Eftir frönsku byltinguna var hinn sjö ára gamli sonur konungsins Loðvík, færður í varðhald.
Þegar faðir hans var sendur í fallöxina árið 1793 útnefndu stuðningsmenn konungdæmisins erlendis drenginn sem Loðvík 17. En tveimur árum síðar dó hinn 10 ára gamli konungur í fangelsinu.
Margir voru þó sannfærðir um að Loðvík hafi tekist að sleppa úr fangelsinu og að hann væri ennþá á lífi.
Þegar konungdæmið var endurreist 1814 stigu margir fram og gerðu kröfu til krúnunnar.
Allt að eitt hundrað manns kváðust vera Loðvík 17., þar á meðal þýskur úrsmiður, bandarískur fuglafræðingur og fyrrum franskur refsifangi. Sá lét rita nafn konungs á grafstein sinn þegar hann lést.
DNA-rannsóknir hafa síðar sýnt að Loðvík litli dó árið 1795.