Náttúran

Verur af öðrum heimi

Dýralíf undirdjúpanna er að mestu leiti óþekkt. En nú hefur þýskur leiðangur líffræðinga veitt okkur smá innsýn í það. Hin undarlegu lífsform í köldu og myrku dýpinu eru til vitnis um hvernig sköpunargleði dýralífsins slær við villtustu vísindaskáldsögum.

BIRT: 04/11/2014

Frá árinu 2000 hefur þýska rannsóknarskipið Polarstern sem tilheyrir Alfred Wegner-stofnuninni í Brimarhöfn verið einn ötulasti þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, Census of Marine Life.

 

Meira en 2.000 sérfræðingar frá ríflega 80 löndum hafa tekið þátt í tilraun til að lýsa dýralífi heimshafanna og svara fjórum einföldum en ákaflega mikilvægum spurningum: Hversu margar tegundir finnast, hvar lifa þær, hve stórir eru stofnar þeirra og hvaða þýðingu hafa þær fyrir samspil lífvera í sjónum?

 

Eftir fjölmarga leiðangra í bæði norður- og suðurhluta Atlantshafsins hafa áhafnarmeðlimir átt sinn þátt í að lyfta hulunni af því hvernig líf mótast í myrku og köldu umhverfi, þar sem þrýstingur er langtum meiri en á landi.

 

Það er ekki auðvelt að vera djúpsjávardýr. Það er langt milli tegundarfélaga, bráðar og mögulegra maka á 4 – 5.000 metra dýpi. Fyrir djúpsjávardýr skiptir því mestu máli að grípa tækifærið þegar það gefst. Þegar bráð er loksins innan seilingar má hún ekki sleppa, jafnvel þó hún sé stærri en rándýrið.

 

Margir djúpsjávarfiskar eru því ekki aðeins búnir skaðræðistönnum og risastóru gini sem getur fangað hvaða bráð sem verða vill, þeir hafa einatt maga sem getur tekið dýr sem eru stærri en þeir sjálfir.

 

Margir fiskanna borða ríflega aðeins fáein skipti á ævi sinni.

 

Ekki síður er vandasamt að finna sér maka og á þessu sviði eru það fiskarnir sem hafa komið fram með öfgafyllstu lausnirnar. Þegar karldýr og kerla af ætt kjaftagelgja finnast, sleppa þau aldrei takinu.

 

Karlinn sem er miklu minni en kerlan bítur sig fastan í hana og vex eftir nokkra daga fastur við kvendýrið. Það sem eftir lifir er hann einungis sæðisbanki sem tekur næringu sína úr blóðkerfi hrygnunnar.

 

Veiðar á djúpsjávardýrum eru hreint ekki auðveldar og því hafa fræðimenn um borð í Polarstern þróað margvíslegan sérhæfðan búnað. Einn þeirra er svonefnt MOCNESS tól sem samanstendur af röð 5 fjarstýrðra neta sem sitja saman á einum ramma.

 

 

MOCNESS er sökkt niður á t.d. 5.000 m, eða hámarksdýpi, þar sem söfnunin fer fram. Þá er opnað með fjarstýringu fyrsta netið og búnaðurinn dreginn upp á 4.000 m dýpi.

 

Þessu næst má loka fyrsta neti og opna hið næsta og svona gengur það koll af kolli þar til MOCNESS nær til yfirborðs. Þannig vita líffræðingarnir á hvaða dýpi dýrin voru fönguð.

 

Á þilfarinu þarf að hafa skjótar hendur. Dýrin eru vön að lifa við allt aðrar aðstæður en við yfirborðið og því munu mörg þeirra vera annað hvort dauð þegar þau koma upp eða deyja skjótt. Sé hægt að koma þeim í ískaldan sjó strax geta þau þraukað í nokkurn tíma.

 

Þá tekur Solvin Zankls við dýrunum. Hann hefur þróað tækni sem gerir kleift að mynda dýrin án glers þannig að sjá megi öll smáatriði þeirra. Þetta krefjandi starf fer fram í myrkvuðum kæliklefa um borð í rannsóknarskipinu.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is