Forneðlur lágu á eggjunum

Einstæður steingervingur hefur endanlega sannfært vísindamenn um að vissar eðlutegundir hafi ekki látið nægja að verpa eggjunum og skilið svo við þau, heldur hafi legið á hreiðrinu svipað og fuglar gera nú.

BIRT: 21/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna hefur nú fundið svar við einni umdeildustu spurningu um lífshætti forneðlanna. Það hefur verið mjög óvíst hvort eðlurnar hafi sinnt eggjum sínum eða einfaldlega látið þau afskiptalaus eftir varp.

 

Nú hefur endanlega sannast að a.m.k. sumar tegundir lágu á eggjum svipað og fuglar gera nú. Þessi sönnun er fólgin í steingervingum sem fundust í Kína. Þar hefur eðla látið lífið þar sem hún lá á eggjum sínum, 24 talsins og í þeim voru nokkuð þroskuð fóstur.

 

Af því leiðir að eðlan getur ekki hafa drepist þegar hún var að verpa eggjunum, heldur hefur hún verið að unga þeim út.

Bein 70 milljón ára gamallar oviraptoreðlu liggja ofan á 24 eggjum með þroskuðum fóstrum. Vísindamenn telja að eðlan hafi verið að unga eggjunum út.

Uppgötvunina gerðu vísindamenn hjá Pennsylvaníuháskóla í BNA og Kínversku vísindaakademíunni.

 

Fóstur veittu frekari sönnunargögn

Steingervingurinn fannst í Jiangxihéraði í Kína og er um 70 milljóna ára gamall. Eðlan hefur verið um tveggja metra löng og tegundin í hópi svonefndra oviraptora sem gengu á tveimur fótum.

Vel varðveitt bein inni í eggjum oviraptoreðlu gerðu rannsakendum kleift að ákvarða hitastigið sem fóstrið hefur þróast við.

Til að sanna kenningu sína um útungunina gerðu vísindamennirnir greiningar á súrefnisinnihaldi í fósturbeinum í eggjunum. Til eru allmörg súrefnisísótóp og hlutfall þeirra getur sýnt við hvaða hitastig bein hafi myndast.

37 °C er sá hiti sem fóstrin í eggjunum þroskuðust við. Það sýna greiningar á súrefnisísótópum í beinum.

Samkvæmt niðurstöðunum mynduðust beinin við 36-38 °C. Til samanburðar er líkamshiti nútímafugla á bilinu 38-42 °C.

 

Dæmdur eggjaþjófur

Steingervingar oviraptoreðlna hafa áður fundist í grennd við egg en vísindamenn hafa ekki verið vissir um hvort eðlurnar lágu á eggjunum eða voru bara að vakta þau, líkt og t.d. krókódílar gera.

 

Eftir fyrstu uppgötvunina af þessu tagi töldu vísindamennirnir að eðlan hefði ætlað sér að ræna eggjunum og gáfu þessum eðlum heitið oviraptor sem þýðir einmitt eggjaþjófur.

BIRT: 21/11/2022

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shundong Bi/Indiana University of Pennsylvania,© Zhao Chuang

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is