Vísindamenn: Þessar tilfinningar auka hraða öldrunar mun meira en reykingar

Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.

BIRT: 06/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Reykingar stuðla að líffræðilegum breytingum tengdum öldrun með sýnilegum einkennum, m.a. á húðinni.

 

Nú hefur teymi bandarískra og kínverskra vísindamanna sýnt að öldrun eykst mun hraðar ef fólk er einmana eða óhamingjusamt.

 

Þeir hafa borið saman fjölda mismunandi líkamlegra og andlegra þátta til að sjá hvernig þeir hafa áhrif á líffræðilega öldrun líkamans. Í því sambandi hafa þeir séð að einmanaleiki, ónógur nætursvefn og óhamingjutilfinning hafa umtalsvert meiri neikvæð áhrif á öldrun en reykingar.

 

Notuðu „öldrunarklukku“ við útreikninga sína

 

„Líkaminn og sálin eru tengd – það eru helstu skilaboð okkar,“ útskýrir Fedor Galkin sem var einn þeirra sem gerðu þessa nýju rannsókn.

 

Í tímaritinu Aging-US útskýra vísindamennirnir hvernig þeim tókst að byggja upp stafrænt öldrunarlíkan – eins konar „öldrunarklukku“ – byggt á gögnum sem þeir höfðu safnað árið 2015 frá 4.846 fullorðnum Kínverjum sem var hluti stærri rannsóknar „China Health and Retirement Longitudinal Study“ (CHARLS). Hér skoðuðu þeir alls 16 mismunandi lífmerki í blóði, þar á meðal kólesteról og glúkósa. Auk þess skoðuðu þeir blóðþrýsting, BMI og lungnastarfsemi.

 

Sjúkdómar gera líkamann eldri

Með því að nota „öldrunarklukkuna“ gátu vísindamennirnir reiknað út öldrun 2.617 einstaklinga með sjúkdóma eins og heilablóðfall, lifrarsjúkdóma og lungnasjúkdóma sem vitað er að stuðla að öldrun líkamans.

 

Þeir komust að því að öldrun þeirra sem veikjast var lengra komin en hjá 4.451 heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum á svipuðum aldri, sama kyni og sem bjuggu við svipaðar aðstæður.

 

Einmanaleiki hafði mest áhrif

Meðaláhrif hinna ýmsu sjúkdóma urðu til þess að 18 mánuðir bættust við hinn raunverulega aldur einstaklinganna.

 

Það sem kom hins vegar á óvart voru sálrænu þættirnir. Hér komust þeir að því að fólk sem fann fyrir óhamingju eða einmanaleika hafði bætt að meðaltali 19,8 mánuðum við líffræðilegan aldur sinn. Til samanburðar má nefna að samkvæmt útreikningum „öldrunarklukkunnar“ voru reykingamenn metnir 15 mánuðum eldri miðað við þá sem reyktu ekki og á sama aldri.

Rannsakendur leggja áherslu á að ennþá séu þetta aðeins líkanareikningar með aðstoð „öldrunarklukkunnar“.

 

Þeir hafa ekki sannreynt að fólk með sálræn íþyngjandi vandamál eldist í raun hraðar. Það verður því verðugt verkefni til framtíðar að rannsaka hvort þessir líkanareikningar séu réttir með endurteknum prófunum yfir lengri tíma, segja þeir.

BIRT: 06/10/2022

HÖFUNDUR: AF BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is