Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Ef þú situr stóran hluta vinnudagsins eru miklir heilsufarsávinningar við að drekka kaffi. Og því meira, því betra. Þetta kemur fram í stórri rannsókn.

BIRT: 10/07/2024

Mörg okkar drekkum ótæpilega mikið að þessum svarta vökva þegar setið er við skrifborðið í vinnunni.

 

Og það er ekki bara hressandi og endurnærandi, það lengir lífið samkvæmt rannsókn á kaffivenjum mörg þúsund manns.

 

Hópur kínverskra vísindamanna bar saman kaffineyslu og fjölda kyrrsetustunda yfir daginn við heilsufarsgögn 10.639 Bandaríkjamanna í National Health and Nutrition Examination Survey of US adults á árunum 2007 til ársins 2018.

 

Kaffidrykkja minnkaði hættuna á að deyja úr ýmsum sjúkdómum um allt að 24 prósent hjá einstaklingum sem sátu í að minnsta kosti sex klukkustundir á dag, samanborið við kyrrsetufólk sem drakk ekki kaffi.

 

Það kom einnig fram í rannsókninni að heilsuávinningurinn var enn meiri ef setið var minna og því meira drukkið af kaffi.

 

Sittu minna, drekktu meira kaffi og lifðu lengur

Áhættan á að deyja úr ýmsum sjúkdómum minnkaði um allt að 58 % hjá þeim sem sátu í minna en fjóra tíma á dag og drukku kaffi daglega miðað við þá sem sátu lengi og drukku ekki kaffi.

 

Það að sitja lengi og drekka ekki kaffi eru tveir „áhættusömustu“ þættirnir, segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Huimin Zhou frá Soochow háskóla, við fjölmiðilinn Washington Post.

 

Almennt eykst hættan á að deyja úr hinum ýmsu sjúkdómum um 46 prósent ef setið er meira en  átta tíma á dag samanborið við aðeins er setið í fjóra tíma á dag.

 

Gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum eykst hættan um heil 79 prósent.

 

En samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er það til heilsubótar að drekka meira kaffi.

Kaffi er drukkið um allan heim og allra vinsælast hér á norðurhjaranum. Þessi svarti drykkur hefur á síðari árum reynst hollara en sagnir herma. Loftslagsáhrifin eru hins vegar neikvæð.

Þátttakendur rannsóknarinnar sem drukku að minnsta kosti tvo bolla af kaffi á dag voru 33 prósent ólíklegri til að deyja úr hvers kyns sjúkdómum sem leitað var að í rannsókninni. Hættan á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum var um 54 prósent lægri samanborið við þá sem slepptu kaffinu í vinnunni.

 

Aðalhöfundurinn rannsóknarinnar, Huimin Zhou, kallar kaffi „kraftaverkalyf“ en veit ekki hvaðan hollustueiginleikar kaffisins stafa.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Ný rannsókn leiðir í ljós: Þetta er barnið í systkinahópnum sem er oftast í uppáhaldi hjá foreldrum

Jörðin

Kólnar jörðin smám saman að innanverðu?

Náttúran

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Lifandi Saga

Hvað varð um „skriðdrekamanninn“ á Torgi hins himneska friðar? 

Maðurinn

Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Lifandi Saga

Hver er munurinn á sjíta – og súnníta múslimum? 

Lifandi Saga

„Fólk trúði því að jörðin væri flöt“

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is