Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Hæfnin til að setja sig í spor annarra – samkennd eða samúðarskilningur – hefur gegnt mikilvægu hlutverki í velgengni okkar mannanna sem tegundar. Nú sýna rannsóknir að þessi hæfni lendir í verulegri klemmu á tíma stafrænnar tækni. Til allrar lukku hafa vísindamenn þó ákveðin svör við spurningunni um hvernig við getum endurheimt samkenndina.

BIRT: 19/04/2024

Eftir sex vikna dramatísk réttarhöld sem milljónir manna horfðu á í beinni útsendingu, féll dómurinn loks í júní 2022.

 

Bandaríska leikkonan Amber Heard var dæmd fyrir að ófrægja fyrrum eiginmann sinn, Hollywoodstjörnuna Johnny Depp. Niðurstaða dómsins var sú að ásakanir hennar um ofbeldi í hjónabandinu væru rangar.

 

Löngu áður en réttarhöldin hófust var dómstóll götunnar búinn að dæma hana seka á samfélagsmiðlum. Hún las daglega líflátshótanir og hatursskilaboð í athugasemdum á Twitter, Instagram, Facebook og TikTok.

 

„Fólk segist vilja setja barnið mitt í örbylgjuofninn,“ sagði m.a. við réttarhöldin.

 

Þetta mál er aðeins eitt fjölmargra dæma um þá grimmd sem getur einkennt umræðu á samfélagsmiðlum og rannsóknir hafa sýnt að hæfni okkar til að skilja afstöðu annarra og hafa samúð með þeim hefur minnkað mælanlega í samhengi við aukna fjarlægð og æ meiri samskipti á tölvuskjám.

Samkennd er það sem skilur á milli eðlilegs einstaklings og siðblindingja. Hér má lesa sér til um einkenni þeirra sem eru færir um að finna fyrir samkennd og þeirra sem ekki eru það.

Jafnframt hafa aðrir vísindamenn farið ofan í saumana á því hvaða þýðingu samkenndin hefur fyrir okkur sem tegund og hvernig þessi hæfni hefur þróast – og um leið hvað það er sem við virðumst vera að glata.

 

Margs konar samkennd

Hugtakið samkennd felur í sér hæfni til að setja sig í spor annarra og skilja tilfinningar þeirra.

 

Þegar við sjáum litla stúlku missa ísinn sinn niður á götuna er okkur samstundis ljóst að þetta tekur hana sárt, enda þætti okkur sjálfum sárt að lenda í slíku – og enn sárara hefði okkur þótt þetta þegar við vorum á hennar aldri.

 

Vísindamenn nota líka hugtakið tillfinningaleg samkennd sem er frábrugðin vitsmunalegri samkennd og gerir okkur fært að skynja tilfinningar litlu stúlkunnar.

Þegar við sjáum litla stúlku missa ísinn sinn, segir hin vitsmunalega samkennd okkur strax að henni hljóti að þykja þetta sárt. Þegar við sjáum hana fara að gráta, virkjar það tilfinningalega samkennd okkar og við finnum til með henni og langar til að hugga hana.

Slík innlifun í tilfinningar annarra tengist ákveðnum heilastöðvum. Það uppgötvuðu ítalskir vísindamenn á tíunda áratug síðustu aldar.

 

Giacomo Rizzolatti og félagar hans hjá Parmaháskóla rannsökuðu þá heila makakapa með rafóður græddar í hreyfistöðvar heilans.

 

Rafóðurnar náðu að mæla virkni tiltekinna heilafrumna og þannig fundu vísindamennirnir þær heilastöðvar sem virkjuðust þegar apinn teygði fram höndina eftir ávexti.

 

En dag nokkurn kom lítið atvik vísindamönnunum í opna skjöldu. Meðan apinn sat kyrr teygði vísindamaðurinn sjálfur sig eftir ávextinum og rafóðan sýndi viðbrögð. Það eitt að sjá hreyfinguna dugði til að virkja sumar þeirra heilafrumna sem apinn notaði sjálfur til að framkvæma slíka hreyfingu.

 

Rizzolatti nefndi þessar frumur spegilfrumur, þar eð þær virkjast bæði þegar maður framkvæmir hreyfingu sjálfur og þegar maður sér aðra framkvæma sömu hreyfingu.

 

Tilraunir á mönnum hafa síðar leitt í ljós að rétt eins og apar höfum við fjölmargar spegilfrumur.

Við lærum samkennd með öðrum sjálfkrafa

Reynsla gerir okkur kleift að lifa okkur inn í tilfinningar annarra. Ef við höfum t.d. upplifað högg á fingurna, sjá tilteknar heilafrumur, svokallaðar spegilfrumur, til þess að við þekkjum tilfinninguna þegar við sjáum aðra fá högg á fingurna.

1. Heilafrumur spegla sig hver í annarri

Í heilanum eru hreyfitaugafrumur (rautt) sem virkjast af skyn- og hugsanaboðum og stýra hreyfingum okkar. Um tíunda hver slík fruma á sér eins konar tvíbura í formi spegilfrumu (grænt) sem virkjast á sama hátt.

2. Báðar virkjast þegar við meiðum okkur

Ef við fáum högg á höndina, virkjast hreyfitaugafrumurnar sem koma okkur til að kippa að okkur hendinni. Spegiltaugarnar virkjast jafnframt við að sjá hamarinn en viðbrögð þeirra eru sáralítil.

3. Spegilfrumurnar virkjast þegar aðrir meiða sig.

Ef við sjáum hamri slegið á hönd einhvers annars, virkjast hreyfitaugafrumurnar ekki en það gera spegilfrumurnar. Það verður til þess að við drögum að okkur höndina en þó alls ekki jafn eindregið. Jafnframt skynjum við sársauka þess sem fær höggið.

Nú álíta vísindamenn að þessar sérstöku heilafrumur – spegilfrumurnar – séu um 10% af öllum þeim heilafrumum sem stýra hreyfingum okkar og vinna úr skynhrifum.

 

Spegilfrumurnar veita okkur stórkostlega hæfni til að setja okkur í spor annarra. Þegar við sjáum einhvern kippa fætinum til vegna sársauka getur það ýtt undir sambærilega hreyfingu hjá okkur sjálfum.

 

Spegilfrumur í heilanum senda þá boð til vöðva í fætinum þannig að við skynjum hreyfinguna og taugafrumur í fætinum senda boð til baka til heilans og við skynjum þannig mjög nákvæmlega staðsetningu og eðli sársaukans.

Heilaskannanir sýna mismuninn á því að skynja sársauka (til vinstri) og lifa sig inn sársauka annara (til hægri). Í heilanum hægra megin eru það spegilfrumurnar sem virkjast.

Taugaboð spegilfrumnanna eru sjaldan nógu öflug til að virkja vöðva í fætinum og við færum hann því ekki. Við finnum heldur ekki neinn sársauka en við skynjum engu að síður greinilega upplifun hins aðilans.

 

Innlifunin hefur breyst

Vísindamenn hafa nokkuð lengi velt fyrir sér í hvaða tilgangi þróunin hafi eiginlega fært okkur spegilfrumur og samkennd.

 

Algengasta skýringin hefur verið sú að samkenndin hafi auðveldað okkur að skilja líðan barnanna okkar, svo sem hvort þau hefðu þörf fyrir fæðu, hlýju, huggun eða svefn. Þetta hefur þá auðveldað okkur að annast þau sem best og það eykur svo aftur líkurnar á því að gen okkar berist áfram.

 

Nýjar rannsóknir benda hins vegar til að tilgangur spegilfrumnanna og þar með samkenndin hafi breyst í þróunarsögunni og fullkomnun samkenndarinnar hafi orðið til sem eins konar aukaáhrif.

 

Fabrizio Mafessoni, rannsóknarprófessor á sviði þróunarmannfræði við Max Planck-stofnunina í Leipzig í Þýskalandi setti fram nýja kenningu árið 2019 og byggir hana á stærðfræðilíkönum af mismunandi sviðsmyndum.

 

Spegilfrumurnar bældar

Mafesseroni skoðaði mismunandi afleiðingar þess að frummaður horfi á tvo aðra berjast um fallna bráð. Í sínu eðlilega formi ættu spegilfrumurnar að koma áhorfandanum til að taka upp sömu hegðun og taka sjálfur þátt á baráttunni.

 

Líkanið sýndi hins vegar að til lengdar væru þetta ekki vænleg viðbrögð þar eð þátttaka í baráttunni yki líkur á meiðslum og drægi í rauninni úr þeim möguleika að ná til sín hluta af bráðinni.

 

Mafessoni er þeirrar skoðunar að spegilfrumur sem í upphafi hefðu komið áhorfandanum til að berjast hafi verið bældar niður í þróuninni og við höfum þannig lært að halda okkur frá slagsmálum sem ekki voru líkleg til að skila árangri.

 

En þótt spegilfrumurnar hafi þannig verið bældar að hluta, voru þær engu að síður gagnlegar. Þær gátu auðveldað áhorfandanum að skilja aðstæðurnar og færa sér þær í nyt, t.d. með því að stinga af með bráðina þegar hinir voru orðnir máttvana af baráttunni.

 

Smám saman öðluðust spegilfrumurnar meiri sérhæfingu í að greina sérstakar aðstæður. Þannig gekk fólki betur að lesa í skapferli annarra og greina t.d. milli vina og óvina.

Samkenndin skapaði tegundinni velgengni

Fullkomnasta gerð samkenndar felur í sér yfirsýn og hæfni til að greina hvað aðrir hafa í huga. Þetta auðveldaði forsögulegum áum okkar að mynda náin félagstengsl og komast hjá ónauðsynlegum átökum.

1. Möguleg ógn birtist

Steinaldarmaður er að byggja hús fyrir fjölskyldu sína og enginn skal fá að taka það frá honum. Þegar hann sér ókunnan mann nálgast með vopn í hendi, óttast hann strax hið versta og býst til varnar.

2. Áform hins ókunna lesin

Þegar húsbyggjandinn hefur gripið upp vopn sitt, sér hann að aðkomumaðurinn lætur vopnið síga og andlitssvipurinn ber vott um velvild. Hann þekkir hegðunarmynstrið og áttar sig á að komumaður sé trúlega í friðsamlegum erindum.

3. Skilningurinn snýr átökum í samhjálp

Húsbyggjandinn leggur vopnið líka frá sér og endurgeldur vinsamlegt viðmót. Hæfnin til að greina fyrirætlun aðkomumannsins kemur í veg fyrir óþörf átök en þess í stað hjálpast mennirnir að.

Mafessoni telur að með þessu móti hafi mannkynið þróað með sér hæsta stig samkenndarinnar – afstöðuskilning – hæfnina til að lesa í huga annarra og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra, eiginleika sem talinn er einskorðast við menn.

 

Án þessarar hæfni væri okkur ógerlegt að lifa við þær nánu og flóknu félagsaðstæður sem ríkja í nútímanum.

 

Samkenndin í frjálsu falli

Þótt hæfni okkar til samkenndar eigi sér djúpar rætur í þróunarsögunni, getum við ekki tekið henni sem alveg sjálfsögðum hlut. Það bendir nefnilega ýmislegt til að hún sé á hröðu undanhaldi.

 

Það varð einmitt niðurstaða bandarískrar rannsóknar á 14.000 stúdentum sem birt var árið 2011. Rannsóknin leiddi í ljós að samkenndarhæfnin hafði minnkað um 48% á þremur áratugum. 75% stúdentanna höfðu minni hæfni til samkenndar 2009 en stúdentar í samskonar rannsókn árið 1979.

 

Tveir ísraelskir vísindamenn reyndu árið 2012 að greina orsök þessarar gríðarlega minnkandi samkenndarhæfni og niðurstaða þeirra var mjög afdráttarlaus: Internetið er sökudólgurinn.

 

Þegar unga fólkið hefur samskipti í gegnum samfélagsmiðla og SMS-boð í stað þess að hittast, dregur verulega úr augnsambandi. Og með tölfræðigreiningum gátu vísindamennirnir staðfest að einmitt skortur á augnsambandi er helsta ástæða minnkandi samkenndarhæfni.

Samkenndarhæfni okkar hefur minnkað á síðustu áratugum í samræmi við aukin samskipti gegnum tölvuskjái – og æ sjaldséðara augnsambands.

Að líkindum hafa neikvæðu áhrifin á samkenndarhæfnina bara aukist á þeim tíma sem liðinn er frá þessum rannsóknum. Síðustu tíu árin hefur dagleg notkun samfélagsmiðla aukist úr 95 mínútum 2013 upp í 151 mínútu 2023. Það er aukning upp á 59%.

 

En þótt samskiptahæfnin eigi undir högg að sækja á tímum hinnar stafrænu tækni, má þó kannski eygja ljós við enda ganganna. Nýjar danskar rannsóknir sýna t.d. að einkum í yngri aldurshópum sé þróunin að snúast við.

 

Samkvæmt mælingum Tölfræðistofnunar Danmerkur notuðu 97% fólks á aldrinum 25-34 ára samfélagsmiðla einu sinni í viku eða oftar en þetta hlufall hafði lækkaði í 91% árið 2022.

 

Verði jafnt og stöðugt framhald á þessari þróun má vænta þess að hlutfallið verði komið niður í 71% 2030 og það yrðu að teljast góðar fréttir varðandi framtíðarstöðu samkenndarhæfninnar – einkum þó ef kynslóðir framtíðar nýta minnkandi skjátíma til að horfast í augu.

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

© GSoul/Lightspring/Ollyy/Shutterstock,© Shutterstock

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Jörðin

Hvaða eldgos drap flest fólk?

Tækni

Hver uppgötvaði bakteríur fyrstur allra?

Maðurinn

Yfir milljarður ungs fólks er í hættu á að verða fyrir heyrnarskerðingu

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Hjá þeim konum sem höfðu neytt lítið af tilteknu næringarefni sýndu börn þeirra merki um ADHD á aldrinum 3 til 8 ára.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is