Náttúran

Vísindamenn leysa ráðgátuna um mikinn steingervingagrafreit

Um áratuga skeið hefur mikið magn steingerðra leifa af stærstu skepnum hafanna verið vísindamönnum ráðgáta. En nú telja þeir svarið fundið.

BIRT: 10/11/2023

Af hverju létu að minnsta kosti 37 risasjávarskriðdýr lífið á sama stað fyrir 230 milljónum ára, þar sem nú er Nevada í BNA?

 

Steingervingafræðingar hafa klórað sér í kollinum yfir þessu í áratugi, enda liggja þarna beinaleifar margra tonna þungra Iktosauruseðlna og ýmsar kenningar hafa verið settar fram.

 

Ein kenningin er sú að þessar risavöxnu hvaleðlur hafi synt á land á flótta undan skæðum þörungablóma.

 

En nú telja vísindamenn hjá Smithsonian-náttúrusögusafninu sig hafa fundið aðra skýringu. Þeir álíta ástæðuna fólgna í tilteknu atferli sem hvaleðlurnar hafi átt sameiginlegt með sumum sjávarspendýrum nútímans.

Iktosaurus-eðlur voru forneðlur í mörgum stærðarflokkum, allt frá 1 metra að lengd upp í 20. Hér sést kjálki og tönn úr stórri eðlu.

Þrívíddarskannanir voru notaðar til að rannsaka þetta svæði sem kallast „Berliner-Ichtosaur“-þjóðgarðurinn og er í norðvesturhluta Nevada. Jafnframt var efnasamsetning steina hjá steingervingunum rannsökuð nákvæmlega.

 

Fóstur og nýklaktir ungar

Engin ummerki fundust um skyndilegan þörungablóma. Það vakti líka athygli að beinaleifarnar voru nánast eingöngu úr fullvöxnum dýrum – sem sagt engir ungar.

 

En röntgenmyndir með svonefndum ör-CT-skanna breyttu öllu. Nú sáust smágerð bein úr fóstrum og nýklöktum ungum.

 

Langt ferðalag

Vísindamennirnir segja þessa uppgötvun sýna að þessar stóru hvaleðlur hafi að líkindum ferðast um langan veg til að geta fætt unga sína fjarri rándýrum og að þar sem nú er Nevada hafi líklegast verið útungunarstaður eðlnanna kynslóðum saman, trúlega í mörg hundruð þúsund ár.

Þetta atferli minnir mjög á hvali nútímans, svo sem steypireyði og hnúfubak sem ferðast langar leiðir um heimshöfin til að fæða afkvæmin þar sem lítið er um rándýr.

 

„Nú höfum við sannanir fyrir því að þetta atferli á sér 230 milljón ára sögu,“ segir forstöðumaður rannsóknarinnar, Neil Kelly, m.a. í fréttatilkynningu.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Natural History Museum of Utah / Mark Johnston,© Shutterstock & Nicolai Aaroe

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is