Í hvert sinn sem við gæðum okkur á mat og sendum matarbitana af stað í 8-15 klukkustunda langa og kræklótta ferð gegnum meltingarveginn, tökum við mikilvæga ákvörðun.
Áður en fæðan kemst á endanlegan lokastað breytist hún í þúsundir örsmárra sameinda sem bætt geta líkamlega heilsu, andlega líðan og heilsu okkar almennt eða þá haft neikvæð áhrif á allt þetta.
Varpað hefur verið ljósi á þessa kenningu í víðtækri rannsókn sem norskir og enskir vísindamenn stóðu að en þeir hafa komist að raun um að grundvallarbreytingar á mataræði geti bætt tíu árum við æviskeið okkar, þ.e.a.s. ef við veljum fæðuna tímanlega.
Ein tiltekin breyting á fæðuvali virtist gera meira gagn en allar aðrar.
Teymið að baki rannsókninni greindi gögn alls 467.354 breskra þegna sem allir höfðu gert grein fyrir matarvenjum sínum í umfangsmiklum, þekktum gagnagrunni sem nefnist „UK Biobank“.
Sérstakt mataræði virtist skipta sköpum
Í þessu gríðarstóra gagnasafni veittu vísindamennirnir því athygli hvort matarvenjur þátttakendanna breyttust á einhverju tímaskeiði. Þeir skiptu þátttakendunum jafnframt í ólíka hópa allt eftir því hvers konar fæðu þeir neyttu:
Einn hópurinn neytti þess sem kalla mætti meðalfæðu, annar hópurinn borðaði óhollan mat, sá þriðji samkvæmt ráðleggingum hins opinbera og hinn fjórði neytti fæðu í samræmi við það sem vísindamennirnir sjálfir kölluðu „lífslengjandi“ mataræði.
Það sem kom verulega á óvart var að menn og konur á fimmtugsaldri sem breyttu fæðuvali sínu á þann veg að þau hættu að borða óhollan mat og fóru statt og stöðugt að fylgja ráðleggingum hins opinbera, bættu um það bil níu árum við ævina.
Mestu breytinguna urðu vísindamennirnir varir við í þeim hópi sem hætti að neyta sykraðra drykkja og forunninna kjötvara og fóru þess í stað að borða mikið af grænmeti, hnetum, heilkorni og ávöxtum, auk hóflegs magns af fiski, þ.e. tömdu sér matarvenjur sem sagðar eru lengja líf okkar.
Breyting á lífslíkum í þessum hópi nam 10,8 og 10,4 aukalegum árum sem bættust við lífslíkur þátttakendanna.
Líkaminn bíður lægri hlut þegar fram líða stundir
Á meðan við erum börn og unglingar myndum við sífellt nýjar frumur sem gera það að verkum að líffærin starfa eins vel og hugsast getur. Síðar meir í lífinu getur framleiðsla nýrra frumna ekki haft undan og líffærin fara að gefa sig. Þessi þróun hefst þegar í kringum 18 ára aldurinn.
70 ára: Heilinn
Frumurnar í heilaberkinum endurnýjast ekki eftir að við verðum fullorðin. Frá og með sjötugu breytist uppbygging heilans og hann byrjar að skreppa saman.
40 ára: Augun
Frumur augnanna endurnýjast á mismiklum hraða en sjóntaugin endurnýjast þó ekki. Sjónin fer því að versna upp úr fertugu.
65 ára: Hjartað
Vöðvafrumum hjartans fækkar með aldrinum en þær stækka að sama skapi. Þetta táknar að veggir hjartahólfanna verða þykkari og stífari.
30 ára: Lungun
Frumurnar í lungunum endurnýjast um það bil árlega. Lungnastarfsemin skerðist frá því að við erum um þrítugt.
40 ára: Vöðvarnir
Þó svo að við í raun réttri séum stöðugt að framleiða nýjar vöðvafrumur breytist hlutfallið milli vöðva og frumna yfirleitt eftir fertugt.
18 ára: Beinin
Um tíu prósent beinfrumnanna endurnýjast árlega. Þegar fram líða stundir hægist hins vegar á ferlinu og við förum að glata beinmassa.
18 ára: Húð
Frumur húðarinnar endurnýjast mánaðarlega á meðan við erum börn og unglingar en eftir það fara frumurnar að glata teygjanleika sínum og við byrjum að fá hrukkur.
Líkaminn bíður lægri hlut þegar fram líða stundir
Á meðan við erum börn og unglingar myndum við sífellt nýjar frumur sem gera það að verkum að líffærin starfa eins vel og hugsast getur. Síðar meir í lífinu getur framleiðsla nýrra frumna ekki haft undan og líffærin fara að gefa sig. Þessi þróun hefst þegar í kringum 18 ára aldurinn.
70 ára: Heilinn
Frumurnar í heilaberkinum endurnýjast ekki eftir að við verðum fullorðin. Frá og með sjötugu breytist uppbygging heilans og hann byrjar að skreppa saman.
40 ára: Augun
Frumur augnanna endurnýjast á mismiklum hraða en sjóntaugin endurnýjast þó ekki. Sjónin fer því að versna upp úr fertugu.
65 ára: Hjartað
Vöðvafrumum hjartans fækkar með aldrinum en þær stækka að sama skapi. Þetta táknar að veggir hjartahólfanna verða þykkari og stífari.
30 ára: Lungun
Frumurnar í lungunum endurnýjast um það bil árlega. Lungnastarfsemin skerðist frá því að við erum um þrítugt.
40 ára: Vöðvarnir
Þó svo að við í raun réttri séum stöðugt að framleiða nýjar vöðvafrumur breytist hlutfallið milli vöðva og frumna yfirleitt eftir fertugt.
18 ára: Beinin
Um tíu prósent beinfrumnanna endurnýjast árlega. Þegar fram líða stundir hægist hins vegar á ferlinu og við förum að glata beinmassa.
18 ára: Húð
Frumur húðarinnar endurnýjast mánaðarlega á meðan við erum börn og unglingar en eftir það fara frumurnar að glata teygjanleika sínum og við byrjum að fá hrukkur.
Vísindamennirnir veittu athygli smávægilegum breytingum á lífslíkum þess hóps þátttakenda sem neytti þess sem kalla mætti miðlungsfæðu framan af og breyttu síðan fæðuvali sínu síðar á lífsleiðinni.
Teymið að baki rannsókninni leggur hins vegar áherslu á að ávinningurinn geti verið verulegur þó svo að matarvenjum sé ekki breytt til betri vegar fyrr en seint á æviskeiðinu.
Fæða framtíðarinnar er á leiðinni á diskana okkar. Sú fæða felur oftast hvorki í sér jurtir né dýr og andstætt við landbúnað í dag sem dælir koltvíoxíði út í andrúmsloftið, er nýju matvælaframleiðslunni ætlað að hreinsa loftið.
Niðurstöðurnar leiddu nefnilega í ljós að sjötugt fólk getur bætt fjórum til fimm árum við ævilengd sína ef það gerir verulegar breytingar á mataræðinu og byrjar að fara eftir fæðuráðleggingum hins opinbera eða temur sér lífslengjandi mataræði.
Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Nature Food en henni stýrðu vísindamenn frá háskólanum í Bergen.