Straumur í heila hressir þunglynda

Taugasérfræðingar hafa fundið ákveðið svæði í heilanum, rétt fyrir aftan augun, sem léttir skap þunglyndissjúklinga þegar það fær í sig rafstraum.

BIRT: 15/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þunglyndi er einn algengasti sálræni sjúkdómurinn á Íslandi. Talið er að sjötti hver Íslendingur þrói með sér þunglyndiseinkenni einhvern tímann á lífsleiðinni og um 12-18 þúsund Íslendingar þjáist af sjúklegu þunglyndi. Það eru þó til ráð.

 

Rannsókn sýnir nefnilega að þunglyndissjúklingar hressast til muna þegar rafstraum er hleypt á sérstakt svæði í heilanum.

 

Taugasérfræðingar hjá Kaliforníuháskóla í BNA uppgötvuðu þessi áhrif þegar þeir notuðu rafóður til að örva mismunandi heilastöðvar í 25 flogaveikisjúklingum.

Heilasvæði aftan við augun virðist ráða miklu um geðbrigði. Það kallast Lateral orbitofrontal cortex (græna svæðið á myndinni).

Rafóður léttu lundina

Fyrir rannsóknina voru sjúklingarnir látnir undirgangast ýtarlega athugun sem leiddi í ljós að sumir þeirra báru einkenni þunglyndis.

 

Vísindamönnunum gafst því einstætt tækifæri til að athuga möguleg geðbrigði  þessara sjúklinga þegar rafóðurnar sendu straum gegnum mismunandi svæði heilans.

 

Þegar það heilasvæði sem kallast „Lateral orbitofrontal cortex“ var örvað með rafstraumi sögðust sjúklingar með miðlungsþunglyndi eða meira finna umtalsverðan létti.

 

Þetta heilasvæði tengist m.a. tilfinningum og þeirri ánægju sem fólk getur fundið til þegar það tekur ákvarðanir.

Um leið og hætt var að örva svæðið hvarf sá léttir sem sjúklingarnir fundu.

Sjúklingar án  þunglyndiseinkenna fundu engan mun.

 

Lundarfar og geðbrigði tengjast ýmsum heilastöðvum en þessi nýja rannsókn leiðir í ljós að þetta svæði aftan við augun gegnir mikilsverðu hlutverki, en það kann að stafa af því að það hefur tengingar við margar aðrar heilastöðvar.

BIRT: 15/11/2022

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© bylin

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is