Jörðin

Vísindamenn hafa fundið lífverur undir þurrustu eyðimörkinni

Smásæjar lífverur hafast við neðanjarðar undir Atacama-eyðimörkinni, jafnvel þótt þar sjáist nánast hvergi dýr né plöntur.

BIRT: 26/11/2024

Atacama-eyðimörkin nær yfir 105.000 ferkílómetra, svipað og allt Ísland, í norðurhluta Chile og er sú þurrasta af sólbrenndum eyðimörkum heimsins.

 

Víða í þessari eyðimörk geta liðið áratugir og jafnvel aldir án þess að svo mikið sem einn regndropi falli á skraufaþurra jörðina. Þarna eru því ekki margar lífverur, sem þola við, en þó ameríski grárefurinn og svo bakteríur.

 

Harðgerar bakteríur lifa af

En nú hafa vísindamenn hjá Potsdamháskóla í Þýskalandi að jafnvel í þessari sviðnu eyðimörk er allt morandi af smásæjum lífverum neðanjarðar.

 

Reyndar hafa smásæjar lífverur áður fundist á 80 sm dýpi undir yfirborðinu í Atacama-eyðimörkinni.

 

Þær lífverur sem nú hafa fundist eru hins vegar á fjögurra metra dýpi í Yungai-dalnum.

 

Svokallað lífhvolf jarðar teygir sig um öll þau svæði hnattarins, þar sem lífverur er að finna, hvort sem það eru bakteríur, plöntur eða dýr – allt frá mesta dýpi heimshafanna til hæstu fjallatinda.

 

Vísindamennirnir tóku jarðvegssýni niður á fjögurra metra dýpi og fluttu með sér heim á rannsóknastofuna til að athuga hvort þeir gætu fundið DNA úr lífverum. Ný tækni gerði þeim nú kleift að greina hvort frumuhimnan utan um erfðaefnið væri heil eða ekki, en það er greinilegt merki þess hvort fruman er lifandi eða dauð.

 

Í stíl við fyrri rannsóknir fundust örverur á 80 sm dýpi, en þar er jarðvegurinn einkum leir.

Á enn meira dýpi reyndist hins vegar mikið af aktínóbakteríum – fjölmargar tegundir baktería sem geta lifað við afar erfiðar aðstæður, m.a. bæði langt í norðri og í sjóðandi hveravatni.

 

Þessar bakteríur standast mikla saltþéttni og þarfnast ekki súrefnis.

Mynd tekin úr uppgreftri í Yungay-dal Atacama-eyðimerkurinnar. Það var hér sem vísindamenn tóku jarðvegssýni sem reyndust innihalda DNA úr lifandi örverum.

Vísindamennirnir álíta nú að þetta örverusamfélag nái mun lengra niður og það sýnir þá að lífhvolfið nær niður á óþekkt dýpi undir þessari þurru eyðimörk.

 

Svipað á Mars

Tilvist þessa vistkerfis telja vísindamennirnir benda til að ár og fljót hafi eitt sitt streymt um svæðið og myndað set langt undir núverandi yfirborði.

 

„Örverurnar lifa á því að vinna vatn úr gifsi, sem nóg er af í jarðveginum þarna,“ segir í niðurstöðunum.

 

Neðanjarðar geta mögulega verið vatnsbirgðir og í þeim steinefni, þar á meðal kalsíumsúlfat, sem er aðalefnið í gifsi.

 

Á Mars er að finna svipuð gifssetlög undir yfirborðinu og fræðilega séð gætu þau verið vatnsuppspretta fyrir örverur sem þar lifi neðanjarðar, segja vísindamennirnir.

 

„Tilvist svipaðra gifssetlaga á Mars bendir til þess að fljótandi vatn hafi áður verið á Mars og það gæti gert örverum kleift að þrífast þar neðanjarðar enn í dag,“ skrifa vísindamennirnir.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Lucas Horstmann, GFZ-Potsdam

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is