Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Þessi alþjóðlega rannsókn sýnir hve auðveldlega við getum orðið hamingjusamari í daglegu lífi.

BIRT: 02/01/2025

Ó nei, ekki aftur.

 

Hefðbundin feimni kemur í veg fyrir að við getum átt upphafið að ofur meinlausu samtali.

 

En ekki í dag samt. Í dag brjótum við ísinn, réttum fram höndina og kynnum okkur sjálf.

 

Fljótlega eftir að samtalið hefst myndast skemmtileg orðaskipti milli okkar og þess aðila sem fyrir einungis hálfri mínútu var ókunnugur.

 

Bros færist yfir andlit okkar og það ekki að ástæðulausu.

 

Alþjóðleg könnun hefur nefnilega leitt í ljós hvað aðstæður á borð við þær ofangreindu geta gert fyrir lífsgleði okkar.

 

Ef marka má vísindamenn þarf jafnvel enn minna til að hrinda af stað framleiðslu hamingjuaukandi endorfíns í heilanum.

 

Vísindamenn við Sabanci-háskólann í Tyrklandi hafa rannsakað áhrif einfaldrar athafnar á hamingju okkar, sem engu að síður getur reynst mörgum torveld.

 

Niðurstöðurnar eru ákaflega áhugaverðar nú í kjölfarið á einsemdarheimsfaraldrinum, sem talinn er hafa haft viðlíka skaðleg áhrif á manninn og það að reykja 15 sígarettur á dag.

 

Ofur einfalt „takk“ nægir

Vísindamennirnir lögðu nokkrar spurningar fyrir rösklega 60.000 manns í tengslum við það hvernig er að hitta nýtt fólk, m.a. um hversu oft þeir töluðu að einhverju ráði við ókunnuga og hversu oft þeir aðeins heilsuðu og þökkuðu fyrir sig við afgreiðslukassa.

 

Síðan voru lagðar fyrir þátttakendur nokkuð ýtarlegar spurningar um ánægju fólks með lífið.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeir sem áttu reglulega í skammvinnum samskiptum eða raunverlegum samtölum við ókunnuga upplifðu meiri lífshamingju en þeir sem héldu sig út af fyrir sig og forðuðust að tala við ókunnuga.

 

„Það að eiga samtöl við ókunnuga, svo sem eins og að segja bara „góðan dag“ og „takk“ færir okkur meiri vellíðan og hamingju,“ segir Esra Ascigil, nýdoktor í félagslegu samneyti við Sabanci-háskóla og aðalhöfundur rannsóknarinnar.

Ef marka má mannfræðinginn Robin Dunbar má skipta félagslífi okkar í nokkur lög. Við getum borið kennsl á um 1500 manns. Þar af flokkast 500 undir kunningsskap eða vinskap. Af þeim tilheyra 150 föstum kunningsskap eða vinskap. Þessi hópur felur í sér 50 vini og flokkast 15 þeirra undir nána vini. Aðeins fimm þeirra eru mjög góðir vinir.

Ef marka má Ascigil finnst okkur við vera hluti af stærri heild þegar við eigum í reglulegum samskiptum við ókunnuga.

 

„Það að finnast við vera hluti af heildinni felur í sér að okkur finnst við vera viðurkennd og virt af jafnvel þeim sem eru ókunnugir. Þetta er oft álitið vera ein af grunnþörfum mannsins“, segir Ascigil í fréttatilkynningu.

Grípið þið símann þegar leiði gerir vart við sig? Reynið að gera eitthvað annað næst. Vísindin hafa nefnilega leitt í ljós að leiði getur bæði fært okkur aukinn sköpunarkraft og gagnast okkur við rétta ákvarðanatöku.

Vísindamennirnir að baki rannsókninni benda á að skammvinn samvera með ókunnugum geti ekki leyst af hólmi nánari sambönd.

 

Þeir leggja hins vegar til að nota megi skammgóða samveru sem viðbót sem stuðlað geti að enn frekari almennri vellíðan.

 

Þess vegna getur margborgað sig að þakka strætóbílstjóranum fyrir í næsta sinn – því það gagnast ykkur báðum.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhollur lífsstíll ungs fólks styttir ævina

Maðurinn

Er betra að vera í skónum innanhúss?

Jól

Jólin í ljósi sögunnar: 22 staðreyndir um jólin

Náttúran

Hve margar dýrategundir eru til?

Heilsa

Keisaraskurður hefur greinileg önnur áhrif á börn en við höfum haldið

Lifandi Saga

Listamaðurinn sem lifði af Treblinkabúðirnar

Maðurinn

Félagsvélmenni vekja sterkar tilfinningar

Lifandi Saga

Rannsóknarréttur og galdrabrennur: Töframenn í andstöðu við guð

Maðurinn

Þrír genagallar ollu stækkun heilans

Lifandi Saga

Fyrir hvað var Járnkrossinn veittur?

Náttúran

Vetrarsólstöður 2024: Stysti dagur ársins

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.