Tækni

Vindmyllurafmagn geymt djúpt í jörðu

BIRT: 04/11/2014

Tækni

Ný tilraun til að varðveita rafmagn neðanjarðar, sem nú stendur yfir í Iowa í Bandaríkjunum, gæti rutt brautina fyrir stöðuga raforku frá vindmyllum.

 

Nú er þessi framleiðsla afar óstöðug þar eð vindmyllur framleiða rafmagn þegar vindurinn blæs en þess á milli dettur framleiðslan niður.

 

Á flatlendinu í Iowa eru fjölmargar vindmyllur og þegar þær framleiða meiri raforku en þörf er fyrir, er umframorkan nýtt í sérstöku orkuveri sem þjappar lofti.

 

Þrýstiloftinu er síðan dælt 900 metra niður undir yfirborðið, niður í gljúpan sandstein þar sem það ryður jarðvatninu frá. Vatnið og loftþétt klöppin fyrir ofan, halda þrýstiloftinu kyrru á sínum stað.

 

Þegar svo þörf er fyrir meiri orku en vindmyllurnar framleiða er þrýstiloftið leitt aftur upp á yfirborðið þar sem það knýr túrbínur sem aftur framleiða rafmagn.

 

Orkutapið í þessu varðveisluferli er tiltölulega lítið.

 

Af hverjum 100 kílówöttum sem notuð eru til að þjappa lofti, skila sér um 85 kílówött frá túrbínunum út á rafnetið. Orkulagerinn í Iowa er nógu stór að afkasta 268.000 kílówöttum 16 tíma á sólarhring og dugar þannig fyrir notkun um 75.000 heimila.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.