vatn í ár, stöðuvötn eða sjó og fyllt vatnstankana tvo sem hvor um sig tók 2.673 lítra á mun styttri tíma en ef hún hefði þurft að lenda til þess.

Ólíkar slökkviaðferðir

Mikill skógareldur

Þegar eldurinn er mjög mikill opnar flugmaðurinn báða vatnstanka vélarinnar í einu. Vatnið dembist þá yfir svæði sem er u.þ.b. 107×24m sem er næstum jafnstórt og fótboltavöllur.

Minni skógareldur

Þegar eldurinn er ekki eins mikill opnar flugmaðurinn vatnstankana hvorn á eftir öðrum og nær því yfir stærra svæði – u.þ.b. 122 x 21 m. Hins vegar er vatnsmagn pr. m2 minna.

Kjarreldur

Þegar eldurinn logar í kjarri eða grasi reynir flugmaðurinn að stækka dreifingarsvæðið eins og hægt er. Arftaki CL-215, CL-415, er með fjögur vatnsop sem gera kleift að dreifa vatninu yfir fjögur samliggjandi svæði sem eru u.þ.b. 134 x 15 m.

Flugdrægni vélarinnar er meira en 2.000 km og geta hennar til að taka upp vatn á ferð gerði hana mjög vinsæla í Kanada og við Miðjarðarhafið, t.d. í Frakklandi, Grikklandi og á Spáni.

 

Á 10. áratugnum kom betrumbætt útgáfa á markað, CL-415 en eldri gerðin, CL-215 er víða enn í notkun og berst við eyðileggingarmátt eldsins.

Svona berst CL-215 við skógarelda

Áhöfn : 2 menn

Lengd: 19,82 m

Vænghaf: 28,60 m

Hámarks vatnsmagn: 5.455 ltr.

Flugdrægni: 2.094 km

 

1. Tankurinn tæmdur

Flugmaðurinn tæmir tanka vélarinnar, alls yfir 5.000 lítra á innan við einni sekúndu. Vatninu er yfirleitt ekki beint að megineldinum heldur útjaðri hans, svo slökkvilið á jörðu niðri geti komið í veg fyrir að eldurinn breiðist út.

2. Áfylling

CL-215 getur skautað yfir vatnsflöt ef dýpið er a.m.k. 2 metrar. Á yfir 100 km hraða flýgur vélin inn yfir vatnsflötinn. Neðan á vélinni eru vatnsinntök, sem vegna hraða vélarinnar, fylla tankana á 10 sekúndum.

3. Aftur í slaginn

Með tankana fyllta snýr vélin aftur að eldinum. CL-215 getur flogið í fjórar klst. í hverjum leiðangri. Á þeim tíma, ef nógu stutt er á milli vatnsins og eldsins, getur hún fyllt tankana 40-50 sinnum.

Svona berst CL-215 við skógarelda

Áhöfn : 2 menn

 

Lengd: 19,82 m

 

Vænghaf: 28,60 m

 

Hámarks vatnsmagn: 5.455 ltr.

 

Flugdrægni: 2.094 km

 

1. Tankurinn tæmdur

Flugmaðurinn tæmir tanka vélarinnar, alls yfir 5.000 lítra á innan við einni sekúndu. Vatninu er yfirleitt ekki beint að megineldinum heldur útjaðri hans, svo slökkvilið á jörðu niðri geti komið í veg fyrir að eldurinn breiðist út.

2. Áfylling

CL-215 getur skautað yfir vatnsflöt ef dýpið er a.m.k. 2 metrar. Á yfir 100 km hraða flýgur vélin inn yfir vatnsflötinn. Neðan á vélinni eru vatnsinntök, sem vegna hraða vélarinnar, fylla tankana á 10 sekúndum.

3. Aftur í slaginn

Með tankana fyllta snýr vélin aftur að eldinum. CL-215 getur flogið í fjórar klst. í hverjum leiðangri. Á þeim tíma, ef nógu stutt er á milli vatnsins og eldsins, getur hún fyllt tankana 40-50 sinnum.

HÖFUNDUR: BJØRN ARNFRED BOJESEN , NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

© Patrick Aventurier/Getty Images,© Claus Lunau & Shutterstoc, Pascal Parrot/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Jörðin

Undravert yfirborð jarðar

Maðurinn

Vísindamenn hafa fundið skýringuna: Þess vegna er auðveldara að veikjast þegar kalt er

Náttúran

Geta dýr úr dýragarði bjargast í náttúrunni?

Alheimurinn

Hvernig verða stjörnur til?

Lifandi Saga

Vændiskonur börðust fyrir lífi sínu á botni samfélagsins

Maðurinn

Gegna augabrúnir mannsins einhverju hlutverki?

Heilsa

Algengur drykkur kann að auka hættu kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum um 21 prósent

Lifandi Saga

Raðmorðingjar: Á barnsaldri pyntuðu glæpamennirnir dýr

Heilsa

Góðar fréttir fyrir þig sem laumar oft köku eða súkkulaði niður í innkaupakerruna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.