Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Niðurstöður stórrar rannsóknar á meira en 50.000 manns gætu nýst til að þróa nýtt vopn gegn sjúkdómum eins og Alzheimer.

BIRT: 05/09/2024

Snemma er lykilorð í baráttunni við flesta sjúkdóma.

 

Því fyrr sem sjúkdómur finnst þeim mun betri og markvissari verður meðhöndlunin.

 

Þetta gildir líka um vitglapasjúkdóma á borð við alzheimer. Uppgötvist sjúkdómurinn nógu snemma er unnt að draga úr hættu á fylgikvillum.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Fudanháskóla í Shanghai unnið rannsókn sem getur haft mikla þýðingu fyrir fólk sem er í aukinni hættu á alvarlegum heilasjúkdómum.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu blóðsýni úr 52.645 heilbrigðum Englendingum. Sýnin voru varðveitt í stórum, vel þekktum gagnagrunni, UK Biobank.

 

Óvenju há gildi áratug fyrr

Sýnunum var safnað á árunum 2006 til 2010 og þau greind 10-15 árum síðar. Þá höfðu 1.407 af þessum einstaklingum þróað elliglapasjúkdóm.

 

Vísindamennirnir skoðuðu nærri 1.500 prótín í hverju sýni til að athuga hvort einhver þeirra gætu borið ummerki um sjúkdóm sem kom fram áratug síðar.

 

Greiningar bentu til að hátt gildi fjögurra prótína stæði í samhengi við þróun elliglapa.

 

Meira en áratug áður en fyrstu einkenni gerðu vart við sig mældust óvenju há gildi prótínanna GFAP, GDF15, NEFL og LTBP2.

Þannig sigrar alzheimer heilann

1. Smávægileg vitsmunaglöp

Heilasvæði: Alzheimer byrjar í gagnaugablöðum.

Einkenni: Skert skammtímaminni.

Tímabil: Um 7 ár.

 

2. Mildur alzheimer

Heilasvæði: Sjúkdómurinn breiðist út um gagnaugablöðin og til hvirfilblaðsins.

Viðbótareinkenni: Skert áttunarhæfni, lestrarhæfni og kennslageta.

Tímabil: Um 2 ár.

 

3. Miðstig alzheimers

Heilasvæði: Sjúkdómurinn berst í ennisblöðin.

Viðbótareinkenni: Skjótræðni, skert athygli og dómgreind.

Tímabil: Um 2 ár.

 

4. Efsta stig alzheimers

Heilasvæði: Sjúkdómurinn berst í hnakkablaðið.

Viðbótareinkenni: Sjóntruflanir.

Tímabil: Um 3 ár (fram að andláti).

Vísindamennirnir beittu gervigreind til að þróa algóritma sem gátu sagt fyrir um þróun þriggja mismunandi elliglapasjúkdóma með 90% nákvæmni.

 

Allt saman á grundvelli hárra gilda þessara fjögurra prótína ásamt upplýsingum um aldur og kyn.

 

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem bent hefur verið á prótín í blóði, t.d. GFAP sem mögulegan uppljóstrara, t.d. varðandi alzheimer.

 

Sjálfir telja vísindamennirnir að rannsóknina megi nýta til að skapa sérstakt próf sem geti bent á mikla áhættu.

 

Aðrir vísindamenn segja að fleiri rannsóknir þurfi til og þær þurfi að ná til fjölbreyttari hópa áður en unnt verður að nota prótín sem mælikvarða á áhættunni á alvarlegum sjúkdómum.

 

M.a. hefur verið skrifað um þetta í Nature News og The Guardian.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Nature Aging.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is