Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

Blóðið í okkur er alveg magnað fyrirbæri. En veistu hvað blóðflögur og hvít blóðkorn gera í raun? Hér er yfirlit yfir innihaldsefnin í blóði þínu þar sem agnarsmáir íhlutir eru lífsnauðsynlegir.

BIRT: 18/10/2024

Blóðið þitt er hrærigrautur mismunandi efna, hvert með sína einstöku virkni. Eitt það mikilvægasta er allt að 45 prósent hluti blóðsins – en veistu hvað það er?

 

Og veistu hvað yrði um þig ef hinar svokölluðu blóðflögurnar ynnu ekki saman?

 

Hér geturðu lesið þig til um alla þætti blóðsins – og hvað mikilvægu verkefnum þau sinna í líkamanum.

 

Rauð blóðkorn 

Rauðar frumur flytja súrefni um líkamann 

Hvað er þetta? 

Rauð blóðkorn eru litlar flatar frumur sem flytja súrefni um líkamann með hjálp blóðrauða. Þær eru ótrúlega margar og telja einhver 84% af frumum blóðvökvans og 40 til 45% af rúmtaki blóðsins. Á yfirborði þeirra er að finna sérstök prótín sem ráða blóðflokki okkar. Rauð blóðkorn með mótefnisvakann A veita þannig blóðflokk A, á meðan mótefnisvaki B veitir blóðflokk B. Virkni þessara prótína er ekki þekkt ennþá en þau verka vafalítið á heilbrigði okkar. 

 

Hvers vegna eru þau mikilvæg? 

Frumur líkamans hafa stöðugt þörf fyrir súrefni og því eru rauðu blóðkornin algjörlega lífsnauðsynleg. Næringarskortur, sjúkdómar og önnur áhrif geta dregið úr fjölda þeirra – fyrirbæri sem kallast blóðleysi – og það getur haft alvarlegar afleiðingar. Til að byrja með mun súrefnisskortur leiða m.a. til þreytu og svima og án meðferðar getur ástand þetta orsakað lífshættulega hjartakvilla. Blóðleysi má meðhöndla með blóðgjöf, bættu mataræði eða lyfjum. 

 

Hvít blóðkorn 

Hermenn líkamans berjast við óvininn 

Hvað er þetta? 

Hvítu blóðkornin eru hermenn ónæmiskerfisins og það finnast ótrúlega margar gerðir af þeim, hverja með sitt verkefni. Þetta eru frumur og þrátt fyrir að þær telji innan við einn hundraðasta af rúmtaki blóðsins eru þær ótrúlega mikilvægar, m.a. verka svonefnd niftsækin korn skjótt á sýkingar og geta brotið niður bakteríur. Önnur gerð hvítra blóðkorna framleiðir mótefni gegn bakteríum sem hjálpar líkamanum að bregðast hraðar við þegar hann verður fyrir sams konar árás síðar meir. 

 

Hvers vegna eru þau mikilvæg? 

Hvít blóðkorn berjast við bakteríur, sveppi og veirur og hreinsa auk þess til í eigin frumum líkamans þegar þær veikjast. Þannig er þetta eitt allsherjar vopn gegn sýkingum og krabbameini. Skortur á hvítum blóðkornum veldur því alvarlegum vanda sem getur leitt til þess að annars skaðlitlar sýkingar geta verið lífshættulegar. Á hinn bóginn geta ofvirk hvít blóðkorn einnig valdið vanda því þau ráðast á heilbrigðar frumur líkamans og mynda sjálfsofnæmi eins og t.d. sykursýki, liðagigt eða sóríasis. 

 

Blóðflögur 

Blóðflögur stöðva blæðingar 

Hvað er þetta? 

Blóðflögur eru agnarsmá frumubrot og telja um 1% af rúmtaki blóðsins. Hlutverk blóðflaganna er að stöðva blæðingar með því að mynda kekki í sködduðum æðum til að blóðið geti ekki runnið út. Rétt eins og frumur hafa blóðflögurnar frumuhimnu sem umlykur vökvafyllt innra rými. Innan í þeim er að finna efni sem losna við blæðingar og draga að aðrar blóðflögur. Þannig kekkjast blóðflögurnar saman vegna prótína á frumuhimnum þeirra. 

 

Hvers vegna eru þær mikilvægar? 

Án blóðflaganna væri líkami okkar ekki fær um að stöðva blæðingar. Þetta á bæði við um ytri blæðingar, eins og þegar við skerum okkur með hnífi eða innri blæðingar eins og þær þegar við fáum marbletti. Sumar manneskjur hafa alltof fáar blóðflögur eða skortir sum af þeim efnum sem hjálpa blóðflögunum að kekkjast saman og af þessu leiðir tíðar blæðingar frá slímhimnum og blóðuppsöfnun í liðum. Þetta má oft meðhöndla með því að sprauta í æð þeim efnum sem skortir í blóðið. 

 

Matur og úrgangur 

Næringarefni veita frumunum orku 

Hvað er þetta?

Þegar við höfum borðað eða drukkið brýtur meltingarkerfið fæðuna niður í næringarefni sem eru síðan tekin upp í blóðinu. Þar leysast þau í vatni blóðsins sem er um 55% af rúmtaki þess. Þessi efni eru m.a. kolvetni, amínósýrur, fituefni og vítamín sem eru öll tekin upp og nýtt af frumunum. Frumurnar losa sig síðan við úrgangsefni eins og ammoníak sem getur verið skaðlegt og þarf því að fjarlægja hratt úr blóðinu í nýrunum. 

 

Af hverju er það mikilvægt? 

Frumurnar í líkama okkar deyja ef þær fá ekki stöðugt næringu. Sum næringarefnanna virka eins og eldsneyti til að fruman fái orku fyrir virkni sína eins og að hreyfa sig eða dæla efni frá einum stað til annars. Önnur efni nýta frumurnar sem byggingarefni, t.d. við að framleiða prótín eða viðhalda frumuhimnunni. Of mikið magn af næringarefnum í blóðinu getur valdið vandamálum því það veldur auknu álagi á frumurnar. 

 

Efni að störfum

Frumur senda skilaboð í blóðinu

Hvað er þetta?

Í blóðvökvanum er einnig að finna efni sem frumur líkamans hafa sjálfar framleitt og sem hvert og eitt þjónar tilteknu hlutverki. Hormón eins og adrenalín hafa sem dæmi það verkefni að skila boðum til fjarlægra hluta líkamans. Adrenalín seytist úr nýrnahettunum en verkar á virknina í heila, hjarta, lungum og mörgum öðrum stöðum. Önnur efni í blóðinu hafa stjórn á ónæmiskerfinu, stýra vexti vöðva og beina eða hjálpa til við að stöðva blæðingar. 

 

Af hverju er það mikilvægt? 

Efnin í blóðinu skipta sköpum fyrir samskipti frumnanna í líkamanum og samvinnu þeirra sem einnar heildar. Of lítið magn eða of mikið magn af sumum efnum getur haft alvarlegar afleiðingar. Skortur á hormóninu insúlíni felur t.d. í sér að frumur líkamans geta ekki tekið upp glúkósa úr blóðinu. Of mikið magn af stresshormóninu kortisól getur hins vegar leitt til aukins blóðþrýstings. Ójafnvægi í öðrum efnum getur m.a. orsakað þyngdaraukningu, skaðlegar sýkingar eða óeðlilegan beinavöxt. 

HÖFUNDUR: Christian Ammitzbøll Juul

© Design_Cells/RuMax/Shutterstock,© Peddalanka Ramesh Babu/Shutterstock,© Sergey Tarasov/Shutterstock,© Adao/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Menning

Fjórar fréttir um bjór

Menning

Hver var síðasti geldingasöngvarinn? 

Lifandi Saga

Hvers vegna vildu Frakkar eignast Níger sem nýlendu? 

Tækni

HITTU HERMIVÉLMENNI ÞITT

Maðurinn

Af hverju verð ég stundum pirraður þegar ég er svangur?

Menning

Ótrúir Indverjar leituðu til lýtalæknis

Menning og saga

Líksmurður faraó fékk nýtt vegabréf

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is