Heilsa

Vöðvagen geta varið þig gegn sjúkdómum

Vöðvamassi foreldranna getur samkvæmt finnskri rannsókn haft áhrif á áhættuna á ýmsum sjúkdómum.

BIRT: 03/12/2024

Þau gen sem við fáum í arf og kóða fyrir vöðvamassa hafa áhrif á heilbrigði og geta haft áhrif á áhættuna á margvíslegum sjúkdómum.

 

Þetta er niðurstaða viðamikillar rannsóknar við Jyväskyläháskóla í Finnlandi.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu samhengið milli arfgengs vöðvastyrks 340.000 Finna og tíðni algengra sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma og lungna-, krabba- og bandvefssjúkdóma.

 

Stuðst var við ákveðinn vöðvastyrkskvarða sem byggist á hundruðum þúsunda genabreytileika í vöðvum.

 

Þessar breytur byggjast einvörðungu á genum í vöðvafrumum og taka því ekki mið af öðrum aðstæðum, t.d. langvarandi styrktarþjálfun.

 

Erfðaefnið gegnir nefnilega stóru hlutverki varðandi þróun vöðvamassans.

 

Erfðamassinn gerir sumu fólki auðveldara að byggja upp vöðvamassa en öðru og sama gildir um að viðhalda honum.

 

Þessi genamunur getur haft áhrif á samsetningu vöðvatrefja, magn hormóna, efnaskipti og líkamsbyggingu.

 

Þótt allir geti aukið vöðvamassann með líkamsrækt og viðeigandi næringu sýndu niðurstöðurnar að því öflugri vöðvamassa sem þú færð í arf, þeim mun síður áttu á hættu að þróa með þér sjúkdóma þegar þú eldist.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.