Í næst stærsta landi heims, Kanada kvikna um 8.000 skógareldar árlega, oft á mjög afskekktum svæðum. Þess vegna þróaði flugvélaframleiðandinn Canadair nýja gerð flugvélar á 7. áratugnum.
Canadair CL-215 var fyrsta flugvélin í heiminum sem var sérstaklega hönnuð til slökkvistarfa.
Verandi sjóflugvél gat hún sótt vatn í ár, stöðuvötn eða sjó og fyllt vatnstankana tvo sem hvor um sig tók 2.673 lítra á mun styttri tíma en ef hún hefði þurft að lenda til þess.
Ólíkar slökkviaðferðir
Mikill skógareldur
Þegar eldurinn er mjög mikill opnar flugmaðurinn báða vatnstanka vélarinnar í einu. Vatnið dembist þá yfir svæði sem er u.þ.b. 107×24m sem er næstum jafnstórt og fótboltavöllur.
Minni skógareldur
Þegar eldurinn er ekki eins mikill opnar flugmaðurinn vatnstankana hvorn á eftir öðrum og nær því yfir stærra svæði – u.þ.b. 122 x 21 m. Hins vegar er vatnsmagn pr. m2 minna.
Kjarreldur
Þegar eldurinn logar í kjarri eða grasi reynir flugmaðurinn að stækka dreifingarsvæðið eins og hægt er. Arftaki CL-215, CL-415, er með fjögur vatnsop sem gera kleift að dreifa vatninu yfir fjögur samliggjandi svæði sem eru u.þ.b. 134 x 15 m.
Flugdrægni vélarinnar er meira en 2.000 km og geta hennar til að taka upp vatn á ferð gerði hana mjög vinsæla í Kanada og við Miðjarðarhafið, t.d. í Frakklandi, Grikklandi og á Spáni.
Á 10. áratugnum kom betrumbætt útgáfa á markað, CL-415 en eldri gerðin, CL-215 er víða enn í notkun og berst við eyðileggingarmátt eldsins.
Svona berst CL-215 við skógarelda
Áhöfn : 2 menn
Lengd: 19,82 m
Vænghaf: 28,60 m
Hámarks vatnsmagn: 5.455 ltr.
Flugdrægni: 2.094 km
1. Tankurinn tæmdur
Flugmaðurinn tæmir tanka vélarinnar, alls yfir 5.000 lítra á innan við einni sekúndu. Vatninu er yfirleitt ekki beint að megineldinum heldur útjaðri hans, svo slökkvilið á jörðu niðri geti komið í veg fyrir að eldurinn breiðist út.
2. Áfylling
CL-215 getur skautað yfir vatnsflöt ef dýpið er a.m.k. 2 metrar. Á yfir 100 km hraða flýgur vélin inn yfir vatnsflötinn. Neðan á vélinni eru vatnsinntök, sem vegna hraða vélarinnar, fylla tankana á 10 sekúndum.
3. Aftur í slaginn
Með tankana fyllta snýr vélin aftur að eldinum. CL-215 getur flogið í fjórar klst. í hverjum leiðangri. Á þeim tíma, ef nógu stutt er á milli vatnsins og eldsins, getur hún fyllt tankana 40-50 sinnum.
Svona berst CL-215 við skógarelda
Áhöfn : 2 menn
Lengd: 19,82 m
Vænghaf: 28,60 m
Hámarks vatnsmagn: 5.455 ltr.
Flugdrægni: 2.094 km
1. Tankurinn tæmdur
Flugmaðurinn tæmir tanka vélarinnar, alls yfir 5.000 lítra á innan við einni sekúndu. Vatninu er yfirleitt ekki beint að megineldinum heldur útjaðri hans, svo slökkvilið á jörðu niðri geti komið í veg fyrir að eldurinn breiðist út.
2. Áfylling
CL-215 getur skautað yfir vatnsflöt ef dýpið er a.m.k. 2 metrar. Á yfir 100 km hraða flýgur vélin inn yfir vatnsflötinn. Neðan á vélinni eru vatnsinntök, sem vegna hraða vélarinnar, fylla tankana á 10 sekúndum.
3. Aftur í slaginn
Með tankana fyllta snýr vélin aftur að eldinum. CL-215 getur flogið í fjórar klst. í hverjum leiðangri. Á þeim tíma, ef nógu stutt er á milli vatnsins og eldsins, getur hún fyllt tankana 40-50 sinnum.