Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Kornabörn sem búa á heimili þar sem er minnst eitt gæludýr eru langtum betur vernduð gegn offitu og ofnæmi síðar á lífsleiðinni en önnur börn. Þetta kom í ljós í viðamikilli rannsókn sem unnin var í Kanada.

BIRT: 05/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þau ykkar sem eigið lítil börn og hafið enn ekki fengið ykkur loðinn, fetfættan vin, ættuð að hugleiða málið með jákvæðu hugarfari.

 

Gæludýr með loðinn feld hafa nefnilega veruleg áhrif á það hvort börnin síðar meir þurfi að kljást við offitu og ofnæmi.

 

Þetta kom í ljós í rannsókn sem unnin var af vísindamönnum við m.a. Alberta-háskólann í Kanada.

 

Eykur framleiðslu á vænlegum þarmagerlum

Vísindamennirnir skoðuðu saursýni úr alls 746 kanadískum kornabörnum, en á heimili rösklega helmings barnanna var að finna minnst eitt loðið gæludýr, sem í 70 prósent tilvika reyndist vera hundur.

 

Vísindamennirnir komust að raun um að greinilegt samhengi væri milli gæludýra, annars vegar, og aukinnar framleiðslu á þarmagerlunum Ruminococcus og Oscillospira, hins vegar. Þessar tvær gerlategundir höfðu einmitt áður verið bendlaðar við minni hættu á barnaofnæmi og offitu.

 

„Magnið af gerlum þessum jókst um helming ef gæludýr var að finna á heimilinu,“ sagði Anita Kozyrskyj, faraldsfræðingur við háskólann í Alberta og vísindakona að baki rannsókninni.

 

Gæludýr hafa áhrif á fóstrið

Hún útskýrir fyrir okkur að jákvæð áhrifin af gerlum gæludýranna greinist einnig í kornabörnum áður en þau fæðast, þ.e. á fósturstigi.

 

Ef foreldrar ákveða að láta frá sér gæludýrin eftir fæðingu barnsins, þá hafa dýrin engu að síður haft vænleg áhrif á barnið.

 

Þessi uppgötvun gæti enn átt eftir að valda straumhvörfum.

 

„Ekki er óraunhæft að ætla að lyfjaiðnaðurinn hefji nú að framleiða efni sem byggir á gerlunum“, segir Anna Kozyrskyj jafnframt.

BIRT: 05/02/2023

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is