Mörg okkar drekkum ótæpilega mikið að þessum svarta vökva þegar setið er við skrifborðið í vinnunni.
Og það er ekki bara hressandi og endurnærandi, það lengir lífið samkvæmt rannsókn á kaffivenjum mörg þúsund manns.
Hópur kínverskra vísindamanna bar saman kaffineyslu og fjölda kyrrsetustunda yfir daginn við heilsufarsgögn 10.639 Bandaríkjamanna í National Health and Nutrition Examination Survey of US adults á árunum 2007 til ársins 2018.
Kaffidrykkja minnkaði hættuna á að deyja úr ýmsum sjúkdómum um allt að 24 prósent hjá einstaklingum sem sátu í að minnsta kosti sex klukkustundir á dag, samanborið við kyrrsetufólk sem drakk ekki kaffi.
Það kom einnig fram í rannsókninni að heilsuávinningurinn var enn meiri ef setið var minna og því meira drukkið af kaffi.
Sittu minna, drekktu meira kaffi og lifðu lengur
Áhættan á að deyja úr ýmsum sjúkdómum minnkaði um allt að 58 % hjá þeim sem sátu í minna en fjóra tíma á dag og drukku kaffi daglega miðað við þá sem sátu lengi og drukku ekki kaffi.
Það að sitja lengi og drekka ekki kaffi eru tveir „áhættusömustu“ þættirnir, segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Huimin Zhou frá Soochow háskóla, við fjölmiðilinn Washington Post.
Almennt eykst hættan á að deyja úr hinum ýmsu sjúkdómum um 46 prósent ef setið er meira en átta tíma á dag samanborið við aðeins er setið í fjóra tíma á dag.
Gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum eykst hættan um heil 79 prósent.
En samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er það til heilsubótar að drekka meira kaffi.
Kaffi er drukkið um allan heim og allra vinsælast hér á norðurhjaranum. Þessi svarti drykkur hefur á síðari árum reynst hollara en sagnir herma. Loftslagsáhrifin eru hins vegar neikvæð.
Þátttakendur rannsóknarinnar sem drukku að minnsta kosti tvo bolla af kaffi á dag voru 33 prósent ólíklegri til að deyja úr hvers kyns sjúkdómum sem leitað var að í rannsókninni. Hættan á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum var um 54 prósent lægri samanborið við þá sem slepptu kaffinu í vinnunni.
Aðalhöfundurinn rannsóknarinnar, Huimin Zhou, kallar kaffi „kraftaverkalyf“ en veit ekki hvaðan hollustueiginleikar kaffisins stafa.