Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Í meltingarvegi okkar úir og grúir af áður óþekktum veirum og bakteríum.

BIRT: 06/07/2024

Nú hefur orðið sannkölluð sprengifjölgun varðandi þekktar örverur í þarmaflóru manna.

 

Með sérstakri DNA-tækni, svonefndri meta-erfðatækni, hafa vísindamenn rannsakað fjölbreytni lífríkisins í meltingarvegi manna og uppgötvað meira en 140.000 mismunandi veirutegundir.

 

Meira en helmingur þeirra var áður óþekktur.

 

Óhugnanleg fjölbreytni í þarmaflórunni

Tegundafjöldi veira er sá mesti sem þekktur er á jörðinni og vísindamenn hafa lengi vitað að meltingarvegur manna er heimili gríðarlegs fjölda örvera.

 

Engu að síður kemur tegundafjöldinn á óvart og þá einkum fjöldi veirutegunda.

 

Þessi mikli fjöldi áður óþekktra veira og baktería fannst með DNA-greiningartækni sem nefnd er meta-erfðatækni.

 

Veirur ráðast á bakteríurnar

Ekki eru allar veirur skaðlegar mönnum.

 

Margar þær veirur sem nú hafa fundist eru svonefndar gerilætur eða veirur sem ráðast á bakteríur í þörmunum og bana þeim.

 

Þetta getur þó mögulega valdið ójafnvægi í bakteríuflóru þarmanna og þá skapað okkur vandkvæði.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar mynda nú gagnagrunn yfir erfðaefni einmitt þeirra veirugerða, gerilætanna sem geta ráðist á bakteríur.

 

Í gagnagrunninum – sem kallast „Gut Phage Database“ eða „Innyfla-gerilætugrunnur“ – eru nú 142.809 erfðamengi veira og gagnagrunnurinn getur auðveldað vísindamönnum að reikna út hvaða hlutverkum veirur og bakteríur gegna, bæði varðandi heilbrigði okkar og gagnvart þeim bakteríum sem lifa í þarmaflóru okkar.

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

Maðurinn

Þannig má forðast gular tennur

Heilsa

Dánardagur þinn er skrifaður í blóð þitt 

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is