Search

Greind í heimi dýranna

Dýrin búa einnig yfir greind - bara minni en við.

BIRT: 25/01/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Þó svo að maðurinn sé eina dýrategundin sem kveikt getur eld, átt í samskiptum með bókstöfum og nótum, ratað eftir korti og leyst stærðfræði jöfnur, þá eru heilar okkar alls ekkert svo frábrugðnir heilum apa eða annarra spendýra.

 

Munurinn er aðallega fólginn í tvennu: Annars vegar höfum við yfir að ráða fleiri taugafrumum í fellingum heilabarkarins en við á um dýrin og hins vegar eru taugafrumur okkar útbúnar þykkara einangrunarlagi, sem gerir taugaboðum kleift að berast hraðar.

 

Flestir vísindamenn telja yfirburðagreind okkar mannanna ekki vera sérlega frábrugðna greind dýranna, heldur hafi greind okkar einfaldlega þróast upp á langtum hærra þrep.

 

Mörg dýr sýna að þau búi yfir greind með því að vera fær um að nota áhöld, eiga í samskiptum, starfa saman og að sýna öðrum einstaklingum sömu tegundar umhyggju, en maðurinn gerir þetta allt í miklu meira mæli en dýrin.

 

Hins vegar er erfitt að mæla greind dýranna, því þau eru ekki fær um að segja til um hvað þau eru að hugsa og fyrir vikið hefur vísindamönnum aðeins tekist að gera ófullkominn lista yfir greindustu dýrin.

 

Prímatar

Simpansar eru álitnir hafa yfir að ráða álíka mikilli greind og þriggja ára barn, því þeir eru færir um að tjá sig með hljóðum, handarhreyfingum og svipbrigðum, gabba og ráðskast með aðra til að fá sínu fram, svo og að sýna skilning tölum og röðinni sem þær koma fyrir í.

Sjávarspendýr

Stökkullinn, sem er tegund höfrunga, er fær um að læra ýmsar háþróaðar hreyfingar (brögð), getur samhæft sig við aðra höfrunga og jafnvel kennt þeim það sem hann kann, auk þess sem hann getur skilið og tjáð sig á einföldu, tilbúnu máli.

Spendýr

Indverski fíllinn getur reiknað einföld samlagningardæmi: Ef þremur og fimm eplum er komið fyrir í tveimur körfum, sem fíllinn getur ekki séð ofan í, og tveimur eplum er síðan bætt í báðar körfurnar velur fíllinn að fara að körfunni sem hefur að geyma sjö epli.

Fuglar

Nýju-Kaledóníukrákan getur stuðst við ýmiss konar áhöld þegar hún veiðir sér til matar. Krákan kastar t.d. hnetum niður á vegi sem mikil umferð er um, til þess að bílarnir keyri yfir hneturnar og brjóti harða skelina á þeim.

Hryggleysingjar

Kókóskolkrabbinn kemur sér t.d. upp tveimur helmingum af kókóshnetu og útbýr úr þeim eins konar hús sem hann skríður inn í ef hætta steðjar að.

Fiskar

Þrifillinn leggur sig allan fram við að hreinsa sníkla af fiskum ef aðrir fiskar eru að fylgjast með og geta þannig látið freistast af því að þiggja þessa frábæru þjónustu fiskanna.

 

BIRT: 25/01/2023

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is