Maðurinn

Samkennd. Hvað táknar það að vera fær um að sýna samkennd?

Samkennd er það sem skilur á milli eðlilegs einstaklings og siðblindingja. Hér má lesa sér til um einkenni þeirra sem eru færir um að finna fyrir samkennd og þeirra sem ekki eru það.

BIRT: 11/03/2024

Hvað er samkennd?

Vinsamlegt klapp á öxl er til marks um samkennd sem felur í sér mikilvæga tengingu milli einstaklinga í samfélaginu og í öllu félagslegu samhengi.

 

Með samkennd er átt við það að geta sett sig í spor annarra og skilið hvernig þeim líður.

 

Hvað á sér eiginlega stað í heilanum þegar við stöndum andspænis sársauka eða sorg sem aðrir verða fyrir? Hefur okkur lærst að sýna samkennd eða er eiginleikann að finna í erfðaefni okkar? Hvernig er unnt að greina fólk sem skortir getuna til að sýna samúð?

 

Kynnið ykkur samkennd hér í greininni.

 

Hvað leysir samkennd úr læðingi?

Þegar meðbræður finna fyrir sársauka verðum við þess ekki sjálf áskynja líkamlega.

 

Þess í stað virkjast skynhrif á nokkrum stöðum í heila, t.d. af völdum barnsgráts eða þess að sjá myndir af börnum í stríðshrjáðum löndum og samanlögð skynhrifin leysa úr læðingi tilfinningaviðbrögð.

 

Ef marka má taugasérfræðinga geta ýmiss konar áhrif orsakað samkennd, m.a.:

 

  • Svipbrigði

 

  • Líkamleg líðan annarra

 

  • Líkamsburður

 

  • Sameiginlegar minningar

 

  • Merkingarfræðileg hugtök eða frásagnir

 

Nokkrar gerðir samkenndar

Vísindamenn greina á milli tveggja gerða samkenndar:

 

  • Hugræn samkennd er getan til að skilja sjónarmið annarra og hugarástand – og m.a. að samsama sig við tilbúnar persónur.

 

  • Óyrt samkennd tekur til getunnar til að sýna viðeigandi tilfinningar gagnvart hugarástandi annarra, t.d. samúð og meðaumkun.

Óyrt (rautt) og hugræn (blátt) samkennd virkja hvor sitt svæði heilans en tiltekin svæði skarast raunar (grænt). Þverskurðurinn til vinstri sýnir að óyrt samkennd (rautt) virkjar m.a. ACC en um er að ræða svæði þar sem m.a. er unnið úr tilfinningum. Í DLPFC (blátt) sem sýnt er í miðjunni, stjórnar heilinn m.a. óhlutbundnum hugsunum.

Þó svo að gerðirnar séu nátengdar er engu að síður mikill munur á þeim. Til dæmis er unnt að verða tilfinningalega hrærður yfir aðstæðum annarra án þess eiginlega að skilja þær.

 

Í viðamikilli rannsókn sem unnin var árið 2019 kom t.d. í ljós að fólk vanmetur almennt getu sína til að sýna samkennd.

 

Er samkennd meðfædd eða áunnin?

Sá eiginleiki að finna fyrir samkennd eða að skorta hana, er breytilegur frá einum til annars. Í gegnum tíðina hefur þetta leitt til umræðna um hvort eiginleikinn eigi rætur að rekja til erfða eða umhverfis.

 

Nú hafa vísindamenn komist að raun um að báðir þættir hafa áhrif.

 

Sálfræðingar hafa rannsakað í áraraðir hversu mikil áhrif þættir á borð við kyn, aldur og uppeldi hafi á getu okkar til að sýna samkennd.

 

Sálræn áföll hafa áhrif á samkennd.

Vísindin hafa leitt í ljós að börn frá þriggja ára aldri læra að sýna samkennd með því að fylgjast með öðrum.

 

Ef við hugsum okkur börn sem t.d. alast upp í stríði þá virkjast ekki sömu heilastöðvar í þeim og öðrum börnum þegar öllum eru sýndar myndir af óförum annarra.

 

Þess má þó geta að unnt er að læra að sýna samkennd með æfingum á fullorðinsárum.

 

Samkennd er greinanleg í erfðavísunum

Í rannsókn sem gerð var árið 2018 kom í ljós í fyrsta sinn að samkennd ræðst enn fremur af erfðavísum.

 

Alls 46.000 þátttakendur tóku þátt í rannsókninni, þar sem spurningar voru notaðar til að mæla hversu mikla samkennd þeir væru færir um að sýna. Niðurstöðurnar voru bornar saman við erfðaefni þátttakendanna.

 

Þeir einstaklingar sem höfðu yfir að ráða mikilli samkennd voru með sameiginleg afbrigði í erfðaefni og vísindamennirnir drógu þá ályktun að minnst tíu prósent af getunni til að finna fyrir samkennd eigi rætur að rekja til arfberanna.

 

Einstaklingar sem höfðu yfir að ráða takmörkuðum erfðaeiginleikum til að finna fyrir samúð og höfðu jafnframt alist upp í umhverfi þar sem samúð var takmarkað látin í ljós, voru í mestri hættu hvað snerti skort á samkennd.

 

Prófanir hafa leitt í ljós að takmörkuð samkennd tengist aukinni hættu á geðrænni greiningu.

 

Geðlæknar nefna í þessu sambandi sjálfsaðdáun, andfélagslega hegðun og félagslega persónuleikaröskun.

 

Í daglegu tali eru slíkir einstaklingar sagðir vera sjálfsdýrkendur, siðblindir og andfélagslegir.

Þannig má koma auga á einstakling sem skortir samkennd

Erfitt getur reynst að skilgreina og mæla hvað felst í því að skorta samkennd.

 

Vísindamenn hafa rannsakað sálfræðinema og samband þeirra við skjólstæðingana og hafa greint nokkur sameiginleg einkenni sem gefa til kynna skort á samkennd.

 

Einstaklingar án samkenndar:

 

  • Sýna enga eða takmarkaða meðvitund um eða skilning á tilfinningum hins aðilans

 

  • Svara oft út í hött eða reiðilegri röddu

 

  • Skipta iðulega um umræðuefni

 

-Einstaklingar með takmarkaða samkennd:

 

  • Yfirborðskennd og iðulega röng svör sem ekki endurspegla tilfinningar eða staðreyndir úr máli hins aðilans.

 

  • Meta djúpar tilfinningar hins aðilans með óljósu orðavali í líkingu við „talsvert“, „svolítið“ og „eins konar“.

 

  • Lýsa tilfinningum annarra ranglega og nota t.d. hugtök á borð við „reiður“ í stað „sár“ og „spenntur“ í stað „hræddur“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JEPPE WOJCIK

Jax House/Wikimedia Commons,© Frans B. M. de Waal/Stephanie D. Preston,© Youtube

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Hvers vegna þarf eldra fólk minni svefn?

Lifandi Saga

Fjöldamorðin í Katyn: Stalín hugðist brjóta Pólverja á bak aftur

Maðurinn

Matseðill morgundagsins: Skordýrabrauð með ostlíki úr geri

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Árið 2009 kom dularfullur forritari fram með heimsins fyrstu rafmynt. Það átti eftir að gjörbreyta fjárhagslífi heimsins. Rafmynt gæti gert banka ónauðsynlega og komið í veg fyrir verðbólgu – en hún er fullkominn myntfótur fyrir glæpamenn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.