Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Engin önnur dýrategund hefur þróað með sér svo margar lymskulegar aðferðir við að deyða bráðina, eins og við á um köngulær. Skyggnist með inn í óhugnanlegan heim úr límkenndum snörum, ósýnilegum fallhlerum og flugbeittum eiturtönnum.

BIRT: 08/06/2022

FJÖLDAMORÐINGINN

 

Kraftmikil drápsvél hefur gert usla í milljónir ára

Fyrstu köngulóartegundirnar litu dagsins ljós fyrir rösklega 300 milljón árum og í dag lifa alls 48.000 tegundir á jörðinni. Suðurskautslandið er eina svæðið sem köngulær þrífast ekki á.

 

Við mannfólkið getum verið þakklát fyrir þessa áttfættu fjöldamorðingja sem lifa í görðum okkar, því köngulær halda verulega í skefjum mýi og flugum sem lifa nærri heimilum okkar.

 

Árið 2017 kynntu tveir evrópskir vísindamenn fyrir almenningi rannsókn sem leiddi í ljós hversu mikið köngulær heimsins innbyrða á ári hverju. Niðurstaðan var svimandi há tala, því köngulær innbyrða alls á bilinu 400 til 800 milljón tonn af skordýrum.

Köngulóin er skilvirkur drápari

Með sínum næmu skilningarvitum, klístruðun vef og lamandi eitri er köngulóin snögg að veiða og drepa smádýr.

Sprungin stoðgrind skerpir skynfærin

Löng skynhár á fótleggjunum og smásæjar, samsíða rifur á ytri stoðgrind köngulóarinnar skynja minnstu snertingu, örlítinn titring, svo og loftstreymi.

Eiturkrókar deyfa og deyða bráðina

Bráðin er deyfð eða deydd með eitri sem er sprautað í fórnarlambið úr tveimur eiturkrókum sem minna á sprautur. Þar sem köngulær geta einungis innbyrt fljótandi fæðu, dæla þær meltingarensímum inn í bráðina.

Átta augu leiða af sér ofursjón

Flestar köngulær eru með átta augu og hafa fyrir vikið einkar breitt sjónsvið og skarpa sjón. Stökkköngulær eru með háþróuð augu og geta miðað fjarlægðina að hugsanlegri bráð alveg niður í einn millímetra.

Spunavörtur framleiða sjö gerðir af silki

Næstum allar köngulær eru útbúnar þremur pörum af spunavörtum og margar tegundir eru færar um að mynda sjö gerðir af silki. Þræðirnir eru notaðir í vef köngulóarinnar og einnig til að spinna bráðina fasta þegar hún lendir í vefnum.

Kemískt aðdráttarafl bætir klifurgetuna

Þökk sé hárpúðum á fótum köngulóa geta þær skriðið á hvaða yfirborði sem er. Hárin eru klofin í afar þunna þræði og fyrir vikið myndast svonefnd van der Waals-binding milli sameinda í fótum dýrsins annars vegar og undirlagsins hins vegar.

Köngulóin er skilvirkur drápari

Með sínum næmu skilningarvitum, klístruðun vef og lamandi eitri er köngulóin snögg að veiða og drepa smádýr.

Sprungin stoðgrind skerpir skynfærin

Löng skynhár á fótleggjunum og smásæjar, samsíða rifur á ytri stoðgrind köngulóarinnar skynja minnstu snertingu, örlítinn titring, svo og loftstreymi.

Eiturkrókar deyfa og deyða bráðina

Bráðin er deyfð eða deydd með eitri sem er sprautað í fórnarlambið úr tveimur eiturkrókum sem minna á sprautur. Þar sem köngulær geta einungis innbyrt fljótandi fæðu, dæla þær meltingarensímum inn í bráðina.

Átta augu leiða af sér ofursjón

Flestar köngulær eru með átta augu og hafa fyrir vikið einkar breitt sjónsvið og skarpa sjón. Stökkköngulær eru með háþróuð augu og geta miðað fjarlægðina að hugsanlegri bráð alveg niður í einn millímetra.

Spunavörtur framleiða sjö gerðir af silki

Næstum allar köngulær eru útbúnar þremur pörum af spunavörtum og margar tegundir eru færar um að mynda sjö gerðir af silki. Þræðirnir eru notaðir í vef köngulóarinnar og einnig til að spinna bráðina fasta þegar hún lendir í vefnum.

Kemískt aðdráttarafl bætir klifurgetuna

Þökk sé hárpúðum á fótum köngulóa geta þær skriðið á hvaða yfirborði sem er. Hárin eru klofin í afar þunna þræði og fyrir vikið myndast svonefnd van der Waals-binding milli sameinda í fótum dýrsins annars vegar og undirlagsins hins vegar.

 

Þessa velgengni köngulóa, hvað veiði snertir, má að miklu leyti þakka getu þeirra til að spinna köngulóarvef. Spunavörturnar á afturbúk köngulóarinnar framleiða alls sjö tegundir af silki og geta spunnið þræði í hvaða tilgangi sem er.

 

Fyrst ber að nefna glæsilega veiðivefina sem geta orðið allt að 25 m að þvermáli.

 

Þræðina er enn fremur hægt að nota sem nestispappír þegar pakka þarf inn bráðinni, svo og til að spinna eggjasekki til að tryggja afkomu næstu kynslóðar. Þræðina má jafnframt nota til að senda ilmhormóna í átt að mögulegum maka.

 

VEFKASTARINN

Hryllingskönguló bregst við í myrkri

 

Hirðulaus skordýr eru dauðadæmd þegar vefkastarinn hangir fyrir ofan þau með ferhyrnt veiðinet sitt.

 

Nákvæmni skiptir sköpum fyrir veiðigetuna og fyrir bragðið útbýr köngulóin miðunarbletti úr litlum, hvítum saurklessum. Þegar skordýr á leið fram hjá þessum miðunarblettum teygir köngulóin úr vef sínum sem nær tvö- til þrefaldri stærð sinni. Að því loknu þýtur köngulóin í átt að skordýrinu og vefur sig utan um það. 

 

Flestar tegundir vefkastara eru 1,5 til 2,5 cm á lengd og lifa í skógum við miðbaug.

 

Vefkastarinn veiðir að nóttu til og hámar í sig allt frá maurum og bjöllum yfir í engisprettur og aðrar köngulær. Þökk sé risastórum augunum er nætursjón þessarar köngulóar um það bil tólf sinnum betri en sjón mannsins.

 

VEIÐIKÖNGULÓIN

Veiðiköngulóin notar eiturkróka sem veiðistöng

 

Á matseðlum köngulóa er að finna annað og meira en einvörðungu skorkvikindi. Sumar köngulær stunda beinlínis fiskveiðar, m.a. mýraköngulær sem skríða upp á steina í flæðarmálinu og liggja þar í leyni.

 

Ef litlum fiski verður á að synda þar fram hjá, heggur mýraköngulóin með eiturkrókum sínum í grunlausa bráðina og dregur hana sprelllifandi upp úr vatninu.

 

Fiskveiðar eru algengar meðal köngulóa sem veitt geta allt að 6 cm langa fiska.

Vísindamenn hafa löngum vitað að sumar tegundir köngulóa geta veitt fisk en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrirbærið er þekkt um gjörvallan heim.

 

Alls 336 tegundir ránköngulóa, svo og fimm aðrar ættir áttfætlna sem lifa í vatni, afla m.a. fæðu með reglulegum fiskveiðum. Fiskurinn er oftast minni er köngulóin sjálf en lengd þeirra nemur gjarnan 2-6 cm.

LAUMUFANGARINN

 

Dauðinn leynist undir hleranum 

 

Fallhleraköngulær eru meðal fullkomnustu laumuveiðidýra náttúrunnar. Þær grafa u.þ.b. 15 cm djúpar holur sem þær fóðra að innan með silki og hylja með lítilli, þéttri loku.

 

Að því loknu spinna þessar tilteknu köngulær nokkra fallþræði umhverfis holuna og leggjast síðan í leyni undir hleranum.

 

Hlerinn yfir holu fallhleraköngulóarinnar er oft hulinn sandi eða mosa og stingur fyrir bragðið ekki í stúf við umhverfið.

 

Þegar bráðin hrasar um fallþræðina skýst köngulóin leiftursnöggt upp úr holunni, lyftir frambúknum og heggur stórum, oddhvössum tönnunum í dýrið sem á leið um.

 

Eiturkrókarnir geta bitið í gegnum harðan skjöld skordýra og þegar bráðin hefur lamast dregur köngulóin hana með sér ofan í holuna. 

 

Ótrúlegt: Sjáið fallhleraköngulóna skjótast út úr holu sinni

Þessi sterklegu byggðu fallhleraköngulær verða um 4 sm að stærð og lifa fyrst og fremst í hitabeltinu.

Fallhleraköngulóin ver mikilli orku í holugerð og dvelur fyrir vikið á sama svæðinu alla ævi. Þessi verndaða tilvera gerir það að verkum að fallhleraköngulóin er sú köngulóartegund sem lifir hvað lengst.

 

Elsta könguló sem fundist hefur var 43 ára gömul fallhlerakönguló sem vísindamenn fylgdust með allt frá árinu 1974 og þar til hún varð geitungi að bráð árið 2018.

 

HÖGGMEISTARINN

 

Langur skoltur stingst gegnum meðbræðurna

 

Pelíkanaköngulær eyða ekki tíma sínum í að útbúa gildrur úr köngulóarvef. Þess í stað leita þær uppi aðrar köngulær og stinga þær á hol með löngum skolti sínum.

 

Þegar pelíkanaköngulóin kemst í tæri við bráð skýtur hún fram löngum skoltinum og stingur bráðina á hol með eiturkrókunum.

 

Pelíkanakönguló kallast svo sökum langs skoltsins en þegar köngulóin er ekki á veiðum hvílir skolturinn meðfram hálsi hennar þannig að eiturkrókarnir snúa niður og í þeirri stöðu minnir hún einna helst á pelíkana þegar horft er á hana frá hlið.

 

Pelíkanaköngulær minna býsna mikið á stóra vatnafugla sem hvíla langan skoltinn uppi við hálsinn.

Á nóttunni ferðast þessi áttfættu drápsdýr um skógana í leit að ummerkjum annarra köngulóa. Þær þefa og þreifa sig áfram í leit að öryggisþráðum köngulóarvefja. Um leið og þær finna þráð leggjast þær í leyni.

 

Sumar þeirra bíða í nokkrar klukkustundir með að ráðast til atlögu, á meðan aðrar láta strax til skarar skríða til þess að eigandinn haldi að nú hafi borið vel í veiði og komi þjótandi. Þegar hér er komið sögu lyftir pelíkanaköngulóin skoltinum upp í u.þ.b. 90 gráður og heggur honum rakleitt í gegnum bráðina.

Þegar pelíkanaköngulóin kemst í tæri við bráð skýtur hún fram löngum skoltinum og stingur bráðina á hol með eiturkrókunum.

Til þessa hafa fundist 90 tegundir af pelíkanaköngulóm í Suður-Afríku, Ástralíu og á Madagaskar.

 

Elsta pelíkanaköngulóin fannst í 165 milljón ára gömlum rafköggli og þess bera að geta að hún líkist núlifandi ættingjum sínum fullkomlega sem gefur til kynna að veiðiaðferð þessarar tilteknu köngulóar hafi ekki breyst til muna.

REIPTOGARINN

Hægt að nota köngulóarvef sem teygjubyssu

Norður-ameríska köngulóin Hyptiotes cavatus notar sjálfa sig og vef sinn sem teygjubyssu. Köngulóin teygir úr þríhyrndum vef sínum og heldur honum þöndum. Þegar bráð lendir á þráðunum skjótast bæði köngulóin og vefurinn leiftursnöggt áfram.

Ein tegund örsmárra köngulóa hefur þróað mjög sérstæða veiðiaðferð. Hún spennir út vef sinn og skýtur úr honum, líkt og um teygjubyssu væri að ræða.

 

Hyptiotes tekst að halda vefnum þöndum tímunum saman á meðan hún bíður eftir bráð. Þegar vefurinn og köngulóin skjótast áfram nemur hraðaaukningin rösklega 770 m/s2 sem er hartnær sjötíufalt meiri hröðun en í Tesla Gerð S og um það bil áttatíufalt meira en þyngdarhröðun jarðar.

 

Á þeirri stundu er teygjubyssuköngulóin hraðskreiðasta könguló heims og hraðinn eykur líkurnar á að bráðin límist föst.

 

Köngulóin spinnur þríhyrning

Nokkrir aðalþræðir eru meginuppistaða köngulóarvefsins. Á milli þeirra spinnur köngulóin límkennda þræði sem liggja þversum og tengja aðalþræðina með akkerisþræði, þannig að vefurinn verður þríhyrndur.

Vefurinn þaninn

Köngulóin togar sig afturábak mót horni vefjarins þegar hún strekkir þræðina. Síðan sker hún á akkerisþráðinn og heldur vefnum líkt og þaninni fjöður.

Vefur og könguló þjóta í átt að bráðinni

Köngulóin sleppir akkerisþræðinum þegar skordýr lendir í vefnum og uppsöfnuð orkan losnar úr læðingi. Við þetta þeytast bæði vefurinn og köngulóin áfram í átt að bráðinni á hraða sem nemur allt að 2,15 m/sekúndu.

 

Leyndardómurinn að baki þessum gífurlega hraða er fólginn í vefnum sem er gríðarlega teygjanlegur og getur fyrir bragðið hlaðið upp miklu magni af spennuorku. Þegar kemur að því að teygja út köngulóarvefinn bakkar Hyptiotes meðfram svonefndum akkerisþræði sem festur er við grein, jafnframt því sem hún dregur vefinn með sér.

 

Slík notkun á uppsafnaðri spennuorku sem notuð er til að mynda með leiftursnögga hreyfingu, er ekki óþekkt meðal dýranna. Flær nota t.d. spennuorku í tengslum við yfirgengileg stökk sín og bænarækjur nýta orkuna í hröð, þung högg sem mölva bæði skjöld og skeljar.

 

Önnur dýr hlaða upp spennuorku í líkamanum með aðstoð vöðvasamdráttar en teygjubyssuköngulóin, líkt og maðurinn, er aftur á móti eina dýrið sem safnar upp orku í útvortis búnaði til að auka með kraft sinn.

 

STÖKKMEISTARINN

 

Öflugt launsátursdýr stekkur 25 líkamslengdir

 

Stökkköngulær hafa afnumið notkun nær allra tegunda af þráðum og vefjum, ef undan er skilin líflína sem dýrið festir sig ávallt við. Þess í stað hafa þessar tilteknu köngulær þróað einhverja þá öflugustu og óvæntustu launsátursaðferð sem þekkt er í náttúrunni.

 

Stökkköngulær eru um 10 mm á lengd, afar kvik og smágerð dýr sem sérhæfa sig í að veiða á veggjum og trjástofnum. Þegar köngulóin hefur komið auga á bráð staðnæmist hún skyndilega.

 

Hún læðist svo líkt og köttur í átt að bráðinni, tekur síðan undir sig leiftursnöggt stökk og lendir ofan á bráðinni sem á sér einskis ills von.

 

Afturfæturnir eru teygðir af miklu afli og skjóta síðan stökkköngulónni áfram með allt að 80 km hraða á klst.

 

Sumar tegundir geta stokkið sem nemur 25 líkamslengdum og stökkva af svo mikilli fimi að þær geta jafnvel hoppað beint upp í loft úr sitjandi stöðu.

 

KÚREKINN

 

Könguló sem sveiflar snöru og lyktar af getnaði

 

Bola-köngulóin ver öllum deginum hulin sem fugladrit á laufblaði og þegar dimma tekur sýnir hún hæfieika sína sem kúreki.

 

Á neðanverðu laufblaðinu spinnur köngulóin fyrst öryggisþráð og togar því næst sterklegan þráð með afturfótunum út úr spunavörtunum. Á enda þráðarins er að finna límkennda kúlu sem gegnir hlutverki lítillar snöru.

 

Bola-köngulær fengu nafn sitt eftir argentínsku kastvopni sem nefnist „bola“ en það samanstendur af reipi með skinnpokum fullum af steinum á endunum.

 

Bola-köngulóin hangir með snöruna á einum fætinum og getur kastað henni með ótrúlegum hraða og nákvæmni. Í því skyni að lokka að sér bráð líkir köngulóin eftir lyktarhormónum kvenmölflugunnar.

 

Þessi getnaðarangan sem berst með loftinu, reynist karlmölflugunni ómótstæðileg og þegar karlmölur nálgast í hópum sveiflar bola-köngulóin út snöru sinni og dregur veiðina til sín.

 

Sjáðu bolaköngulónna veiða með snörunni

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LARS THOMAS - JOERN MADSEN - MORTEN KJERSIDE - JONAS MELDAL,

Alex Hyde, Dalhousie University, Jonas O. Wolff, Dennis Kunkel, Kim Taylor/NaturePL, Scoience Photo Library,© Emanuele Biggi/NaturePL,© Stephen Dalton/NaturePL,© James H. Robinson/Ritzau Scanpix, © Hannah Wood/Smithsonian,© Nikolaj Scharff,© S.I. Han, Claus Lunau,© Stephen Dalton/NaturePL, © P. Murray/Animals Animals-Earth Scenes,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.