Náttúran

Vísindamenn vara við: Hamfaraskjálftar vofa yfir stærstu borgum heims

Sumar af stærstu borgum heims eru einmitt staðsettar þar sem hætta er á stærstu skjálftunum. Í sumum þeirra hefur verið komið upp viðvörunarkerfum og byggð jarðskjálftaþolin háhýsi en íbúar annarra borga verða alveg varnarlausir þegar næsti hamfaraskjálfti ríður yfir.

BIRT: 06/04/2024

Nokkrar af stærstu borgum heims eru staðsettar á frekar óheppilegum stöðum, svo ekki sé meira sagt. Milljónaborgir eru staðsettar ofan á misgengi í jarðskorpunni þar sem hreyfingar meginlandsflekanna munu einhvern tíma leiða til harðra jarðskjálfta.

 

Sumar borgirnar hafa gripið til varúðarráðstafana, reist jarðskjálftaþolin háhýsi og þróað skilvirk viðvörunarkerfi, en hinar borgirnar gætu alveg þurrkast út þegar næsti stóri skjálftinn verður.

 

LOS ANGELES

Misgengi gæti eytt Hollywood

Jarðskjálftar í Kaliforníu stafa af hreyfingum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Misgengi eru mörg á svæðinu og skorpuflekarnir ýta hvor á annan. Þekktast er San Andreas-misgengið.

 

Meðal milljónaborga í hættu er Los Angeles og þar varð öflugur skjálfti 1994. Sá skjálfti átti ekki upptök í San Andreas-misgenginu en þar verða líklegast upptök næsta hamfaraskjálfta.

 

Viðvörun og öryggi: 80%

 

MEXÍKÓBORG

Íbúar fá einnar mínútu fyrirvara

Mexíkóborg stendur á mexíkóska eldstöðvabeltinu og þar hafa orðið stórir skjálftar, síðast 1985 þegar tíu þúsund fórust og heilir borgarhlutar jöfnuðust við jörðu.

 

Borgin var meðal þeirra fyrstu þar sem viðvörunarkerfi voru sett upp. Nú er talið að íbúar fái allt að einnar mínútu fyrirvara áður en skjálftinn ríður yfir.

 

Viðvörun og öryggi: 70%

 

LIMA

Öflugir skjálftar á 10 ára fresti

Perú er að stórum hluta í Andesfjöllum, yngsta fjallgarðs í heimi sem er til orðinn vegna þrýstings frá Kyrrahafsflekanum sem þarna sígur undir Suður-Ameríkuflekann. Þarna er mikil jarðskorpuvirkni og hætta á stórum skjálftum.

 

Í höfuðborginni Lima verða skjálftar upp á meira en 7 stig á um 10 ára fresti, síðast 2007. Samkvæmt áhættumati er Lima sú borg á hnettinum þar sem hætta er á mestu fjárhagstjóni.

 

Viðvörun og öryggi: 10%

 

ISTANBUL

Borgin sem gæti hrunið til grunna

Að meginhluta stendur Tyrkland við tvö misgengi þar sem skorpuflekar mætast. Aðeins eru um 20 km frá Istanbúl að mörkum Evrasíuflekans.

 

Skjálfti sem átti upptök sín 70 km frá Istanbúl kostaði 17.000 mannslíf árið 1999. Þrátt fyrir þá viðvörun telja sérfræðingar að þriðjungur húsa í borginni sé svo ótraustur að þessi hús ætti að rífa þegar í stað.

 

Viðvörun og öryggi: 20%

 

KAÍRÓ

Egyptaland illa undirbúið

Kaíró er staðsett nálægt skilum Afríku- og Arabíuflekanna, en þar er ekki talin verið mikil hætta á mjög hörðum jarðskjálftum. Hins vegar geta smærri skjálftar gert mikinn óskunda eins og t.d. árið 1992 þegar minniháttar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 varð í höfuðborg Egyptalands.

 

Skjálftin var ekki stór en þó létust 561 manns, 10.000 slösuðust og 3.000 fjölskyldur misstu heimili sín. Þrátt fyrir þetta hafa yfirvöld þó ekki aðhafst mikið. Árið 2017 líktu fjórir vísindamenn eftir afleiðingum annars svipaðs jarðskjálfta og áætluðu að tvöfalt til þrefalt fleiri myndu látast.

 

Viðvörun og öryggi: 10 prósent.

 

MANILA

Hamfaraskjálfti er nú yfirvofandi

Filippseyjar eru ofarlega á listanum yfir mikla flekavirkni. Jarðskjálftar upp á meira en 7 stig verða á fárra ára fresti en Manila hefur sloppið fram að þessu.

 

Sérfræðingar telja þó að hamfaraskjálfta sé að vænta í West Valley-misgenginu. Þar hefur verið að byggjast upp spenna síðan á 17. öld og þar verða stórir skjálftar á um 400 ára fresti.

 

Viðvörun og öryggi: 30%

 

Tókýó

Höfuðborg Japans er vel undirbúin

Skammt frá Tókýó sígur Kyrrahafsflekinn niður í möttul jarðar.

 

Þarna hafa orðið hamfaraskjálftar á borð við Kanto-skjálftann 1923. Sá mældist 7,9 og olli fimm metra lóðréttri hækkun. Eldar í kjölfar skjálftans eyddu um helmingi húsa í borginni og alls fórust um 143.000 manns.

 

En vegna skjálftaþolinna bygginga og aðvörunarkerfa er Tókýó nú ein best undirbúna borg heims.

 

Viðvörun og öryggi: 90%

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Paul Harris/Getty Images,© United States Geological Survey, Shutterstock,© Istvan Kadar Photography/Getty Images,© Frederic Neema/Contributor/Getty Images,© Bettmann/Getty Images,© Hulton Archive/Stringer/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.