Loðfíllinn sem gekk 80.000 km á 28 árum

Í fyrsta sinn hafa vísindamenn rakið nákvæmlega ferð mammúts allt æviskeiðið. Úr 400.000 sýnum úr annarri skögultönninni var leið dýrsins kortlögð.

BIRT: 31/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Með nýrri aðferð hefur vísindamönnum tekist að kortleggja hversu langt loðfíll fór á 28 ára ævi sinni.

 

Dýrið var uppi fyrir 17.000 árum þar sem nú er Alaska og með því að greina vaxtarsvæði í skögultönn tókst vísindamönnum að fylgja ferðum hans alla ævina.

 

Niðurstöðurnar sýndu að hann hafði farið víða. Alls lagði hann að baki 80.000 km sem samsvarar 8 km á dag eða tveimur hringjum umhverfis jörðina.

Greiningar á skögultönn úr loðnum mammúti dugðu til að kortleggja hvar hann ferðaðist ævina á enda.

Greining byggðist á mismunandi strontíum-ísótópa í annarri skögultönninni. Magn geislavirkra efna í náttúrunni er mismikið eftir stöðum.

 

Strontíuminnihald plantna sem skepnan lagði sér til munns var því mismunandi eftir því hvar þær uxu.

 

Ísótópasamsetning er að sjálfsögðu önnur nú en fyrir 17.000 árum en á grundvelli greininga á tönnum smærri dýra sem héldu sig alla ævi á sama stað gátu vísindamennirnir fengið nákvæma yfirsýn yfir dreifingu ísótópanna.

Geislavirkt efni í fæðunni

Loðfíllinn flakkaði um í Alaska fyrir 17.000 árum. Strontíuminnihald fæðunnar var misjafnt eftir því hvar hann hélt sig.

Strontíumleifar í skögultönninni

Strontíum varðveitist í skögultönnunum sem vaxa alla ævi. Þess vegna er unnt að sjá nákvæmlega strontíuminnihald í fæðunni viku fyrir viku og ár eftir ár.

Efnið sýnir hvar dýrið var og hvenær

Með því að bera saman strontíum í gróðri á tilteknum svæðum var hægt að kortleggja ferðir loðfílsins öll þau ár sem hann lifði.

Næsta skref var að kljúfa 240 cm langa skögultönn. Skögultennur vaxa alla ævi og með heila, sundurskorna tönn í höndunum var unnt að taka 400.000 sýni frá mismunandi tímum á æviskeiði dýrsins.

 

Þar eð strontíum úr fæðunni sest í tennurnar var unnt að tengja hvert sýni tiltekinni staðsetningu og á grundvelli þess teiknuðu vísindamennirnir nákvæmt kort af ferðum loðfílsins.

 

Vísindamennirnir vonast nú til að geta beitt sömu aðferð til að kortleggja ferðir annarra dýra þegar loftslagsbreytingar ógna tilveru þeirra.

BIRT: 31/05/2022

HÖFUNDUR: Ebbe Racsh

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © JR Ancheta/University of Alaska Fairbanks, Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is