Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Kalt vetrarveður býður heim hósta og kvefi. Hvernig getur á því staðið?

BIRT: 14/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Haust og vetur eru tímabil kvefs og inflúensu. Kalt veðrið tryggir nefnilega að veirurnar geti lifað lengur og dreift sér af auknum krafti.

 

Og þar sem vitað er að kuldi bælir ónæmiskerfi okkar er veturinn sannkölluð gósentíð fyrir kvef og flensu.

 

Kvef á einkum rætur að rekja til svonefndrar rínóveiru sem sýkir líkamann aðallega með því að finna sér leið inn í frumur í nösunum. Þar afrita veirurnar sjálfar sig og dreifast með lofti.

 

Veirur dýrka kulda

Rínóveirur lifa lengur í kulda en hita. Sé hitastigið 23 gráður eru aðeins 3% líkur á að rínóveiran lifi af í sólarhring en líkurnar hækka hins vegar upp í alls 91% þegar útihitinn lækkar niður í sex gráður.

 

91% líkur eru á að veiran lifi í sólarhring ef hitinn fer niður í sex gráður.

 

Hættan á að verða fyrir smiti eykst til muna þegar hitastig líkamans lækkar.

 

Vísindamenn hafa dregið þá ályktun að hættan á að við smitumst af veiru hækki um 8% fyrir hverja gráðu sem hitinn lækkar á þriggja daga tímabili.

 

Frost heftir ónæmiskerfið

Þegar frumurnar í öndunarfærum okkar komast í tæri við frost bregðast þær hægar við rínóveirunni en ella. Kalt loftið veldur því að æðarnar í öndunarfærunum þrengjast til að koma í veg fyrir hitatap.

 

Þrenging æðanna dregur úr blóðstreyminu, sem svo heftir ónæmisfrumur og mótefni í að komast leiðar sinnar til slímhimnanna, þar sem sýkingin að öllu jöfnu á upphaf sitt.

 

Skortur á sólarljósi á veturna getur enn fremur haft í för með sér skort á D-vítamíni, sem hefur áhrif á starfsemi ónæmiskerfisins.

 

Við þetta bætist svo sú staðreynd að við dveljum í auknum mæli innanhúss á veturna, sem eykur smithættuna, því veirurnar svífa lengur í loftinu í lokuðu rými.

 

BIRT: 14/11/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is