Franskur læknir er hetja hermanna

Moskvu, 1812: Í hörmungum ósigursins reiða hermenn sig á lækninn Larrey sem hefur gjörbylt læknisþjónustu á vígstöðvum og bjargað fjölmörgum mannslífum.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þeir eru niðurdregnir, hermenn Napóleons sem þegar þetta er skrifað, eru á leið heim eftir misheppnaða innrás í Rússland.

 

En á stund ósigursins leggja hermennirnir allir sem einn traust sitt á yfirlækninn Dominique Jean Larrey.

 

Læknirinn hefur bryddað upp á fjölmörgum nýjungum og er stundum nefndur „forsjón hermannanna“. Hann hefur verið óþreytandi við að skipuleggja sjúkraskýli og umönnun særðra. Hann er líka maðurinn á bak við svokallaða „fljúgandi flutninga“, en síðan 1793 hafa særðir verið fluttir frá víglínunni í litlum hestakerrum til að koma þeim strax til læknis.

 

 

Í orrustunni við Borodino nú fyrir skemmstu, annaðist Larrey sjálfur 200 aflimanir á aðeins 3 dögum.

 

Í gær kom virðing hermannanna fyrir honum skýrt í ljós. Við fljótið Berezina, þar sem Rússar höfðu eyðilagt allar brýr, hafði Frökkum tekist að gera veikbyggða brú og hermennirnir tróðust hver um annan þveran að henni til að komast yfir.

 

En mitt í þessari ringulreið hófust skyndilega taktföst köll: „Larrey, Larrey“. Herlækninum var lyft upp og hermennirnir báru hann á höndum sér yfir þvöguna og yfir brúna.

 

Orðstír Larreys hefur farið sívaxandi allt frá því að hann fékk því framgengt upp úr 1790 að í franska hernum yrði fyrst gert að alvarlegustu sárunum án tillits til stöðu hins særða.

 

Fram að því hafði yfirmönnum verið tryggður forgangur að læknishjálp en óbreyttir hermenn látnir liggja á vígstöðvunum þar til orrustunni var lokið. Þeir voru því iðulega látnir áður en hjálp barst.

 

Að auki höfðu sjúkraskýli verið sett upp marga kílómetra frá víglínunni. Larrey fékk þau flutt alveg að vígstöðvunum til að unnt væri að veita særðum umönnun án tafar.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is