Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Fjöldi krabbameinstilfella mun að öllum líkindum slá nýtt met árið 2025. Nú benda vísindamenn á tvo afgerandi þætti sem krabbameinssjúklingar ættu að setja í forgang í meðferðinni.

BIRT: 27/01/2025

Sterkir vöðvar snúast um miklu meira en útlit.

 

Vöðvar gegna mikilvægu hlutverki við að halda líkamanum heilbrigðum – allt frá betri efnaskiptum til minni hættu á beinsjúkdómum.

 

Nú leggur rannsókn frá Edith Cowan háskólanum í Ástralíu áherslu á að vöðvaþjálfun geti hjálpað krabbameinssjúklingum að lifa lengur.

 

Krabbameinsmeðferðir verða stöðugt betri og færri deyja úr sjúkdómnum.

 

En margir sjúklingar glíma við aukaverkanir sem geta skaðað bæði hjarta og vöðva og að lokum minnkað lífslíkur þeirra.

 

Sterkari vöðvar – lengra líf

Rannsóknin var byggð á 42 hóprannsóknum sem fylgdu 47.000 sjúklingum með krabbamein á öllum stigum.

 

Rannsakendur komust fljótt að því að líkamlegur styrkur og gott þrek sjúklinga spilaði stórt hlutverk – einnig í krabbameinsmeðferðinni.

 

Helsta niðurstaðan var sú að krabbameinssjúklingarnir með hvað mestan vöðvastyrk höfðu allt að 31 prósent betri möguleika á að lifa af sjúkdóminn.

 

Fólk með langt gengið krabbamein á stigi 3 og 4, og þá sérstaklega sjúklingar með lungnakrabbamein eða þarmakrabbamein voru í minni hættu á að deyja.

 

,,Niðurstöður okkar sýna að vöðvastyrkur gæti hugsanlega verið mikilvægur þáttur í mati á hættu á dauða hjá langt komnum krabbameinssjúklingum. Þess vegna væri hægt að nota vöðvastyrkjandi æfingar til að auka lífslíkur,” segja vísindamennirnir í rannsókn sinni.

 

Tímalína: Þannig myndast krabbamein

1
Fruma skiptir sér
Fruman getur skyndilega byrjað að skipta sér óeðlilega hratt og hætt að hlýða hefðbundnum vaxtarboðum.
2
Fruman verður stjórnlaus
Fruman getur ekki gert við nýja galla (stökkbreytingar) í erfðavísunum sem eykur hættuna á myndun skaðlegra stökkbreytinga
3
Fruman verður ódauðleg
Stökkbreytingin gerir frumuna ódauðlega, svo líkaminn verður ófær um að deyða hana. Stökkbreyttu frumurnar mynda nú æxli.
4
Æðar myndast
Æxlið leiðir af sér nýjar æðar til að tryggt sé að nægilegt súrefni sé fyrir krabbameinsvefinn svo hann geti stækkað frekar.
6
Innrás í líkamann
Krabbameinsfrumur úr æxlinu fara um líkamann með blóðrásinni, þar sem þær ráðast á ný líffæri og orsaka meinvörp.

Rannsóknin sýndi einnig að gott líkamlegt ástand dregur úr hættu á andláti vegna krabbameins um allt að 46 prósent.

 

Í stuttu máli þýðir gott þrek að líkaminn á auðvelt með að taka upp og flytja súrefni. Þrekið var því mælt með VO2 max mælingu, sem metur hámarks magn súrefnis sem einstaklingur getur tekið upp og notað í mikilli hreyfingu.

 

Hér voru það einkum lungnakrabbameinssjúklingar sem nutu góðs af því að viðhalda góðu líkamlegu ástandi.

 

Rannsóknin birtist í British Journal of Sports Medicine og kemur út í sömu viku og fréttir um að fjöldi krabbameinstilfella á heimsvísu mun að öllum líkindum slá nýtt met árið 2025

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

Lifandi Saga

Auschwitz: Úr lestinni í gasklefana

Maðurinn

Hvers vegna þolir sumt fólk ekki glúten?

Náttúran

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Heilsa

Hafið auga með snemmbærum krabbameinseinkennum

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.