Klæði víkinga voru litríkari en talið hefur verið. Þetta segir nú sænski fornleifafræðingurinn Annika Larsson.
Rannsóknir á fatnaði, m.a. frá Svíþjóð og Rússlandi, sýna að einkum karlmenn hafa verið hrifnir af sterkum litum, breiðum silkiborðum og litlum ísaumuðum speglum. Kenningin er sú að víkingarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá Austur-Evrópu og til þeirra borist efni frá silkileiðinni svonefndu, en eftir henni bárust ný efni, m.a. frá Kína, til Evrópu.