Heilsa

Vísindamenn: Þetta er ástæðan fyrir því að líkami þinn verður stöðugt viðkvæmari fyrir húðkrabbameini

Eldra fólk er líklegra til að fá húðkrabbamein en yngra fólk. Rannsókn ein sýnir fram á eina af ástæðunum fyrir því.

BIRT: 14/08/2024

Húðbreytingar eru ein sýnilegusta merki um öldrun.

 

Með aldrinum fjölgar hrukkur og smám saman verður húðin slappari.

 

Það sem sést þó ekki með berum augum er aukin hætta á húðsjúkdómum hjá eldra fólki.

 

Eldri sjúklingar eru líklegri til að fá húðkrabbamein og deyja úr því en yngri sjúklingar.

 

Nú sýnir rannsókn ein hvers vegna öldrun húðar gerir líkamann viðkvæman fyrir húðkrabbameini.

 

Þó að flestir geri sér grein fyrir því að útfjólubláu geislar sólar geti troðið sér inn í húðfrumurnar og skemmt DNA þeirra, benda vísindamenn frá Johns Hopkins Kimmel krabbameinsmiðstöðinni á áður óþekkta orsök húðkrabbameins.

 

Prótein nærir æxlið

Eftir því sem húðin eldist verður hún stífari og missir mýkt.

 

Bandarísku vísindamennirnir komust að því að það leiðir til gríðarlegrar aukningar á próteini sem kallast ICAM1.

 

Þetta prótein gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að vexti nýrra æða í æxlum og gefur þeim næringarefnin sem þau þurfa til að stækka.

Svona fylgistu með húðkrabbameini

Til eru nokkrar tegundir húðkrabbameins sem líta mismundandi út.  Þessum einkennum ættir þú samt að fylgjast með:

 

  • Litlir hnúðar í húðinni.

 

  • Sár sem gróa ekki innan fjögurra vikna, eða eru aum, klæjar í eða blæðir úr.

 

  • Rauðir og hreistraðir blettir á húðinni.

 

  • Sár með upphækkuðum brúnum.

Samkvæmt rannsókninni virðist próteinið gera æðar okkar „óþéttar“.

 

Þetta hefur þær afleiðingar að krabbameinsfrumur í æxlinu eiga auðveldara með að losna og dreifast til annarra hluta líkamans.

 

”Þegar við eldumst breytist stífleiki húðarinnar. Það gæti hjálpað húðkrabbameinsæxlum að dreifast og standast krabbameinsmeðferðir,“ sagði forsvarsmaður rannsóknarinnar, Ashani Weeraratna, prófessor í krabbameinslækningum við Johns Hopkins háskólann, í fréttatilkynningu.

 

Uppgötvunin verður nú notuð til að þróa lyf sem hindra ICAM1 próteinið.

 

„Slíkt lyf gæti leitt til algjörlega nýrra aðferða við meðferð aldraðra sjúklinga með húðkrabbamein,“ skrifa vísindamennirnir sem unnu rannsóknina.

HÖFUNDUR: Af Simon Clemmensen

© IngeBlessas/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.