Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Nú telja breskir vísindamenn sig geta útskýrt hvers vegna fjölmörg börn dóu fyrir 80 árum.

BIRT: 30/05/2024

Á öðrum og þriðja tug síðustu aldar breiddist út óhugnanleg þróun.

 

Bylgja ungbarnadauða gekk yfir Bretland.

 

Í dag, meira en 80 árum síðar, geta vísindamenn frá East Anglia háskólanum í Bretlandi nú lyft hulunni af áður óútskýrðum hluta ráðgátunar.

 

Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í Journal of Bone and Mineral Research.

 

Dauði af völdum venjulegrar fæðu

Rannsókn vísindamannanna leiddi þá til fyrri hluta 20. aldar, þegar meira en 80 prósent barna í iðnríkjum Evrópu og Norður-Ameríku veiktust af beinkröm.

 

Alvarlegur sjúkdómur sem einkennist af veikingu beina og vaxtarskerðingu.

 

Til að reyna að uppræta sjúkdóminn bættu mörg ríki d-vítamíni í ýmis matvæli.

 

Þetta átti við um allt frá brauði, smjörlíki, mjólk og kornvöru.

 

En sum ungbörn þjáðust af genastökkbreytingu sem, að sögn vísindamannanna, þýddi að þau gátu ekki unnið úr miklu magni d-vítamíns.

Hvað er beinkröm?

Í upphafi 20. aldar var beinkröm útbreidd í stórborgum Englands, öðrum iðnvæddum löndum Evrópu og Norður-Ameríku.

 

Sjúkdómurinn stafar af skorti á D-vítamíni og einkennin eru t.d. veik bein eða vansköpuð beinagrind – þ.a. maður verður t.a.m. hjólbeinóttur.

Börnin urðu því annaðhvort fyrir alvarlegri nýrnasköddun eða dóu úr sjúkdómnum, sem nú kallast “óeðlileg blóðkalsíumhækkun í börnum, gerð 1” (infantil hypercalcemia type 1).

 

Þetta vakti mikla skelfingu meðal fólks og varð til þess að fjöldi ríkja hætti að bæta d-vítamíni í margar algengar fæðutegundir.

 

„Óeðlilegt“ form gensins

Árið 2011 fullyrtu vísindamenn að óeðlileg blóðkalsíumhækkun í börnum, gerð 1 stafaði af tiltekinni genastökkbreytingu.

 

En það sem kom vísindamönnum á óvart var að um það bil 10 prósent sjúklinga sem veiktust af sjúkdómnum voru ekki með hina einkennandi erfðafræðilegu stökkbreytingu.

 

Þetta átti bæði við um sjúklinga í dag  sem og sum börnin sem dóu fyrir meira en 80 árum – eitthvað sem læknavísindin gátu ekki útskýrt.

 

Nú hafa vísindamenn komist að því hvers vegna hópur sjúklinga – án genstökkbreytingarinnar – upplifir sömu einkenni og sjúklingar með hina klassísku óeðlilegu blóðkalsíumlækkun í börnum, gerð 1.

 

Að sögn vísindamannanna er þetta vegna þess að 10 prósentin eru með „óeðlilegt“ genaform – eða með öðrum orðum: efnislegt útlit gena þeirra er öðruvísi en annarra.

Þetta segir okkur að lögun gena er mikilvæg fyrir genastjórnun.
Dr. Darrell Green, East Anglia háskólanum.

“Það segir okkur að lögun gensins er mikilvæg fyrir genastjórnun – og að þetta er ástæðan fyrir því að sumir hafa lifað með HCINF1 (óeðlileg blóðkalsíumhækkun í börnum, gerð 1, ritstj.) en án þess að hafa fengið endanlega greiningu,” segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Dr. Darrell Green.

 

Vísindamennirnir hafa nú uppi áform um að kanna þýðingu lögun gena í tengslum við aðra sjúkdóma eins og t.d. krabbameins.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.