Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Þær geta orðið gríðarstórar. En hvaða köngulær er þær stærstu? Hér er listi yfir fimm stærstu köngulær sem hafa fundist hingað til.

BIRT: 20/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Stærsta könguló heims er á að stærð við matardisk

Ef þú þjáist af köngulóarfælni  – hræðslu við köngulær – skaltu láta vera að  leita að þessum fimm tegundum köngulóa hér fyrir neðan. Stærsta könguló heims er svipuð að stærð og stór matardiskur.

 

5. Purpuralit fuglakönguló

  • Ætt: Pamphobeteus insignis

 

  • Bil milli fóta: Allt að 22 sm

 

  • Bústaður: Rakt skóglendi í Kólumbíu

 

Karldýrin þekkjast á skærum rauðfjólubláum lit. Köngulóin getur verið árásargjörn, jafnvel óáreitt. Sem betur fer er hún ekki eitruð.

4. Laxbleik fuglakönguló

  • Ætt: Lasiodora parahybana

 

  • Bil milli feta: Allt að 25 cm.

 

  • Bústaður: Atlantsskógurinn í Brasilíu

 

Ýfir hár með smáum göddum þegar hún telur sér ógnað. Hárin geta valdið blindu.

3. Brasilísk rauð tarantúla

  • Ætt: Grammostola mollicoma

 

  • Bil milli fóta: Allt að 26 cm.

 

  • Bústaður: Hitabeltisskógar Suður-Ameríku

 

Líka nefnd „rauða fuglaætan“ vegna rauðra hára sem þekja skrokkinn. Margir halda þessa tegund sem gæludýr.

2: Golíat fuglakönguló

 

  • Ætt: Theraphosa blondi

 

  • Bil milli fóta: Allt að 28 cm.

 

  • Bústaður: Norðanverð Suður- Ameríka

 

Golíat fuglaköngulóin lifir m.a. á litlum fuglum. Íbúar á svæðunum líta á hana sem hátíðarmat. 

1. Huntsman risakönguló

  • Ættarnafn: Heteropoda maxima

 

  • Bil milli fóta: Allt að 30 cm.

 

  • Bústaður: Hellar í Laos

 

Veiðiköngulóin Heteropoda maxima hefst við í hellum í Laos. Þótt skrokkurinn sé smár er fótahafið það mesta sem þekkist og á við stóran matardisk.

BIRT: 20/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.