Tækni

Vísindamenn hanna gangandi vélmenni með mennskan vöðvavef

Hópur japanskra vísindamanna hefur hannað vitvél sem notar sílikon og mannlegan vöðvavef til að hreyfa sig.

BIRT: 23/10/2024

Þegar róbótar nútímans eru gerðir sem mannlegastir í útliti og atferli er það til að auðvelda okkur að viðurkenna tækina og eiga við þau samskipti.

 

Nú hefur hópur vísindamanna hjá Tokyoháskóla gengið skrefinu lengra og sameinað vél og mannlegan vöðvavef.

 

Slíkur samruni náttúru og véla hefur verið nefndur „cyborg“ og merkir yfirleitt að vélbúnaður sé notaður til að stýra lífverunni að einhverju leyti en fyrirbrigðið er einkum þekkt úr vísindaskáldskap.

 

Getur gengið og tekið skarpar beygjur

Í samanburði við vélar er mannslíkaminn afar sveigjanlegur og fær um mjúkar fínhreyfingar.

 

Vísindamennirnir smíðuðu eins konar lífblending sem líkir eftir ganghreyfingum manna í vatni. Grind tækisins var gerð úr sílikongúmmíi sem unnt er að sveigja til að aðlagast vöðvavef, ásamt mannlegum vöðvatrefjum.

 

Vísindamennirnir settu slíka róbóta ofan í vatn og settu síðan straum á vatnið til að vekja róbótann til lífs. Vöðvavefurinn dró sig saman og róbótinn tók skref fram á við með mjúklegum hreyfingum.

Þessir hálfmannlegu róbótar geta líkt mjög vel eftir eðlilegum hreyfingum undir vatnsborðinu.

„Með því að nota vöðvavef getum við byggt fíngerðan róbóta sem nær árangursríkum og mjúkum hreyfingum ásamt mjúkri snertingu,“ segir Shoji Takeuchi, prófessor í lífblendingskerfum í fréttatilkynningu.

 

Vöðvavefurinn gerði róbótanum kleift að skríða og synda beint áfram, auk þess að taka skarpar beygjur sem er mikilvægt atriði þegar vitvélar þurfa að komast fram hjá hindrunum.

 

Í núverandi formi eru takmarkanir róbótans þó augljósar.

Gervigreind tekur daglega ótal ákvarðanir fyrir okkur. Nú eru vísindamenn tilbúnir með tækni sem gerir henni kleift að greina á milli góðs og ills. 

Hann þarf að vera í vatni til að vöðvavefurinn þorni ekki og hreyfingarnar eru enn afar hægar í samanburði við hreyfingar manna.

 

Vísindamennirnir sem standa að tilrauninni, segja hana engu að síður ryðja brautina fyrir hljóðlausa og fima róbóta. Þeir hyggjast næst bæta við liðum og þykkari vöðvavef til að unnt verði að framkvæma nákvæmari og öflugri hreyfingar.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock,© University of Tokyo

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is