Náttúran

14.000 ára skögultönn afhjúpar dauða loðfíls

Við höfum öðlast einstæða innsýn í erfitt líf ullhærðu loðfílanna.

BIRT: 03/10/2024

Við fyrstu sýn lítur hún út eins og gamall trébútur.

 

En í raun og veru segir hún sögu um langt og erfitt ferðalag sem farið var um Norður-Ameríku fyrir um 14.000 árum.

 

Ein skögultönn, fundin á sama svæði og elstu ummerki manna í Alaska, hefur gert kleift að rekja allt að 1.000 kílómetra langt ferðalag loðfýlskýr, áður en dýrið gaf upp öndina fyrir um 14.000 árum.

 

 

Það var fjölþjóðlegur hópur vísindamanna hjá McMasterháskóla, Alaskaháskóla í Fairbanks og Ottowaháskóla sem raðaði saman þessu púsluspili með DNA- og ísótópagreiningum á þessari fornu fílstönn.

 

Þriggja ára ferðalag

Hlutfall tiltekinna ísótópa í glerungi tanna mynda eins konar dagbók, þar sem hægt er að lesa í fæðu dýrsins og um leið tilflutning yfir tíma.

 

Í þessari rannsókn gátu vísindamennirnir m.a. greint að tönnin var úr kvenloðfíl, um 20 ára að aldri sem hóf æviskeiðið í norðvesturhluta Kanada.

 

Þar lifði þessi ullhærða stórskepna lengst af og m.a.s. á fremur litlu svæði en fór síðan í þriggja ára ferðalag, mörg hundruð kílómetra leið, þar til hún að endingu lét lífið á búsetusvæði manna þar sem nú er Alaska.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Barátta um plássið

Þar fundust líkamsleifar hennar ásamt leifum yngri loðfíls og loðfílskálfs sem vísindamennirnir telja mögulegt að hafi verið afkvæmi hennar.

 

Tímasetningin passar inn í nálægt því 1.000 ára tímaglugga þegar þessi forsögulegu dýr voru í nábýli við fyrstu kynslóðir manna sem komu á þessar slóðir.

Í fyrsta sinn hafa vísindamenn rakið nákvæmlega ferð mammúts allt æviskeiðið. Úr 400.000 sýnum úr annarri skögultönninni var leið dýrsins kortlögð.

Ásamt greiningum tannarinnar bendir sú vitneskja til þess að það hafi verið menn sem réðu niðurlögum loðfílskýrinnar.

 

„Hún fullvaxin, ung, raunar á besta aldri. Ísótópagreiningar sýna að hún var ekki vannærð og að hún lét lífið á þeim árstíma sem verið höfðu veiðibúðir við Swan Point (fornleifauppgröftur, aths. ritstj.) þar sem skögultönnin fannst,“ segir Matthew Wooller sem er aðalhöfundur niðurstöðugreinarinnar og prófessor við Alaskaháskóla í Fairbanks.

 

Rannsóknin birtist í Science Advances

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Sidney Roth/McMaster University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.