Eru öll dýr með hjarta?

Eru til dýr sem lifa án þess að vera með hjarta eða eru jafnvel með fleiri en eitt hjarta?

BIRT: 16/11/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Mörg lítil dýr eru alls ekki með hjarta, einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þörf fyrir það. Sum þessara dýra hafa ekki einu sinni yfir blóðrás að ráða. Þetta á m.a. við um hinn útbreidda rykmaur, sem lifir bæði í rúmum okkar og næstum alls staðar á jörðinni.

 

Súrefni og næringarefni leysast upp í líkamsvessunum og „gutla“ um tilviljunarkennt innan í dýrinu. Dýrið er það smágert að súrefni og önnur efni komast ætíð hæglega þangað sem þörf er fyrir þau í dýrinu.

 

Það er engum tilviljunum háð að það skuli vera litlu dýrin sem spjara sig án hjarta. Hjörtu eru dælur sem tryggja að blóðið streymi um líkamann til þess að orka, súrefni og úrgangsefni geti borist hratt um hann. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun stærra og afkastameira hjarta hafa þau þörf fyrir. Stærstu og afkastamestu hjörtun er að finna í stórum spendýrum á borð við steypireyðina, sem er með stærra hjarta en nokkurt annað dýr. Hjarta hennar er á stærð við lítinn einkabíl.

 

Fuglar eru útbúnir tiltölulega litlum en sterklegum, afkastamiklum hjörtum. Sömu sögu er að segja af skriðdýrum. Hjörtun í froskdýrum og fiskum eru einfaldari að gerð og ekki eins sterkbyggð. Mörg þessara dýra eru jafnframt með hægari efnaskipti og þess vegna þarf dælan ekki að afkasta eins miklu og ella. Þegar komið er að hryggleysingjum, fara hjörtun hins vegar að verða strjálli. Mörg dýr í þeim hópi er án hjarta, einkum smásæ dýr.

 

Meðal lindýra, liðorma og liðdýra (skordýra, krabbadýra og álíka) er þó að finna einhvers konar hjarta. Í þessum dýrum geta stórar æðar oft dregist saman og gegnt þannig hlutverki eins konar hjarta. Ásamt slíku kerfi er oft að finna eitt eða fleiri lítil hjörtu að auki.

 

Þá eru einnig til dýr sem búa yfir aukalegum hjörtum. Þetta á m.a. við um kolkrabba sem hafa yfir að ráða tálknahjörtum sem sjá til þess að blóðið streymi hratt inn og út um tálknin. Regnormar eru ekki með eitt, heldur mörg lítil hjörtu, að öllu jöfnu fimm, en í sumum tegundum allt að átta. Hjörtun tryggja fyrst og fremst jafnt blóðflæði til allra hluta frambúksins sem hefur að geyma öll mikilvægustu kynfærin.

 

BIRT: 16/11/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is