Flestir kannast við nýju fjarstýringuna Wii frá Nintendo sem er stjórnað með hreyfingum. Nú er hægt að setja puttana í Wii-keilukúlu sem veitir keiluspili alveg nýja vídd. Maður opnar einfaldlega kúluna sem er með plasthvolf, leggur Wii-fjarstýringuna innan í og leikurinn hefst. Þó er rétt að muna að festa öryggisreimina um úlnliðinn svo maður rústi ekki flatskjánum í fyrsta skoti.