Náttúran

Öflugasta bit heims – Hér eru fimm dýr sem ekki væri gott að enda í skoltinum á

Dýr rífa í sundur, skera, merja og mölva með banvænu biti sínu. Hér á eftir er að finna upplýsingar um þau dýr sem búa yfir öflugasta bitinu og hvernig þau nýta kjálkaaflið.

BIRT: 25/10/2022

Öflugasta bit heims

Eitt er að hræðast það að verða fyrir hundsbiti.

 

Allt annar handleggur er svo að vera rifinn í tætlur af dýri sem býr yfir öflugasta bitstyrk jarðar eða að verða fyrir því að slíkt dýr mylji í okkur hvert bein.

 

Dýrin sem hafa yfir að ráða öflugasta bitstyrknum eru:

 

  • Deltakrókódíll

 

  • Nílarkrókódíll

 

  • Hvíthákarl

 

  • Alligator-krókódíll

 

  • Flóðhestur

 

Komið og lítið upp í skoltinn á nokkrum af hættulegustu dýrum heims og fræðist um gífurlega sterklegan skolt þeirra hér í greininni.

 

Deltakrókódíllinn er með öflugasta bit sem vitað er um

Í fyrsta sæti yfir dýr með kröftugt bit trónir deltakrókódíllinn sem einnig kallast saltvatnskrókódíllinn.

 

Bitstyrkurinn er ótrúlega mikill en hann nemur allt að 3510 kg. Til samanburðar er bitstyrkur mannsins í kringum 80 kg, á meðan séfferhundur bítur með 108 kg afli.

delta-krokodille

Deltakrókódíllinn getur orðið allt að sjö metrar á lengd og ræðst iðulega á fólk, ef færi gefst.

 

Þessi risavaxni krókódíll lifir í Suðaustur-Asíu og Norður-Ástralíu, þar sem hann gerir alla dvöl í sjó og vatni mjög ótrygga. Fæðan samanstendur af fiski, vatnaskjaldbökum, vísundum og villisvínum.

 

Veiðiaðferðin er afar einföld: Deltakrókódíllinn dregur landdýr með sér á kaf þar til bráðin drukknar.

 

Nílarkrókódíllinn mölvar beinin

Konungur Nílar kremur beinin í bráð sinni.

 

Nílarkrókódíllinn lifir í Afríku þar sem hann ver stórum hluta dags í sólböð á árbökkum og við stöðuvötn.

 

Þegar dimma tekur rennir hann sér hljóðlega niður í vatnið til að stunda veiðar og einungis augun standa upp úr.

 

nilkrokodille

Nílarkrókódíllinn er einkar árásargjarnt rándýr sem drepur og étur nánast allt.

 

Þegar sebrahestar nálgast vatnið til að fá sér vatnssopa skellir Nílarkrókódíllinn skoltinum utan um bráðina með afli sem nemur 2.268 kg. Bitið er svo öflugt að það getur mölvað skjaldbökuskjöld.

 

Hvítháfurinn tætir kjötið af beinunum

Í þriðja sæti er svo að finna hinn fræga og alræmda og hvíthákarl. Hann ræðst til atlögu við bráð sína; fiska, seli og höfrunga, rétt undir sjávarborðinu.

 

hvidhaj-bid

Hákarl þessi er útbúinn sagtenntum tönnum og öflugum skolti sem hann notar til að rífa bráðina í sig.

 

Bitið er með 1.875 kg krafti og nægir til að deyða smádýr samstundis. Stærri dýr eru drepin með því að bíta úr þeim kjötstykki þar til þeim blæðir út.

 

Skoltur alligators er sneisafullur af bakteríum

Sá sem vermir fjórða sætið er óttalega ófrýnilegur.

 

Ameríski alligatorinn lifir á ferskvatnssvæðum þar sem hann lifir á fiski, froskum, nagdýrum, hjartardýrum, villisvínum, slöngum og húsdýrum.

 

Alligator

Alligator-krókódíllinn er ekki einungis með eitt öflugasta bit sem um getur, heldur er hann jafnframt eitraður.

 

Bitstyrkurinn nemur 964 kg sem út af fyrir sig getur reynst banvænt.

 

Skoltur alligatorsins er sneisafullur af bakteríum, svo ef dýrinu tekst að komast lifandi undan er mikil hætta á að það drepist af völdum alvarlegrar sýkingar.

 

Flóðhesturinn er árásargjarnasta jurtaæta heims

Í fimmta sæti er svo að finna einu jurtaætu listans. Þetta er heldur ekki hvaða jurtaæta sem er, heldur er um að ræða árásargjörnustu jurtaætu í heimi!

 

Flóðhesturinn er með einstaklega stórt gin og í því er m.a. að finna augntennur sem náð geta allt að 60 cm lengd.

 

Flóðhestar nota kröftuga kjálkana mestmegnis til að bíta gras en ef þeir eru æstir upp eða þurfa að setja ofan í við keppinauta sína geta þeir beitt allt að 826 kg bitstyrk sínum.

 

Bitið er einstaklega öflugt því flóðhestar geta opnað ginið upp í 150 gráður.

 

Öflugasta bit í gjörvöllum heimi nokkru sinni

Deltakrókódíllinn hefur yfir að ráða öflugasta biti sem einkennir nokkurt núlifandi dýr en bitstyrkurinn fölnar í samanburði við risa fortíðarinnar.

 

Ef marka má vísindamenn bjó fullvaxin grameðla nefnilega yfir bitstyrk sem nam 6.118 kg en það er þó engan veginn metið, því við það má bæta að risahákarlinn Megalodons, með gríðarstóran skolt sinn, er talinn hafa verið með allt að 18.100 kg bitstyrk.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: KARINE KIRKEBÆK OG BJØRN BOJESEN

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is