Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

BIRT: 20/04/2024

Margar og misjafnar kenningar eru til um ástæður þess að sumt fólk telur sig sjá drauga.

 

Einna vísindalegust er kenning sem m.a. Michiels Van Elk sálfræðiprófessor við Leidinháskóla í Hollandi hefur sett fram. Hann hefur rannsakað yfirnáttúrulega atburði, sem sé atvik sem virðast utan við öll þekkt náttúrulögmál.

 

Rannsóknir Van Elks benda til að fólk sem t.d. sér drauga hneigist fremur til þess en aðrir að treysta innsæi sínu og tilfinningum en stjórnist síður af rökréttri viðbragðshugsun.

 

Slíkt fólk hefur fremur tilhneigingu til að túlka ýmis atvik þannig að þau stýrist af vilja, svo sem ef lykill fellur niður á gólf frammi á gangi meðan þú situr í hægindastól í stofunni.

 

Spil afhjúpa drauga

Van Elk hefur m.a. gert tilraunir þar sem þátttakendur áttu að giska á hvar í spilastokknum tiltekið spil væri niður komið. Á grundvelli niðurstaðnanna skipti hann þátttakendum í tvo hópa.

 

Í öðrum hópnum lenti fólk sem skýrði vel heppnað gisk sem einskæra heppni. Slíkt fólk sér sjaldnast drauga.

 

Í hinn hópinn valdi hann fólkið sem taldi sig hafa haft á tilfinningunni eða jafnvel vitað af hreinu innsæi hvar spilið væri. Þetta fólk telur Van Elk mun líklegra til að trúa því að það hafi séð eitthvað yfirnáttúrulegt.

 

Það er erfitt að festa hendur á því hversu margt fólk telur sig hafa séð draug.

 

Samkvæmt bandarískri rannsókn frá árinu 2009 virtust þetta þó vera um 18%.

Þarf öðruvísi heila til að sjá drauga

Heilaskannanir og rannsóknir á hugsanamynstri sýna talsverðan mun á fólki sem oft sér eitthvað yfirnáttúrulegt og hinum sem aldrei gera það.

1.Heilinn sér meðvitaðar aðgerðir

Hollenski sálfræðiprófessorinn Michiel Van Elk hefur sýnt fram á að fólk sem sér yfirnáttúrulega atburði hefur tilhneigingu til að telja það meðvitaðar aðgerðir sem aðrir líta á sem tilviljun.

2. Heilahvelin vinna saman

Bandaríski sálfræðiprófessorinn Christine Simmonds-Moore hefur fundið ummerki þess að fleiri taugaboð berist milli heilahvela fólks sem sér yfirnáttúruleg fyrirbrigði.

3. Meðvitundin vinnur með því ómeðvitaða

Ástralski dularsálfræðingurinn Michael Thalbourne hefur sýnt fram á að sumt fólk sem skynjar yfirnáttúruleg fyrirbrigði gerir ekki skýran mun á meðvituðu og ómeðvituðu minni og telur það tilviljanakennt.

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock, © SPL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is