Tækni
Með örsmáum vogstöngum má nú vigta stakar sameindir.
Þegar sameindin bindur sig við stöngina, breytist titringur hennar í samræmi við þyngd sameindarinnar.
Fram að þessu hafa nanóvogir þó ekki getað vigtað sameindir í vökva þar eð vökvinn hefur truflandi áhrif á stöngina.
En þetta vandamál hafa vísindamenn við MIT í Boston nú leyst. Í vog þeirra eru hárfínar rásir sem vökvinn flýtur inn í og þar eð hann er nú innan í voginni en ekki utan á, verður vigtunin hárnákvæm.
Markmiðið með gerð nanóvogarinnar er að þróa ódýran skynjara sem t.d. getur sýnt fram á tilvist ákveðinnar sjúkdómsvaldandi bakteríu eða tiltekinna frumna í blóði.
Sem dæmi má nefna CD4-frumur í blóði eyðnisjúklinga, en fjöldi þeirra segir til um ástand ónæmiskerfisins.
Nú þegar hafa vísindamennirnir náð að vega staka bakteríu sem reyndist 115 fimmtógrömm, en fimmtógramm er einn milljónasti úr einum milljarðasta af grammi.