Eftirsótt bráð sem verður að láta sér nægja að fá sér kríu reglulega.
Útselir fá sér stystu blundi sem um getur í dýraríkinu, allt niður í 90 sekúndur hver lúr. Á hinn bóginn eru selirnir að fá sér kríu allan liðlangan daginn. Dýrin taka þessa stuttu lúra einkum þegar þau sofa í sjónum, þar sem þau eiga fleiri óvini en á landi.
Móðir og afkvæmi halda hvort í annað og berjast gegn straumnum.
Sæotrar fljóta á bakinu þegar þeir sofa í vatni. Móðir heldur í loppur afkvæmanna til að þau reki ekki frá henni. Fullorðnu otrarnir festa sig jafnframt við t.d. þang eða vatnagróður og nota plönturnar sem eins konar akkeri.
Farfuglar sofa á flugi til að forðast varasamar lendingar.
Múrsvölungar eiga ekki í neinu basli með að fljúga samfleytt í tíu mánuði en þessi smágerði farfugl lendir nánast eingöngu til að verpa. Líf fuglsins er öruggara á lofti og þess má jafnframt geta að hann á allerfitt með að lenda og lyfta sér til flugs aftur. Þegar múrsvölungar sofa í lofti er aðeins annað heilahvelið virkt í einu en þannig tekst fuglinum að vera vakandi og með athyglina í lagi þrátt fyrir að hann sé að hvíla sig.
Klunnalegt flugdýr blundar í ákjósanlegustu flóttastöðunni.
Leðurblökur búa ekki yfir nægilegum lyftikrafti til að hefja sig til flugs frá jörðu en verða þess í stað að beita þyngdaraflinu og kasta sér niður af háum stöðum. Leðurblökur sofa með höfuðið niður til þess að eiga auðvelt með að komast á loft ef hætta steðjar að. Sinar í klóm dýranna sjá til þess að dýrið losi ekki takið í svefni og detti niður.
Risar gresjunnar leggjast aðeins út af fjórða hvern dag.
Villtir fílar geta læst hnjáliðunum og sofið standandi, líkt og m.a. kýr og hestar. Dýrin þurfa aftur á móti að sofa liggjandi þriðju til fjórðu hverja nótt en öðruvísi ná þau ekki svokölluðum bliksvefni sem öll spendýr hafa þörf fyrir. Bliksvefninn tengist geymslu minninga í heilanum.
Svefnverðir vaka yfir hópnum.
Stokkendur standa í löngum röðum þegar þær sofa en hins vegar hvílast þær ekki allar jafn mikið: Þær ystu í röðinni sofa aðeins með öðru heilahvelinu og halda því ætíð öðru auganu opnu. Ef hætta steðjar að byrja svefnverðirnir að garga og vekja þannig steinsofandi endurnar í miðjunni.
Risar hafsins blunda lóðréttir í sjónum.
Stærstu rándýr heims sofa saman fimm til sex í hverri hjörð og í svefninum rekur dýrin undan straumi rétt undir sjávarborðinu. Dýrin sofa lóðrétt í sjónum og enn sem komið er kann enginn skýringu á þessu háttalagi. Ein skýringin er sú að þannig séu dýrin öruggust um sig.
LESTU EINNIG


